Fleiri en tvö hundruð í lyfjameðferð við ópíóðafíkn á Vogi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. október 2022 20:00 Erna Gunnþórsdóttir, læknir á Vogi. Vísir/Egill Fleiri en tvö hundruð eru í gagnreyndri lyfjameðferð vegna ópíóðafíknar á Vogi þó að það sé bara með samning fyrir níutíu sjúklinga. Aldrei hafa fleiri látist hér á landi vegna ofneyslu ópíóða en í fyrra. Ópíóðafíkn verður útbreiddari með hverju árinu sem líður ef marka má nýjar tölur frá Landlæknisembættinu. Læknir á vogi segir að ópíóðafíkn sé ekki aðeins að aukast hlutfallslega, heldur sé eðli hennar breytt. „Ópíóðar eru langt frá að vera ný efni á markaðnumn en hins vegar var það þannig að ópíóðar var oft eitthvað sem þú sást á lokastigum sjúkdómsins. Þá var fólk komið í miklu alvarlegri neyslu og þá einkenndist það af sprautuneyslu,“ segir Erna Gunnþórsdóttir, læknir á Vogi. Nú sé fólk farið að nota ópíóða jafnvel sem fyrsta fíkniefni sem það prófar. Auk þess hafi notkun þess auðveldast með komu svokallaðra oxy lyfja, sem margir reyki. „Þessi athöfn að nota ópíóða, þessi sterku sterku efni, verður miklu auðveldari og fólk er mjög fljótt að verða háð því.“ Fráhvörfin af ópíóðum séu sérstaklega erfið. Fólk fyllist mikilli örvæntingu og sé tilbúið til að gera hvað sem er til að koma í veg fyrir fráhvörf. „Þetta er mjög fljótt að vinda upp á sig. Þú ert mjög fljótur að fara upp í mjög háa skammta og síðan er það að ópíóðar eru öndunarbælandi þannig að líkurnar á því að ofskammta eru háar,“ segir Erna. Í þeim 46 sem létust úr ofskammti í fyrra fundust ópíóðalyf í fimmtán, fimmfallt fleiri en árið á undan. „Maður myndi ekki vilja ímynda sér hver sú tala væri ef við værum ekki að grípa inn í, þess vegna er aðgengi að meðferð svo mikilvæg.“ Fleiri en tvö hundruð eru í lyfjameðferð við ópíóðafíkn á Vogi. „Lyfin sem við notum við ópíóðafíkn, sem er gagnreynd meðferð, veldur ekki vímu heldur tekur fráhvörfin og fíknina.“ Fíkn Lyf Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Ópíóðafíkn verður útbreiddari með hverju árinu sem líður ef marka má nýjar tölur frá Landlæknisembættinu. Læknir á vogi segir að ópíóðafíkn sé ekki aðeins að aukast hlutfallslega, heldur sé eðli hennar breytt. „Ópíóðar eru langt frá að vera ný efni á markaðnumn en hins vegar var það þannig að ópíóðar var oft eitthvað sem þú sást á lokastigum sjúkdómsins. Þá var fólk komið í miklu alvarlegri neyslu og þá einkenndist það af sprautuneyslu,“ segir Erna Gunnþórsdóttir, læknir á Vogi. Nú sé fólk farið að nota ópíóða jafnvel sem fyrsta fíkniefni sem það prófar. Auk þess hafi notkun þess auðveldast með komu svokallaðra oxy lyfja, sem margir reyki. „Þessi athöfn að nota ópíóða, þessi sterku sterku efni, verður miklu auðveldari og fólk er mjög fljótt að verða háð því.“ Fráhvörfin af ópíóðum séu sérstaklega erfið. Fólk fyllist mikilli örvæntingu og sé tilbúið til að gera hvað sem er til að koma í veg fyrir fráhvörf. „Þetta er mjög fljótt að vinda upp á sig. Þú ert mjög fljótur að fara upp í mjög háa skammta og síðan er það að ópíóðar eru öndunarbælandi þannig að líkurnar á því að ofskammta eru háar,“ segir Erna. Í þeim 46 sem létust úr ofskammti í fyrra fundust ópíóðalyf í fimmtán, fimmfallt fleiri en árið á undan. „Maður myndi ekki vilja ímynda sér hver sú tala væri ef við værum ekki að grípa inn í, þess vegna er aðgengi að meðferð svo mikilvæg.“ Fleiri en tvö hundruð eru í lyfjameðferð við ópíóðafíkn á Vogi. „Lyfin sem við notum við ópíóðafíkn, sem er gagnreynd meðferð, veldur ekki vímu heldur tekur fráhvörfin og fíknina.“
Fíkn Lyf Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira