„Hundaþjálfun á heimaslóð“ er nafnið á fyrirtæki Auðar Björnsdóttur, hundaþjálfara á Ísafirði. Hún menntaði sig í Noregi þar sem hún lærði meðal annars að þjálfa hunda fyrir blinda og fatlaða einstaklinga. Hún hefur líka þjálfað hunda, sem leikið hafa í bíómyndum og hún tekur líka að sér allskonar þjálfun á heimilishundum fólks. Auður er með þrjá hunda heima hjá sér í dag, m.a. danshundinn Seif og svo er það golfkúluhundurinn Kjói. Hann er alveg magnaður þegar golfkúlur er annars vegar.
“Við búum við hliðina á golfvelli þannig að það er orðið aðeins vandamál á heimilinu hvað við eigum mikið af golfkúlum en stundum ekki golfíþróttina, þannig að ég þarf eiginlega að fara að skila þessu safni til golfklúbbsins hér á staðnum,” segir Auður og hlær.
“En hann er ekki að taka af slegnum svæðum, hann er að taka það sem er fyrir utan, það sem fólk er að týna. Mér finnst það flott hjá honum og vel gert,” bætir Auður við.
En eru það bara golfkúlur, eða er eitthvað annað, sem hann tekur?
“Nei, það eru bara golfkúlur, það er bara hans aðaláhugamál, hann hefur engan áhuga á fuglum, þrátt fyrir að vera fuglahundur,” segir Auður.
Og Kjói er oft með tvær kúlur í kjaftinum í einu. Auður segist oft vera hrædd um að hann kyngi kúlunum en það hefur ekki enn gerst og gerist vonandi ekki.
Og þú ætlar að halda áfram að þjálfa hunda? Já, já, ég er ekkert hætt,” segir Auður hundaþjálfari á Ísafirði.
Facebook síða Auðar hundaþjálfara
