Tesla Semi kominn í framleiðslu og Pepsi efst á lista Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 8. október 2022 07:02 Tesla Semi í Pepsi-útliti. Fimm árum eftir að Tesla kynnti rafflutningabílinn sinn er hann kominn í framleiðslu og væntanlegur til viðskiptavina. Pepsi fær fyrstu bílana ef marka má tíst frá Elon Musk, framkvæmdastjóra Tesla. Semi er orð sem notað er fyrir bíla í þessum flokki í Bandaríkjunum en virðist einnig vera tegundarheiti bílsins. Tesla Semi, er fyrsti nýja undirtegundin í vöruframboði Tesla í þónokkurn tíma og verður það væntanlega um þónokkurn tíma. Það virðist enn langt í að afhendingar á Cybertruck hefjist. Excited to announce start of production of Tesla Semi Truck with deliveries to @Pepsi on Dec 1st! pic.twitter.com/gq0l73iGRW— Elon Musk (@elonmusk) October 6, 2022 Upphaflega átti Semi að koma á markað árið 2019 en ýmislegt kom í veg fyrir það. Einna helst var það breytt áhersla fyrirtækisins og þá sérstaklega meiri fókus á fólksbíla sem tafði Semi. Síðan seint á árinu 2019 hefur Semi verið frestað árlega. Nú virðist Pepsi eiga von á bílum 1. desember. Auk Pepsi eru Walmart og Anheuser-Bush að bíða eftir Semi. Í janúar sagði Musk að Tesla myndi ekki kynna neina nýja bíla í ár vegna skorts á íhlutum. Hann breytti snarlega um stefnu þegar Bandaríkjaþing hafði samþykkt aðgerðarpakka gegn verðbólgu sem gerði kaupendum á Semi kleift að fá allt að 40.000 dollara skattaívilnun, sem samsvarar um 5,7 milljónum króna. Hann tísti 10. ágúst að Tesla myndi byrja að afhenda Semi með um 800 km drægni á árinu. Vistvænir bílar Bílar Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Málið er fast“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent
Semi er orð sem notað er fyrir bíla í þessum flokki í Bandaríkjunum en virðist einnig vera tegundarheiti bílsins. Tesla Semi, er fyrsti nýja undirtegundin í vöruframboði Tesla í þónokkurn tíma og verður það væntanlega um þónokkurn tíma. Það virðist enn langt í að afhendingar á Cybertruck hefjist. Excited to announce start of production of Tesla Semi Truck with deliveries to @Pepsi on Dec 1st! pic.twitter.com/gq0l73iGRW— Elon Musk (@elonmusk) October 6, 2022 Upphaflega átti Semi að koma á markað árið 2019 en ýmislegt kom í veg fyrir það. Einna helst var það breytt áhersla fyrirtækisins og þá sérstaklega meiri fókus á fólksbíla sem tafði Semi. Síðan seint á árinu 2019 hefur Semi verið frestað árlega. Nú virðist Pepsi eiga von á bílum 1. desember. Auk Pepsi eru Walmart og Anheuser-Bush að bíða eftir Semi. Í janúar sagði Musk að Tesla myndi ekki kynna neina nýja bíla í ár vegna skorts á íhlutum. Hann breytti snarlega um stefnu þegar Bandaríkjaþing hafði samþykkt aðgerðarpakka gegn verðbólgu sem gerði kaupendum á Semi kleift að fá allt að 40.000 dollara skattaívilnun, sem samsvarar um 5,7 milljónum króna. Hann tísti 10. ágúst að Tesla myndi byrja að afhenda Semi með um 800 km drægni á árinu.
Vistvænir bílar Bílar Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Málið er fast“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent