„Gjörningur einhvers níðings og mannleysu“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 8. október 2022 15:17 Eigandi Ýmis frá Bakka segist skelfdur eftir að hafa komið að hesti sínum með ör um 15 sentimetra inn í læri sínu. Mildi þykir að ekki fór verr en Ýmir er nú á batavegi. Arnar Kjærnested Ör var skotið um 15 sentimetra inn í læri hests frá Tjarnabyggð skammt frá Selfossi. Eigendum er verulega brugðið og segja þetta vekja óöryggi á heimilinu. Búið er að kæra atvikið til lögreglu. „Það er skrýtið að gera dýri svona, þetta hefur verið einhver hálfviti. Maður skilur bara ekkert hvað vakir fyrir fólki sem gerir svona lagað,“ segir Arnar Kjærnested eigandi 24 vetra Ýmis frá Bakka í samtali við fréttastofu. Hann segir Ými vera mikinn öðling og órjúfanlegan hluta fjölskyldunnar á Tjarnabyggð. Arnar birti myndir af Ými með ör í lærinu á Facebook. Arnar segir það heppni að örin hafi ekki skaddað líffæri hestsins.Arnar Kjærnested Hann segir ljóst að örinni hafi verið skotið af miklu afli og af skömmu færi. Mildi þykir að ekki fór verr en Ýmir er nú á batavegi. „Það er heppni að þetta fari í læri á honum en ekki magann eða önnur líffæri. Þannig við erum akklát því en auðvitað bara í miklu sjokki að þetta skuli gerast hér,“ segir Arnar en segist ekki hafa hugmynd um hvað geti hafa vakið fyrir geranda að slíku ódæðisverki. Dýralæknir var kallaður til og atvikið umsvifalaust kært til lögreglu. „Það var gert að honum hér í gær og hann fengið meðöl. Eins og ég segi hefði þetta ekki getað farið mikið betur. Við erum hérna fjölskylda og maður fer í alls konar rugl-getgátur líka. Maður verður fyrst hissa, svo vondur en maður verður auðvitað skefldur líka. Að vita til þess að það sé einhver hér á ferð með ör og boga, maður hélt hreinlega að þetta gerist ekki á þessum slóðum.“ Örin.Arnar Kjærnested Nokkuð hefur verið um fréttir af dýraníð í tengslum við hross síðustu misseri. Greint var frá illri meðferð á hrossum í nágrenni Borgarness í byrjun september, hér að neðan má sjá frétt Stöðvar 2: Árborg Hestar Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Áfall þegar hún sá myndir af hryssunum sínum í fjölmiðlum Fyrrverandi eigandi þriggja hrossa úr stóði, sem sagt er hafa sætt illri meðferð núverandi eigenda, segir það hafa verið gríðarlegt áfall að sjá myndir af hrossunum í fjölmiðlum í gær. Hún leitar nú leiða til að fá hrossin aftur til sín. 1. september 2022 21:00 Óttast um öryggi sitt á Skrauthólum og vita aldrei hvað gerist næst Hjónin á Skrauthólum eru komin með nóg af nöktum nágrönnum, níðstöngum og fólki á ofskynjunarlyfjum í bakgarðinum hjá sér. Þau búa nokkrum metrum frá Sólsetrinu, andlegu setri á landi Skrauthóla, og segjast hafa reynt allt til að ná eyrum forstöðukonunnar þar, sveitarstjórnarfólks og yfirvalda, án árangurs. Þau óttast um öryggi sitt, barna sinna og dýra. 23. maí 2022 08:00 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
„Það er skrýtið að gera dýri svona, þetta hefur verið einhver hálfviti. Maður skilur bara ekkert hvað vakir fyrir fólki sem gerir svona lagað,“ segir Arnar Kjærnested eigandi 24 vetra Ýmis frá Bakka í samtali við fréttastofu. Hann segir Ými vera mikinn öðling og órjúfanlegan hluta fjölskyldunnar á Tjarnabyggð. Arnar birti myndir af Ými með ör í lærinu á Facebook. Arnar segir það heppni að örin hafi ekki skaddað líffæri hestsins.Arnar Kjærnested Hann segir ljóst að örinni hafi verið skotið af miklu afli og af skömmu færi. Mildi þykir að ekki fór verr en Ýmir er nú á batavegi. „Það er heppni að þetta fari í læri á honum en ekki magann eða önnur líffæri. Þannig við erum akklát því en auðvitað bara í miklu sjokki að þetta skuli gerast hér,“ segir Arnar en segist ekki hafa hugmynd um hvað geti hafa vakið fyrir geranda að slíku ódæðisverki. Dýralæknir var kallaður til og atvikið umsvifalaust kært til lögreglu. „Það var gert að honum hér í gær og hann fengið meðöl. Eins og ég segi hefði þetta ekki getað farið mikið betur. Við erum hérna fjölskylda og maður fer í alls konar rugl-getgátur líka. Maður verður fyrst hissa, svo vondur en maður verður auðvitað skefldur líka. Að vita til þess að það sé einhver hér á ferð með ör og boga, maður hélt hreinlega að þetta gerist ekki á þessum slóðum.“ Örin.Arnar Kjærnested Nokkuð hefur verið um fréttir af dýraníð í tengslum við hross síðustu misseri. Greint var frá illri meðferð á hrossum í nágrenni Borgarness í byrjun september, hér að neðan má sjá frétt Stöðvar 2:
Árborg Hestar Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Áfall þegar hún sá myndir af hryssunum sínum í fjölmiðlum Fyrrverandi eigandi þriggja hrossa úr stóði, sem sagt er hafa sætt illri meðferð núverandi eigenda, segir það hafa verið gríðarlegt áfall að sjá myndir af hrossunum í fjölmiðlum í gær. Hún leitar nú leiða til að fá hrossin aftur til sín. 1. september 2022 21:00 Óttast um öryggi sitt á Skrauthólum og vita aldrei hvað gerist næst Hjónin á Skrauthólum eru komin með nóg af nöktum nágrönnum, níðstöngum og fólki á ofskynjunarlyfjum í bakgarðinum hjá sér. Þau búa nokkrum metrum frá Sólsetrinu, andlegu setri á landi Skrauthóla, og segjast hafa reynt allt til að ná eyrum forstöðukonunnar þar, sveitarstjórnarfólks og yfirvalda, án árangurs. Þau óttast um öryggi sitt, barna sinna og dýra. 23. maí 2022 08:00 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Áfall þegar hún sá myndir af hryssunum sínum í fjölmiðlum Fyrrverandi eigandi þriggja hrossa úr stóði, sem sagt er hafa sætt illri meðferð núverandi eigenda, segir það hafa verið gríðarlegt áfall að sjá myndir af hrossunum í fjölmiðlum í gær. Hún leitar nú leiða til að fá hrossin aftur til sín. 1. september 2022 21:00
Óttast um öryggi sitt á Skrauthólum og vita aldrei hvað gerist næst Hjónin á Skrauthólum eru komin með nóg af nöktum nágrönnum, níðstöngum og fólki á ofskynjunarlyfjum í bakgarðinum hjá sér. Þau búa nokkrum metrum frá Sólsetrinu, andlegu setri á landi Skrauthóla, og segjast hafa reynt allt til að ná eyrum forstöðukonunnar þar, sveitarstjórnarfólks og yfirvalda, án árangurs. Þau óttast um öryggi sitt, barna sinna og dýra. 23. maí 2022 08:00