Brennuvargar beðnir um að finna sér annað áhugamál Bjarki Sigurðsson skrifar 10. október 2022 12:14 IKEA-geitina má flokka sem einn boðbera íslenskra jóla. Vísir/Vilhelm IKEA-geitin er upprisin líkt og ár hvert þegar líða fer að jólum. Allir eru hvattir til að berja geitina augum en þeir sem vilja hana feiga mega helst finna sér annað að gera að sögn fjölmiðlafulltrúa IKEA á Íslandi. Hægt var að fylgjast með í beinni útsendingu hér á Vísi þegar boðberi jóla, IKEA-geitin, var reist. Að reisa hana tók tæpa tvo klukkutíma en að sögn Guðnýjar Camillu Aradóttur, fjölmiðlafulltrúa IKEA á Íslandi, gekk þetta eins og í sögu. „Mennirnir eru enn þá úti, hún er nýkomin upp. Þeir eru að festa hana. Mér sýnist þetta allt hafa gengið og verið til fyrirmyndar,“ segir Guðný í samtali við fréttastofu. Guðný Camilla Aradóttir er fjölmiðlafulltrúi IKEA á Íslandi.Stöð 2 Geitin hefur nokkrum sinnum í gegnum árin orðið fórnarlamb íslensks veðurs og íslenskra brennuvarga. Guðný vonar innilega að geitin fái að standa í friði í ár svo allir fái að njóta hennar fram að jólum. „Það væri ofboðslega vel þegið ef fólk myndi finna sér eitthvað annað til dundurs. Okkur þykir mjög vænt um hana eins og svo mörgum öðrum. Við finnum það á áhuganum sem hún fær. Þetta er dýrt og hættulegt spaug,“ segir Guðný. Sem áður verður gæsla á svæðinu þar sem geitin stendur sem passar að engum takist að brenna hana. Hér fyrir neðan má sjá þegar kveikt var í geitinni árið 2016. IKEA Jól Garðabær Tengdar fréttir Bein útsending: IKEA geitin rís í Kauptúni Þegar 75 dagar eru til jóla má víða sjá merki þess að helstu jólabörn landsins séu komin í gírinn. Þannig má á einstaka húsum sjá jólaseríur og í Garðabær mætir kunnuglegur gestur á svæðið. 10. október 2022 09:16 Jólahafurinn í Gävle varð eldi að bráð í nótt Jólageitin í sænska bænum Gävle brann til ösku í nótt. Karlmaður upp úr fertugu hefur verið handtekinn grunaður um verknaðinn. 17. desember 2021 08:51 Brennuvargurinn taldi að IKEA ætti að greiða sér fyrir auglýsinguna Tvær konur og einn karlmaður, sem öll eru á þrítugsaldri, hafa verið dæmd til að greiða hvert um sig 150 þúsund krónur fyrir að hafa kveikt í IKEA-geitinni í nóvember síðastliðnum. 14. júní 2017 15:30 Sjáðu IKEA-geitina loga Brennuvargarnir verða kærðir og krafðir bóta. 14. nóvember 2016 09:21 Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Hægt var að fylgjast með í beinni útsendingu hér á Vísi þegar boðberi jóla, IKEA-geitin, var reist. Að reisa hana tók tæpa tvo klukkutíma en að sögn Guðnýjar Camillu Aradóttur, fjölmiðlafulltrúa IKEA á Íslandi, gekk þetta eins og í sögu. „Mennirnir eru enn þá úti, hún er nýkomin upp. Þeir eru að festa hana. Mér sýnist þetta allt hafa gengið og verið til fyrirmyndar,“ segir Guðný í samtali við fréttastofu. Guðný Camilla Aradóttir er fjölmiðlafulltrúi IKEA á Íslandi.Stöð 2 Geitin hefur nokkrum sinnum í gegnum árin orðið fórnarlamb íslensks veðurs og íslenskra brennuvarga. Guðný vonar innilega að geitin fái að standa í friði í ár svo allir fái að njóta hennar fram að jólum. „Það væri ofboðslega vel þegið ef fólk myndi finna sér eitthvað annað til dundurs. Okkur þykir mjög vænt um hana eins og svo mörgum öðrum. Við finnum það á áhuganum sem hún fær. Þetta er dýrt og hættulegt spaug,“ segir Guðný. Sem áður verður gæsla á svæðinu þar sem geitin stendur sem passar að engum takist að brenna hana. Hér fyrir neðan má sjá þegar kveikt var í geitinni árið 2016.
IKEA Jól Garðabær Tengdar fréttir Bein útsending: IKEA geitin rís í Kauptúni Þegar 75 dagar eru til jóla má víða sjá merki þess að helstu jólabörn landsins séu komin í gírinn. Þannig má á einstaka húsum sjá jólaseríur og í Garðabær mætir kunnuglegur gestur á svæðið. 10. október 2022 09:16 Jólahafurinn í Gävle varð eldi að bráð í nótt Jólageitin í sænska bænum Gävle brann til ösku í nótt. Karlmaður upp úr fertugu hefur verið handtekinn grunaður um verknaðinn. 17. desember 2021 08:51 Brennuvargurinn taldi að IKEA ætti að greiða sér fyrir auglýsinguna Tvær konur og einn karlmaður, sem öll eru á þrítugsaldri, hafa verið dæmd til að greiða hvert um sig 150 þúsund krónur fyrir að hafa kveikt í IKEA-geitinni í nóvember síðastliðnum. 14. júní 2017 15:30 Sjáðu IKEA-geitina loga Brennuvargarnir verða kærðir og krafðir bóta. 14. nóvember 2016 09:21 Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Bein útsending: IKEA geitin rís í Kauptúni Þegar 75 dagar eru til jóla má víða sjá merki þess að helstu jólabörn landsins séu komin í gírinn. Þannig má á einstaka húsum sjá jólaseríur og í Garðabær mætir kunnuglegur gestur á svæðið. 10. október 2022 09:16
Jólahafurinn í Gävle varð eldi að bráð í nótt Jólageitin í sænska bænum Gävle brann til ösku í nótt. Karlmaður upp úr fertugu hefur verið handtekinn grunaður um verknaðinn. 17. desember 2021 08:51
Brennuvargurinn taldi að IKEA ætti að greiða sér fyrir auglýsinguna Tvær konur og einn karlmaður, sem öll eru á þrítugsaldri, hafa verið dæmd til að greiða hvert um sig 150 þúsund krónur fyrir að hafa kveikt í IKEA-geitinni í nóvember síðastliðnum. 14. júní 2017 15:30