Siggi Hlö kenndi Valla að vera drullusama um hvað öðrum finnst Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 13. október 2022 13:30 „Ef ég hefði áhyggjur af því hvað öðrum finnst, þá væri ég ekki búinn að gera neitt af því sem ég er búinn að gera,“ segir athafnamaðurinn Valli Sport. Vísir/Vilhelm „Ég er jákvæður og opinn. Ég er óhræddur við að reyna hluti sem ég hef ekki gert áður og mér er drullusama hvað öðrum finnst,“ segir Valgeir Magnússon, betur þekktur sem Valli Sport. Valli er fjölhæfur afhafnamaður sem hefur komið víða við; í fjölmiðlum, auglýsingabransanum, tónlistarbransanum og viðskiptalífinu svo fátt eitt sé nefnt. „Ef ég hefði áhyggjur af því hvað öðrum finnst, þá væri ég ekki búinn að gera neitt af því sem ég er búinn að gera. Ég væri bara að gera eitt, af því ég er ógeðslega góður í því, og það er að gera auglýsingar,“ segir Valli sem var gestur í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Jákastið. Ákvað að breyta um stíl Valli segist þó ekki alltaf hafa verið ófeiminn og sama um álit annarra. Hann hafi verið mikill „sprelligosi“ sem barn, en þegar á unglingsárin var komið hafi hann skriðið inn í skel. Þegar kom að því að Valli skyldi hefja skólagöngu í Verzlunarskóla Íslands varð ákveðinn vendipunktur í hans lífi. „Ég ákvað bara algjörlega að breyta um stíl. Ég ætlaði að verða extróvert og ég bara þvingaði mig þangað. Ég tók bara ákvörðun um það,“ segir Valli sem stóð við þá ákvörðun og náði góðum tökum á félagslegri færni. Það tók hann þó nokkur ár til viðbótar að hætta að láta álit annarra hafa áhrif á sig. Það var enginn annar en Siggi Hlö sem kenndi honum þá list þegar þeir hófu störf saman á Bylgjunni. „Mér fannst hann hallærislegasti maður á Íslandi á þeim tíma. En hann einhvern veginn kennir mér mjög fljótt að það er ekkert eins hallærislegt og það að hafa áhyggjur af því að vera hallærislegur. Það er alveg rosalega góður sannleikur.“ Refsing ekki gagnleg fyrir alla Í þættinum ræðir Valli um son sinn sem glímir við fíknisjúkdóm og hefur rekið sig á oftar en einu sinni í gegnum ævina. „Ég var alltaf að reyna finna einhverjar leiðir til þess að reyna stýra honum inn á aðrar brautir, en þá var ég í rauninni alltaf að ýta honum lengra inn á brautina sem hann var á.“ Valli bendir á það að einstaklingar séu ólíkir. Samfélagslegt kerfi okkar, þar sem einstaklingum er ýmist refsað eða umbunað í takt við hegðun, henti alls ekki öllum. „Sumir upplifa þetta sem persónulegar árásir og fara bara lengra og lengra inn í sig. Síðan heldur þetta áfram. Þessu fólki líður illa og byrjar að neyta áfengis eða einhvers meira og endar á að skarast á við lögin og endar í fangelsi,“ segir Valli sem bendir á að finna þurfi nýjar leiðir til þess að hjálpa fólki. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Valla Sport í heild sinni. Jákastið Tengdar fréttir Björgvin Franz í Chicago: „Þetta er eitthvað sem velur þig“ Leikarinn Björgvin Franz Gíslason leikur lögfræðinginn Billy Flynn í söngleiknum Chicago sem Leikfélag Akureyrar frumsýnir í Samkomuhúsinu í janúar 2023. Björgvin Franz fetar þar með í fótspor Hollywood stjörnunnar Richard Gere sem lék hlutverkið eftirminnilega í kvikmyndinni sem kom út árið 2002. 5. september 2022 11:37 Gekk hræðilega í keppninni en fékk vinnu á Broadway „Mér finnst ég bara vera stelpan frá Húsavík sem lenti í hringiðju tónlistarinnar í höfuðborginni. Þessi tilfinning fer ekkert frá mér.“ 30. ágúst 2022 14:30 Mest lesið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Fleiri fréttir Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Sjá meira
Valli er fjölhæfur afhafnamaður sem hefur komið víða við; í fjölmiðlum, auglýsingabransanum, tónlistarbransanum og viðskiptalífinu svo fátt eitt sé nefnt. „Ef ég hefði áhyggjur af því hvað öðrum finnst, þá væri ég ekki búinn að gera neitt af því sem ég er búinn að gera. Ég væri bara að gera eitt, af því ég er ógeðslega góður í því, og það er að gera auglýsingar,“ segir Valli sem var gestur í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Jákastið. Ákvað að breyta um stíl Valli segist þó ekki alltaf hafa verið ófeiminn og sama um álit annarra. Hann hafi verið mikill „sprelligosi“ sem barn, en þegar á unglingsárin var komið hafi hann skriðið inn í skel. Þegar kom að því að Valli skyldi hefja skólagöngu í Verzlunarskóla Íslands varð ákveðinn vendipunktur í hans lífi. „Ég ákvað bara algjörlega að breyta um stíl. Ég ætlaði að verða extróvert og ég bara þvingaði mig þangað. Ég tók bara ákvörðun um það,“ segir Valli sem stóð við þá ákvörðun og náði góðum tökum á félagslegri færni. Það tók hann þó nokkur ár til viðbótar að hætta að láta álit annarra hafa áhrif á sig. Það var enginn annar en Siggi Hlö sem kenndi honum þá list þegar þeir hófu störf saman á Bylgjunni. „Mér fannst hann hallærislegasti maður á Íslandi á þeim tíma. En hann einhvern veginn kennir mér mjög fljótt að það er ekkert eins hallærislegt og það að hafa áhyggjur af því að vera hallærislegur. Það er alveg rosalega góður sannleikur.“ Refsing ekki gagnleg fyrir alla Í þættinum ræðir Valli um son sinn sem glímir við fíknisjúkdóm og hefur rekið sig á oftar en einu sinni í gegnum ævina. „Ég var alltaf að reyna finna einhverjar leiðir til þess að reyna stýra honum inn á aðrar brautir, en þá var ég í rauninni alltaf að ýta honum lengra inn á brautina sem hann var á.“ Valli bendir á það að einstaklingar séu ólíkir. Samfélagslegt kerfi okkar, þar sem einstaklingum er ýmist refsað eða umbunað í takt við hegðun, henti alls ekki öllum. „Sumir upplifa þetta sem persónulegar árásir og fara bara lengra og lengra inn í sig. Síðan heldur þetta áfram. Þessu fólki líður illa og byrjar að neyta áfengis eða einhvers meira og endar á að skarast á við lögin og endar í fangelsi,“ segir Valli sem bendir á að finna þurfi nýjar leiðir til þess að hjálpa fólki. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Valla Sport í heild sinni.
Jákastið Tengdar fréttir Björgvin Franz í Chicago: „Þetta er eitthvað sem velur þig“ Leikarinn Björgvin Franz Gíslason leikur lögfræðinginn Billy Flynn í söngleiknum Chicago sem Leikfélag Akureyrar frumsýnir í Samkomuhúsinu í janúar 2023. Björgvin Franz fetar þar með í fótspor Hollywood stjörnunnar Richard Gere sem lék hlutverkið eftirminnilega í kvikmyndinni sem kom út árið 2002. 5. september 2022 11:37 Gekk hræðilega í keppninni en fékk vinnu á Broadway „Mér finnst ég bara vera stelpan frá Húsavík sem lenti í hringiðju tónlistarinnar í höfuðborginni. Þessi tilfinning fer ekkert frá mér.“ 30. ágúst 2022 14:30 Mest lesið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Fleiri fréttir Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Sjá meira
Björgvin Franz í Chicago: „Þetta er eitthvað sem velur þig“ Leikarinn Björgvin Franz Gíslason leikur lögfræðinginn Billy Flynn í söngleiknum Chicago sem Leikfélag Akureyrar frumsýnir í Samkomuhúsinu í janúar 2023. Björgvin Franz fetar þar með í fótspor Hollywood stjörnunnar Richard Gere sem lék hlutverkið eftirminnilega í kvikmyndinni sem kom út árið 2002. 5. september 2022 11:37
Gekk hræðilega í keppninni en fékk vinnu á Broadway „Mér finnst ég bara vera stelpan frá Húsavík sem lenti í hringiðju tónlistarinnar í höfuðborginni. Þessi tilfinning fer ekkert frá mér.“ 30. ágúst 2022 14:30