Lífið

Einhver verstu veður sem gerast á Íslandi

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Fyrsti þáttur nýrrar þáttaraðar af RAX Augnablik fjallar um storm undir Eyjafjöllum.
Fyrsti þáttur nýrrar þáttaraðar af RAX Augnablik fjallar um storm undir Eyjafjöllum. RAX

„Lífið gerist ekki bara í sól,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, sem veit fátt skemmtilegra en að mynda í vondu veðri.

Árið 1993 stefndi djúp lægð að landinu. Veðrið yrði verst undir Eyjafjöllum og RAX hélt rakleiðis þangað til þess að mynda veðurhaminn ásamt Þorkel Þorkelssyni samstarfsmanni sínum, þvert á tilmæli yfirmanns. 

„Það var spáð fárviðri.“

RAX og Þorkell keyrðu um í vonda veðrinu og mynduðu sveitirnar.

„Þá var veðrið orðið svo brjálað að við fukum, tókumst á loft og fukum út í skurð.“

Þeir komust ekki aftur upp úr skurðinum og þurftu því að vera þar í margar klukkustundir. Það skóf mikið inn í bílinn og ákvað Þorkell að fara út til þess að reyna að loka bílhurðinni betur og þétta.

„Keli gefur mér merki og ég opna hurðina og svo bara hverfur Keli, hann bara fauk.“

RAX Augnablik eru örþættir og sagan Stormur undir Eyjafjöllum er rúmar fimm mínútur að lengd.

Klippa: RAX Augnablik - Stormur undir Eyjafjöllum

Í þáttunum RAX Augnablik segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2+. 

Hægt er að sjá alla þættina hér á Vísi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×