Taminn forystuhrútur í Skagafirði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. október 2022 21:30 Eysteinn, Fróði og Móri eru mikli vinir. Magnús Hlynur Hreiðarsson Forystuhrúturinn Móri í Skagafirði þykir einstaklega fær þegar kemur að því að hlaupa samhliða hesti í bandi með bjölluna sína. Bóndinn á bænum, sem hefur tamið Móra notar hann mikið þegar hann er að smala því kindurnar laðast að Móra og síðan hleypur hann með þær heim á bæ. Hér erum við að tala um Eystein Steingrímsson, sauðfjárbónda, sem hefur verið duglegur að rækta forystufé á bænum Laufhóli í Skagafirði. Nú er hann með magnaðan sex vetra forystuhrút, sem heitir Móri en hann elskar að hlaupa þegar Eysteinn fer í reiðtúr eða að smala á hestinum Fróða. Móri er þá í bandi og hann er líka með bjöllu eins og alvöru forystuhrútur. „Þessar smalamennskur eru að verða dálítið erfiðar vegna fámennis og þá þurfum við nota allt, sem mögulegt er og þá er eitt með forystuféð, að hafa tamið forystufé og láta það hjálpa sér að koma kindunum til byggða,“ segir Eysteinn. Þannig að hrúturinn lokkar kindurnar til sín? „Já, og fer svo á undan og rétta leið.“ Eysteinn hefur ræktað töluvert af forystufé á Laufhóli með góðum árangri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eysteinn, segir að það hafi gengið ótrúlega vel að temja Móra og að hann elski að hlaupa með þeim Fróða og að hann geti í rauninni hlaupið endalaust. „Þegar hann var bara lamb um haustið þegar það var búið að ákveða að setja hann á þá byrja ég á því að fara að setja á hann spotta og láta hann hlíða mér og koma með mér. Svo er líka að gæla hann að sér með fóðurbæti og reyna að gera hann að vini mínum, það er lykilatriði,“ segir Eysteinn. En hvernig karakter er Móri? „Það er mikið skap í honum, honum er ekki alveg sama um allt og lætur mann alveg vita af því ef honum mislíkar eitthvað.“ Eysteinn segir að vináttan á milli hans og Fróða, svo ekki sé minnst á Móra sé einstök, allir treysti öllum og hafa gaman af verkefninu að vera úti saman og njóta þess að vera til. En hvað segir fólkið í sveitinni þegar það sér þríeykið á ferð? „Ætli það hlægi ekki bara ofan í koddann og hugsi hversu vitlaus hann geti verið að detta þetta í hug að vera að temja hrút. Sjálfur hef ég mjög gaman af þessu, það verð ég að viðurkenna,” segir Eysteinn og glottir við tönn. Móri, Fróði og Eysteinn vekja alls staðar mikla athygli þar sem þeir fara um.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skagafjörður Landbúnaður Dýr Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Hér erum við að tala um Eystein Steingrímsson, sauðfjárbónda, sem hefur verið duglegur að rækta forystufé á bænum Laufhóli í Skagafirði. Nú er hann með magnaðan sex vetra forystuhrút, sem heitir Móri en hann elskar að hlaupa þegar Eysteinn fer í reiðtúr eða að smala á hestinum Fróða. Móri er þá í bandi og hann er líka með bjöllu eins og alvöru forystuhrútur. „Þessar smalamennskur eru að verða dálítið erfiðar vegna fámennis og þá þurfum við nota allt, sem mögulegt er og þá er eitt með forystuféð, að hafa tamið forystufé og láta það hjálpa sér að koma kindunum til byggða,“ segir Eysteinn. Þannig að hrúturinn lokkar kindurnar til sín? „Já, og fer svo á undan og rétta leið.“ Eysteinn hefur ræktað töluvert af forystufé á Laufhóli með góðum árangri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eysteinn, segir að það hafi gengið ótrúlega vel að temja Móra og að hann elski að hlaupa með þeim Fróða og að hann geti í rauninni hlaupið endalaust. „Þegar hann var bara lamb um haustið þegar það var búið að ákveða að setja hann á þá byrja ég á því að fara að setja á hann spotta og láta hann hlíða mér og koma með mér. Svo er líka að gæla hann að sér með fóðurbæti og reyna að gera hann að vini mínum, það er lykilatriði,“ segir Eysteinn. En hvernig karakter er Móri? „Það er mikið skap í honum, honum er ekki alveg sama um allt og lætur mann alveg vita af því ef honum mislíkar eitthvað.“ Eysteinn segir að vináttan á milli hans og Fróða, svo ekki sé minnst á Móra sé einstök, allir treysti öllum og hafa gaman af verkefninu að vera úti saman og njóta þess að vera til. En hvað segir fólkið í sveitinni þegar það sér þríeykið á ferð? „Ætli það hlægi ekki bara ofan í koddann og hugsi hversu vitlaus hann geti verið að detta þetta í hug að vera að temja hrút. Sjálfur hef ég mjög gaman af þessu, það verð ég að viðurkenna,” segir Eysteinn og glottir við tönn. Móri, Fróði og Eysteinn vekja alls staðar mikla athygli þar sem þeir fara um.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Skagafjörður Landbúnaður Dýr Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira