Finnsku forsetahjónin til Íslands í vikunni Atli Ísleifsson skrifar 18. október 2022 07:32 Sauli Niinistö hefur gegnt embætti forseta Finnlands frá árinu 2012. Getty Sauli Niinistö Finnlandsforseti og Jenni Haukio forsetafrú koma í ríkisheimsókn til Íslands í vikunni ásamt fylgdarliði. Heimsóknin stendur yfir dagana 19. til 20. október en gestirnir halda af landi brott föstudag. Á fimmtudag munu finnsku forsetahjónin meðal annars heimsækja ísgöngin á Langjökli, Húsafell og Þingvelli. Greint er frá heimsókninni í tilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands, en heimsóknin hefst með formlegri móttökuathöfn á Bessastöðum í fyrramálið. Forsetarnir munu að athöfninni lokinni eiga fund og ræða svo við fulltrúa fjölmiðla. „Þessu næst halda gestirnir í Alþingi og funda þar með Birgi Ármannssyni, forseta Alþingis, og varaforsetum. Að því loknu býður Katrín Jakobsdóttir gestunum og fleirum til hádegisverðar í Ráðherrabústaðnum. Eftir hádegi verður opinn málfundur, Nordic Cooperation in Testing Times, í Veröld, húsi Vigdísar Finnbogadóttur, þar sem forseti Finnlands og forseti Íslands fjalla um norræna samvinnu á átakatímum. Að loknum umræðum forsetanna fara fram pallborðsumræður þar sem ráðherrar Norðurlandamála í ríkisstjórnum Íslands og Finnlands og fræðimenn við Háskóla Íslands ræða málefnið. Viðburðurinn er opinn almenningi á meðan húsrúm leyfir. Sama gildir um opið bókmenntasamtal með forsetafrúm Íslands og Finnlands í Norræna húsinu kl. 10:20. Fundurinn ber yfirskriftina Shifting Perspectives – Literature and National Identities. Þar ræða þær Eliza Reid og Jenni Haukio, sem báðar hafa lagt fyrir sig ritstörf, við Eirík Örn Norðdahl rithöfund og Gerði Kristnýju Guðjónsdóttur skáld um íslenskan og finnskan bókmenntaarf og hvernig hann mótar sjálfsmynd þjóðanna. Á báðum þessum fundum verður töluð enska. Um kvöldið er gestunum boðið til hátíðarkvöldverðar á Bessastöðum ásamt fulltrúum íslenskra stjórnvalda, fulltrúum úr viðskipta- og menningarlífi og aðilum sem tengjast samstarfi landanna. Á fimmtudaginn fara íslensku forsetahjónin með finnsku sendinefndinni á Vesturland. Farið verður í ísgöngin á Langjökli og forsetahjónum Finnlands gefið færi á að sjá með eigin augum hvernig jökullinn hefur hopað á undanförnum árum. Þá munu þau njóta þess að skoða hið stórbrotna landslag á Þingvöllum, Kaldadal og í Húsafelli,“ segir í tilkynningunni. Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Finnland Íslandsvinir Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira
Greint er frá heimsókninni í tilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands, en heimsóknin hefst með formlegri móttökuathöfn á Bessastöðum í fyrramálið. Forsetarnir munu að athöfninni lokinni eiga fund og ræða svo við fulltrúa fjölmiðla. „Þessu næst halda gestirnir í Alþingi og funda þar með Birgi Ármannssyni, forseta Alþingis, og varaforsetum. Að því loknu býður Katrín Jakobsdóttir gestunum og fleirum til hádegisverðar í Ráðherrabústaðnum. Eftir hádegi verður opinn málfundur, Nordic Cooperation in Testing Times, í Veröld, húsi Vigdísar Finnbogadóttur, þar sem forseti Finnlands og forseti Íslands fjalla um norræna samvinnu á átakatímum. Að loknum umræðum forsetanna fara fram pallborðsumræður þar sem ráðherrar Norðurlandamála í ríkisstjórnum Íslands og Finnlands og fræðimenn við Háskóla Íslands ræða málefnið. Viðburðurinn er opinn almenningi á meðan húsrúm leyfir. Sama gildir um opið bókmenntasamtal með forsetafrúm Íslands og Finnlands í Norræna húsinu kl. 10:20. Fundurinn ber yfirskriftina Shifting Perspectives – Literature and National Identities. Þar ræða þær Eliza Reid og Jenni Haukio, sem báðar hafa lagt fyrir sig ritstörf, við Eirík Örn Norðdahl rithöfund og Gerði Kristnýju Guðjónsdóttur skáld um íslenskan og finnskan bókmenntaarf og hvernig hann mótar sjálfsmynd þjóðanna. Á báðum þessum fundum verður töluð enska. Um kvöldið er gestunum boðið til hátíðarkvöldverðar á Bessastöðum ásamt fulltrúum íslenskra stjórnvalda, fulltrúum úr viðskipta- og menningarlífi og aðilum sem tengjast samstarfi landanna. Á fimmtudaginn fara íslensku forsetahjónin með finnsku sendinefndinni á Vesturland. Farið verður í ísgöngin á Langjökli og forsetahjónum Finnlands gefið færi á að sjá með eigin augum hvernig jökullinn hefur hopað á undanförnum árum. Þá munu þau njóta þess að skoða hið stórbrotna landslag á Þingvöllum, Kaldadal og í Húsafelli,“ segir í tilkynningunni.
Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Finnland Íslandsvinir Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira