„Allt í einu gat ég ekki meir og bókstaflega lagðist í rúmið“ Stefán Árni Pálsson skrifar 19. október 2022 11:31 Lydía er sjálf sálfræðingur en trúði því ekki að kulnun væri eitthvað sem gæti gerst fyrir hana. Sífellt fleiri finna fyrir kulnun en hvað er kulnun? Hver eru einkennin og hvers vegna upplifa ekki allir slík veikindi? Sindri Sindrason ræddi við sálfræðinginn Lydíu Ósk Ómarsdóttur í Ísland í dag á Stöð 2 í gærkvöldi um kulnun en hún áttaði sig ekki sjálf á því að hún væri brunnin út á sínum tíma. „Ég sem sagt lenti í því, eins og svo margir gera, að algjörlega missa heilsuna út af langvarandi streitu,“ segir Lydía en það gerðist rétt eftir áramótin 2020 en þá var hún í raun búin að vera þreytt í þrjú ár. Hélt að svona ætti lífið að vera „Ég hélt að ég gæti þetta bara samt og svo myndi ég bara einhvern tímann hvíla mig. En svo allt í einu gat ég ekki meir og bókstaflega lagðist í rúmið. Og ég lág í rúminu í marga marga mánuði. Ég vann alltaf og mikið og það var líka bara strax í menntaskóla þá var ég undir svo allt of miklu álagi. Ég var í MR og var í tónlistarskóla og það var allt of mikið að gera hjá mér. Ég sá bara að ég hef alltaf valið mér svona líf, að hafa brjálað að gera og hélt bara að þannig ætti maður að hafa þetta. Samfélagið segir okkur svolítið að þetta eigi að vera svona,“ segir Lydía en hún seinna giftist og eignaðist þrjú börn með stuttu millibili og vildi að sjálfsögðu ekki gefa afslátt þegar kom að metnaði fyrir vinnu. „Ég vildi hafa heimilið mitt hundrað prósent, ég þurfti að líta vel út og fara reglulega í ræktina og hvergi gaf ég afslátt. Svo bara gerist lífið og ég hef farið í gegnum mín áföll. Ég hef aldrei verið barin eða nauðgað en maður fer í gegnum hluti sem maður skilgreinir sem áföll. Til dæmis þegar ég var tuttugu og fimm ára þá bjó ég í húsnæði sem var mikil mygla og þá missti ég alveg heilsuna. Svo veikist dóttir mín, hún hafði fengið ítrekuð höfuðhögg og heilahristinga og í raun bara lífið, eins og við flest öll lendum í. Allt þetta saman var of mikið fyrir kerfið mitt og ég leyfði mér aldrei að slaka á.“ Upplifði mikla skömm Hún segist sjálf hafa haldið að hún væri einhver ofurkona og ómeðvitað var hún með fordóma fyrir öðru fólki sem upplifði kulnun. „Svo þegar ég gat ekki meira lengur þá helltist yfir mig svo mikil skömm. Ég bara trúði þessu ekki að þetta gæti gerst hjá mér, að ég gæti ekki höndlað lífið eins og allir aðrir. Svo líka mikið vonleysi að ég gæti ekki komið mér fram úr rúminu. Ég gat ekki unnið, ég gat ekki hugsað um börnin mín og ég hafði ekkert. Ég lá bara upp í rúmi og gat ekki gert neitt.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Geðheilbrigði Vinnumarkaður Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Sjá meira
Sindri Sindrason ræddi við sálfræðinginn Lydíu Ósk Ómarsdóttur í Ísland í dag á Stöð 2 í gærkvöldi um kulnun en hún áttaði sig ekki sjálf á því að hún væri brunnin út á sínum tíma. „Ég sem sagt lenti í því, eins og svo margir gera, að algjörlega missa heilsuna út af langvarandi streitu,“ segir Lydía en það gerðist rétt eftir áramótin 2020 en þá var hún í raun búin að vera þreytt í þrjú ár. Hélt að svona ætti lífið að vera „Ég hélt að ég gæti þetta bara samt og svo myndi ég bara einhvern tímann hvíla mig. En svo allt í einu gat ég ekki meir og bókstaflega lagðist í rúmið. Og ég lág í rúminu í marga marga mánuði. Ég vann alltaf og mikið og það var líka bara strax í menntaskóla þá var ég undir svo allt of miklu álagi. Ég var í MR og var í tónlistarskóla og það var allt of mikið að gera hjá mér. Ég sá bara að ég hef alltaf valið mér svona líf, að hafa brjálað að gera og hélt bara að þannig ætti maður að hafa þetta. Samfélagið segir okkur svolítið að þetta eigi að vera svona,“ segir Lydía en hún seinna giftist og eignaðist þrjú börn með stuttu millibili og vildi að sjálfsögðu ekki gefa afslátt þegar kom að metnaði fyrir vinnu. „Ég vildi hafa heimilið mitt hundrað prósent, ég þurfti að líta vel út og fara reglulega í ræktina og hvergi gaf ég afslátt. Svo bara gerist lífið og ég hef farið í gegnum mín áföll. Ég hef aldrei verið barin eða nauðgað en maður fer í gegnum hluti sem maður skilgreinir sem áföll. Til dæmis þegar ég var tuttugu og fimm ára þá bjó ég í húsnæði sem var mikil mygla og þá missti ég alveg heilsuna. Svo veikist dóttir mín, hún hafði fengið ítrekuð höfuðhögg og heilahristinga og í raun bara lífið, eins og við flest öll lendum í. Allt þetta saman var of mikið fyrir kerfið mitt og ég leyfði mér aldrei að slaka á.“ Upplifði mikla skömm Hún segist sjálf hafa haldið að hún væri einhver ofurkona og ómeðvitað var hún með fordóma fyrir öðru fólki sem upplifði kulnun. „Svo þegar ég gat ekki meira lengur þá helltist yfir mig svo mikil skömm. Ég bara trúði þessu ekki að þetta gæti gerst hjá mér, að ég gæti ekki höndlað lífið eins og allir aðrir. Svo líka mikið vonleysi að ég gæti ekki komið mér fram úr rúminu. Ég gat ekki unnið, ég gat ekki hugsað um börnin mín og ég hafði ekkert. Ég lá bara upp í rúmi og gat ekki gert neitt.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Geðheilbrigði Vinnumarkaður Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Sjá meira