„Allt í einu gat ég ekki meir og bókstaflega lagðist í rúmið“ Stefán Árni Pálsson skrifar 19. október 2022 11:31 Lydía er sjálf sálfræðingur en trúði því ekki að kulnun væri eitthvað sem gæti gerst fyrir hana. Sífellt fleiri finna fyrir kulnun en hvað er kulnun? Hver eru einkennin og hvers vegna upplifa ekki allir slík veikindi? Sindri Sindrason ræddi við sálfræðinginn Lydíu Ósk Ómarsdóttur í Ísland í dag á Stöð 2 í gærkvöldi um kulnun en hún áttaði sig ekki sjálf á því að hún væri brunnin út á sínum tíma. „Ég sem sagt lenti í því, eins og svo margir gera, að algjörlega missa heilsuna út af langvarandi streitu,“ segir Lydía en það gerðist rétt eftir áramótin 2020 en þá var hún í raun búin að vera þreytt í þrjú ár. Hélt að svona ætti lífið að vera „Ég hélt að ég gæti þetta bara samt og svo myndi ég bara einhvern tímann hvíla mig. En svo allt í einu gat ég ekki meir og bókstaflega lagðist í rúmið. Og ég lág í rúminu í marga marga mánuði. Ég vann alltaf og mikið og það var líka bara strax í menntaskóla þá var ég undir svo allt of miklu álagi. Ég var í MR og var í tónlistarskóla og það var allt of mikið að gera hjá mér. Ég sá bara að ég hef alltaf valið mér svona líf, að hafa brjálað að gera og hélt bara að þannig ætti maður að hafa þetta. Samfélagið segir okkur svolítið að þetta eigi að vera svona,“ segir Lydía en hún seinna giftist og eignaðist þrjú börn með stuttu millibili og vildi að sjálfsögðu ekki gefa afslátt þegar kom að metnaði fyrir vinnu. „Ég vildi hafa heimilið mitt hundrað prósent, ég þurfti að líta vel út og fara reglulega í ræktina og hvergi gaf ég afslátt. Svo bara gerist lífið og ég hef farið í gegnum mín áföll. Ég hef aldrei verið barin eða nauðgað en maður fer í gegnum hluti sem maður skilgreinir sem áföll. Til dæmis þegar ég var tuttugu og fimm ára þá bjó ég í húsnæði sem var mikil mygla og þá missti ég alveg heilsuna. Svo veikist dóttir mín, hún hafði fengið ítrekuð höfuðhögg og heilahristinga og í raun bara lífið, eins og við flest öll lendum í. Allt þetta saman var of mikið fyrir kerfið mitt og ég leyfði mér aldrei að slaka á.“ Upplifði mikla skömm Hún segist sjálf hafa haldið að hún væri einhver ofurkona og ómeðvitað var hún með fordóma fyrir öðru fólki sem upplifði kulnun. „Svo þegar ég gat ekki meira lengur þá helltist yfir mig svo mikil skömm. Ég bara trúði þessu ekki að þetta gæti gerst hjá mér, að ég gæti ekki höndlað lífið eins og allir aðrir. Svo líka mikið vonleysi að ég gæti ekki komið mér fram úr rúminu. Ég gat ekki unnið, ég gat ekki hugsað um börnin mín og ég hafði ekkert. Ég lá bara upp í rúmi og gat ekki gert neitt.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Geðheilbrigði Vinnumarkaður Mest lesið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Fleiri fréttir Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Sjá meira
Sindri Sindrason ræddi við sálfræðinginn Lydíu Ósk Ómarsdóttur í Ísland í dag á Stöð 2 í gærkvöldi um kulnun en hún áttaði sig ekki sjálf á því að hún væri brunnin út á sínum tíma. „Ég sem sagt lenti í því, eins og svo margir gera, að algjörlega missa heilsuna út af langvarandi streitu,“ segir Lydía en það gerðist rétt eftir áramótin 2020 en þá var hún í raun búin að vera þreytt í þrjú ár. Hélt að svona ætti lífið að vera „Ég hélt að ég gæti þetta bara samt og svo myndi ég bara einhvern tímann hvíla mig. En svo allt í einu gat ég ekki meir og bókstaflega lagðist í rúmið. Og ég lág í rúminu í marga marga mánuði. Ég vann alltaf og mikið og það var líka bara strax í menntaskóla þá var ég undir svo allt of miklu álagi. Ég var í MR og var í tónlistarskóla og það var allt of mikið að gera hjá mér. Ég sá bara að ég hef alltaf valið mér svona líf, að hafa brjálað að gera og hélt bara að þannig ætti maður að hafa þetta. Samfélagið segir okkur svolítið að þetta eigi að vera svona,“ segir Lydía en hún seinna giftist og eignaðist þrjú börn með stuttu millibili og vildi að sjálfsögðu ekki gefa afslátt þegar kom að metnaði fyrir vinnu. „Ég vildi hafa heimilið mitt hundrað prósent, ég þurfti að líta vel út og fara reglulega í ræktina og hvergi gaf ég afslátt. Svo bara gerist lífið og ég hef farið í gegnum mín áföll. Ég hef aldrei verið barin eða nauðgað en maður fer í gegnum hluti sem maður skilgreinir sem áföll. Til dæmis þegar ég var tuttugu og fimm ára þá bjó ég í húsnæði sem var mikil mygla og þá missti ég alveg heilsuna. Svo veikist dóttir mín, hún hafði fengið ítrekuð höfuðhögg og heilahristinga og í raun bara lífið, eins og við flest öll lendum í. Allt þetta saman var of mikið fyrir kerfið mitt og ég leyfði mér aldrei að slaka á.“ Upplifði mikla skömm Hún segist sjálf hafa haldið að hún væri einhver ofurkona og ómeðvitað var hún með fordóma fyrir öðru fólki sem upplifði kulnun. „Svo þegar ég gat ekki meira lengur þá helltist yfir mig svo mikil skömm. Ég bara trúði þessu ekki að þetta gæti gerst hjá mér, að ég gæti ekki höndlað lífið eins og allir aðrir. Svo líka mikið vonleysi að ég gæti ekki komið mér fram úr rúminu. Ég gat ekki unnið, ég gat ekki hugsað um börnin mín og ég hafði ekkert. Ég lá bara upp í rúmi og gat ekki gert neitt.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Geðheilbrigði Vinnumarkaður Mest lesið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Fleiri fréttir Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Sjá meira