Parið er trúlofað eftir sex ára samband.Skjáskot/Instagram
Parið Elísabet Metta Ásgeirsdóttir og Ágúst Freyr Hallsson, betur þekktur sem Áki, deildu fréttum af trúlofun sinni í París á Instagram. Saman reka þau staðinn Maikai og hafa verið par í sex ár. Ágúst bað hennar með hring ömmu Elísabetar sem hún hefur haft augastað á frá unga aldri.
„Og ég sagði já,“ skrifaði Elísabet undir mynd af þeim með Eiffel turninn í bakgrunn.
Í færslu á Instagram miðli sínum deildi hún mynd af hringnum. „Hringurinn hennar ömmu sem ég hef verið ástfangin af síðan ég var 4 ára,“ segir hún meðal annars. Hér að neðan má sjá umrædda færslu:
Á skömmum tíma hafa þau Metta og Áki stimplað sig inn í íslenskan veitingabransa með keðjunni Maikai sem hófst sem ástríðuverkefni í eldhúsinu heima. Þau eru þó ekki einungis viðskiptafélagar, heldur eru þau einnig par. Ástarsaga þeirra byrjaði eins og margar nútíma ástarsögur, með „followi“ á Instagram.
Leikarinn Pétur Jóhann Sigfússon og Sigrún Halldórsdóttir giftu sig um helgina við litla athöfn. Grínistinn greindi frá því í Blökastinu fyrir nokkrum vikum að til stæði að hafa brúðkaupið lítið við dræmar undirtektir frá þáttastjórnendum. Parið kynntist árið 2007 eftir að hún sendi honum skilaboð á Myspace.