Telur sig mega sæta ofsóknum af hálfu MAST Jakob Bjarnar skrifar 20. október 2022 10:52 Árni Stefán segir rannsókn MAST á meintum óviðunandi aðstæðum gæludýra hans einhver mesta niðurlæging sem hann hefur nokkru sinni mátt þola. vísir Árni Stefán Árnason lögfræðingur, sem hefur sérhæft sig í dýraverndunarlöggjöf og barist ákaft fyrir velferð dýra, telur borðleggjandi að Matvælastofnun ofsæki sig vegna skoðana sinna og gagnrýni sem hann hefur sett fram á hendur stofnuninni. „Þetta er einhver mesta niðurlæging sem mér hefur mætt og nánast verra tilfinningalega en þegar ég missti besta vin minn, móður mína síðastliðið vor,“ segir Árni Stefán í samtali við Vísi. Aðdragandi máls er að MAST boðaði komu sína á heimili Árna Stefáns með skömmum fyrirvara til að gera úttekt á aðstæðum á heimili hans. Í bréfi dagsettu 13. október sem Einar Örn Thorlacius lögfræðingur skrifar undir er þetta vegna ábendinga um að Árni Stefán haldi gæludýr á heimili sínu í Hafnarfirði og það við óviðunandi ástæður. Tilfellið er hins vegar, að sögn Árna Stefáns, það að utan sjúkraflutningamanna vegna fráfalls móður Árna og dýralæknis hans, hafi ekki nokkur maður maður komið inn á heimili hans í að minnsta kosti ár. Högg sem undan svíður Árni Stefán hefur vakið athygli fyrir einarðan málflutning á undanförnum árum þar sem hann hefur talað ákaft fyrir velferð dýra. Þetta er því högg sem Árni Stefán telur langt undir beltisstað. Hann segir að bréf þetta hafi borist klukkustund eftir að grein eftir hann birtist á Vísi þar sem hann gagnrýnir MAST harðlega og því sé ómögulegt annað en setja þetta tvennt í samhengi. Í grein sinni reiðir Árni Stefán hátt til höggs: Árni Stefán segir samhengið blasa við og hefur nú ritað stjórnsýslukæru sem hann hefur sent til Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra þar sem hann mótmælir erindi MAST sem órökstuddum dylgjum og tilhæfulausri aðgerð byggð á afar vafasömum forsendum; að hann sjálfur sé dýraníðingur?! „Ég vil að Svandís sjái í gegnum þetta taki rök mín til greina og afturkalli eftirlit vegna óviðunandi aðbúnaðar í gæludýrahaldi mínu,“ segir Árni Stefán sem telur að með þessu sé illa vegið að æru sinni. Hann heldur talsvert mikið af dýrum, hann er með tvo Irish Setter hunda, nokkra ketti, litla páfagauka í heilu herbergi auk þess sem hann heldur dúfur. Sem yfirlýstur dýravinur til margra ára er rannsókn MAST á Árna Stefáni nokkuð sem undan svíður. Alvarlegar ásakanir á báða bóga Auk stjórnsýslukærunnar sem Árni Stefán hefur sent Svandísi hefur hann kvartað yfir þessu sem hann telur aðför að sér af hálfu opinberrar stofnunar við Ríkisendurskoðanda. „MAST er hins vegar velkomið á grundvelli almenns dýraeftirlits að koma í heimsókn samkvæmt nánara samkomulagi eins og getur í kærunni þar sem fulltrúar mínir og ég munu leiða MAST í sannleikann um með,“ segir Árni Stefán sem ætlar sér ekki að sitja undir þessu sem hann telur grímulausa aðför stofnunarinnar á hendur sér og misbeitingu opinbers valds. Nokkur af fjölmörgum dýrum Árna Stefáns. Hann svíður illa að vera af hálfu MAST grunaður um að halda dýr við óviðunandi aðstæður. Árni Stefán segir það rétt, um sé að ræða alvarlegar ásakanir af sinni hálfu en þannig líti málið einfaldlega út, að bréf MAST sé til þess fallið að koma höggi á sig vegna gagnrýninnar. Hann segist ekki hafa fengið nein viðbrögð frá MAST vegna málsins. „Það liggur fyrir að stjórnsýslukæran hefur réttaráhrif með þeim hætti að stjórnsýsluákvörðunin er í biðstöðu á meðan matvælaráðherra tekur afstöðu til hennar. Það er samt lágmarks kurteisi að bregðast við erindum aðila af stjórnsýslustofnun sem hefur því hlutverki að gegna að sinna réttindum og skyldum borgaranna.“ Stjórnsýsla Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Blóðmerahald sé versta dýraverndarbrot Íslandssögunnar Árni Stefán Árnason, lögfræðingur og sérfræðingur um dýravernd, segir blóðmerahald hafa verið stundað hér á landi í fjörutíu ár, miklu lengur en almenningur geri sér grein fyrir. Það sé jafnframt alvarlegasta brot á reglum um dýravernd í sögu þjóðarinnar. 12. desember 2021 14:00 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Fleiri fréttir Innflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Sjá meira
„Þetta er einhver mesta niðurlæging sem mér hefur mætt og nánast verra tilfinningalega en þegar ég missti besta vin minn, móður mína síðastliðið vor,“ segir Árni Stefán í samtali við Vísi. Aðdragandi máls er að MAST boðaði komu sína á heimili Árna Stefáns með skömmum fyrirvara til að gera úttekt á aðstæðum á heimili hans. Í bréfi dagsettu 13. október sem Einar Örn Thorlacius lögfræðingur skrifar undir er þetta vegna ábendinga um að Árni Stefán haldi gæludýr á heimili sínu í Hafnarfirði og það við óviðunandi ástæður. Tilfellið er hins vegar, að sögn Árna Stefáns, það að utan sjúkraflutningamanna vegna fráfalls móður Árna og dýralæknis hans, hafi ekki nokkur maður maður komið inn á heimili hans í að minnsta kosti ár. Högg sem undan svíður Árni Stefán hefur vakið athygli fyrir einarðan málflutning á undanförnum árum þar sem hann hefur talað ákaft fyrir velferð dýra. Þetta er því högg sem Árni Stefán telur langt undir beltisstað. Hann segir að bréf þetta hafi borist klukkustund eftir að grein eftir hann birtist á Vísi þar sem hann gagnrýnir MAST harðlega og því sé ómögulegt annað en setja þetta tvennt í samhengi. Í grein sinni reiðir Árni Stefán hátt til höggs: Árni Stefán segir samhengið blasa við og hefur nú ritað stjórnsýslukæru sem hann hefur sent til Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra þar sem hann mótmælir erindi MAST sem órökstuddum dylgjum og tilhæfulausri aðgerð byggð á afar vafasömum forsendum; að hann sjálfur sé dýraníðingur?! „Ég vil að Svandís sjái í gegnum þetta taki rök mín til greina og afturkalli eftirlit vegna óviðunandi aðbúnaðar í gæludýrahaldi mínu,“ segir Árni Stefán sem telur að með þessu sé illa vegið að æru sinni. Hann heldur talsvert mikið af dýrum, hann er með tvo Irish Setter hunda, nokkra ketti, litla páfagauka í heilu herbergi auk þess sem hann heldur dúfur. Sem yfirlýstur dýravinur til margra ára er rannsókn MAST á Árna Stefáni nokkuð sem undan svíður. Alvarlegar ásakanir á báða bóga Auk stjórnsýslukærunnar sem Árni Stefán hefur sent Svandísi hefur hann kvartað yfir þessu sem hann telur aðför að sér af hálfu opinberrar stofnunar við Ríkisendurskoðanda. „MAST er hins vegar velkomið á grundvelli almenns dýraeftirlits að koma í heimsókn samkvæmt nánara samkomulagi eins og getur í kærunni þar sem fulltrúar mínir og ég munu leiða MAST í sannleikann um með,“ segir Árni Stefán sem ætlar sér ekki að sitja undir þessu sem hann telur grímulausa aðför stofnunarinnar á hendur sér og misbeitingu opinbers valds. Nokkur af fjölmörgum dýrum Árna Stefáns. Hann svíður illa að vera af hálfu MAST grunaður um að halda dýr við óviðunandi aðstæður. Árni Stefán segir það rétt, um sé að ræða alvarlegar ásakanir af sinni hálfu en þannig líti málið einfaldlega út, að bréf MAST sé til þess fallið að koma höggi á sig vegna gagnrýninnar. Hann segist ekki hafa fengið nein viðbrögð frá MAST vegna málsins. „Það liggur fyrir að stjórnsýslukæran hefur réttaráhrif með þeim hætti að stjórnsýsluákvörðunin er í biðstöðu á meðan matvælaráðherra tekur afstöðu til hennar. Það er samt lágmarks kurteisi að bregðast við erindum aðila af stjórnsýslustofnun sem hefur því hlutverki að gegna að sinna réttindum og skyldum borgaranna.“
Stjórnsýsla Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Blóðmerahald sé versta dýraverndarbrot Íslandssögunnar Árni Stefán Árnason, lögfræðingur og sérfræðingur um dýravernd, segir blóðmerahald hafa verið stundað hér á landi í fjörutíu ár, miklu lengur en almenningur geri sér grein fyrir. Það sé jafnframt alvarlegasta brot á reglum um dýravernd í sögu þjóðarinnar. 12. desember 2021 14:00 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Fleiri fréttir Innflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Sjá meira
Blóðmerahald sé versta dýraverndarbrot Íslandssögunnar Árni Stefán Árnason, lögfræðingur og sérfræðingur um dýravernd, segir blóðmerahald hafa verið stundað hér á landi í fjörutíu ár, miklu lengur en almenningur geri sér grein fyrir. Það sé jafnframt alvarlegasta brot á reglum um dýravernd í sögu þjóðarinnar. 12. desember 2021 14:00