Emilíana Torrini klippti sig stutt eftir ágreining við Vogue Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 20. október 2022 12:32 Emilíana Torrini rifjar upp myndatöku sem hún fór í hjá tískutímaritinu Vogue þegar hún var tuttugu ára gömul. Getty/Lorne Thomson Tónlistarkonan Emilíana Torrini rifjar upp erfiða upplifun sína af myndatöku sem hún fór í hjá tískutímaritinu Vogue þegar hún var aðeins tuttugu ára gömul. Emilíana segir frá því á Instagram síðu sinni að hún hafi átt að fara í myndatöku fyrir tímaritið og átti hún að fá tveggja blaðsíðna umfjöllun í blaðinu. „En svo vandaðist málið þegar ég vildi ekki klæðast þeim kjólum sem þau höfðu valið á mig,“ rifjar Emilíana upp. Leið eins og gleðikonu Vogue vildi að Emilíana myndi klæðast silfurlituðum, afar stuttum kjól og himinháum pinnahælum. Þá átti hún að vera með slöngulokka eins og voru mikið í tísku á þeim tíma. „Mér leið eins og einhverri lúxus gleðikonu úti í skógi. Alveg frábært lúkk, en bara ekki fyrir mig. Ég var frekar týpan sem var í gallabuxum og strigaskóm,“ segir hún. Þegar Emilíana mótmælti hugmyndum þessa stærsta tískutímarits í heimi segir hún að umboðsmenn hennar hafi fengið ófá símtöl frá útgáfufyrirtækinu. View this post on Instagram A post shared by Emiliana Torrini (@emilianatorrini) Sögð erfið og dekruð „Það voru lagðar fram hótanir. Það var sagt að ég væri erfið og dekruð og að ég gerði mér ekki grein fyrir því hve heppin ég væri.“ Hún segist aftur á móti hafa gert sér fyllilega grein fyrir því hve heppin hún væri. Hún hefði verið algjörlega uppi með sér og hlakkað til í margar vikur fram að þessu. „Þetta var hræðilegt,“ segir Emilíana sem leitaði huggunar hjá hárgreiðslumanni á settinu. „Ég var svo pirruð og reið eftir það sem ég upplifði að hefðu verið margir klukkutímar af rifrildi og spennu. Ég sagði honum að klippa hárið mitt eins og Jim Carrey í Pet Detective.“ Hér má sjá Jim Carrey í myndinni Ace Venture: Pet Detective sem var innblástur klippingarinnar sem Emilíana bað um. IMDB Bað engan um leyfi Hárgreiðslumaðurinn neitaði og sagði að þau þyrftu að biðja um leyfi. „Biðja um leyfi? Hvern þurfum við að biðja um leyfi? Þetta er mitt hár,“ sagði Emilíana og læsti hurðinni. Hárgreiðslumaðurinn hlýddi skipun Emilíönu, þótt hann hafi verið afar stressaður. Þegar Emilíana kom út úr herberginu segir hún að nokkrir hafi tekið trylling. „En ég var hæstánægð. Þessi tveggja blaðsíðna umfjöllun varð að hálfri blaðsíðu en ég var glöð.“ Tíska og hönnun Tónlist Íslendingar erlendis Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Fleiri fréttir Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Sjá meira
Emilíana segir frá því á Instagram síðu sinni að hún hafi átt að fara í myndatöku fyrir tímaritið og átti hún að fá tveggja blaðsíðna umfjöllun í blaðinu. „En svo vandaðist málið þegar ég vildi ekki klæðast þeim kjólum sem þau höfðu valið á mig,“ rifjar Emilíana upp. Leið eins og gleðikonu Vogue vildi að Emilíana myndi klæðast silfurlituðum, afar stuttum kjól og himinháum pinnahælum. Þá átti hún að vera með slöngulokka eins og voru mikið í tísku á þeim tíma. „Mér leið eins og einhverri lúxus gleðikonu úti í skógi. Alveg frábært lúkk, en bara ekki fyrir mig. Ég var frekar týpan sem var í gallabuxum og strigaskóm,“ segir hún. Þegar Emilíana mótmælti hugmyndum þessa stærsta tískutímarits í heimi segir hún að umboðsmenn hennar hafi fengið ófá símtöl frá útgáfufyrirtækinu. View this post on Instagram A post shared by Emiliana Torrini (@emilianatorrini) Sögð erfið og dekruð „Það voru lagðar fram hótanir. Það var sagt að ég væri erfið og dekruð og að ég gerði mér ekki grein fyrir því hve heppin ég væri.“ Hún segist aftur á móti hafa gert sér fyllilega grein fyrir því hve heppin hún væri. Hún hefði verið algjörlega uppi með sér og hlakkað til í margar vikur fram að þessu. „Þetta var hræðilegt,“ segir Emilíana sem leitaði huggunar hjá hárgreiðslumanni á settinu. „Ég var svo pirruð og reið eftir það sem ég upplifði að hefðu verið margir klukkutímar af rifrildi og spennu. Ég sagði honum að klippa hárið mitt eins og Jim Carrey í Pet Detective.“ Hér má sjá Jim Carrey í myndinni Ace Venture: Pet Detective sem var innblástur klippingarinnar sem Emilíana bað um. IMDB Bað engan um leyfi Hárgreiðslumaðurinn neitaði og sagði að þau þyrftu að biðja um leyfi. „Biðja um leyfi? Hvern þurfum við að biðja um leyfi? Þetta er mitt hár,“ sagði Emilíana og læsti hurðinni. Hárgreiðslumaðurinn hlýddi skipun Emilíönu, þótt hann hafi verið afar stressaður. Þegar Emilíana kom út úr herberginu segir hún að nokkrir hafi tekið trylling. „En ég var hæstánægð. Þessi tveggja blaðsíðna umfjöllun varð að hálfri blaðsíðu en ég var glöð.“
Tíska og hönnun Tónlist Íslendingar erlendis Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Fleiri fréttir Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Sjá meira