Komu Ísabellu Von á óvart með ferð til Flórída Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. október 2022 14:52 Ingibjörg, frænka Ísabellu, segir að hún sé orðlaus yfir hlýhug landsmanna. Ingibjörg Gróa Landsmenn hafa sýnt samhug í verki og tekið þátt í sérstakri fjáröflun til að Ísabella Von og móðir hennar geti farið í ferðalag til Flórída eftir allt sem á undan hefur gengið. Ísabella, sem er 12 ára, reyndi að svipta sig lífi eftir að hafa orðið fyrir hrottalegu einelti. Móðir hennar, Sædís Hrönn Samúelsdóttir, fékk nóg eftir sjálfsvígstilraunina og ákvað að segja opinskátt frá raunum Ísabellu í Bítinu á Bylgjunni í gær. Ísabella greindi sjálf frá upplifun sinni af einelti í kvöldfréttum Stöðvar 2 en frásögn hennar hefur vakið hörð viðbrögð í samfélaginu vegna stöðu eineltis- og ofbeldismála hér á landi en umfram allt samúð með Ísabellu. Stuðningskveðjum hefur rignt yfir hana. Frænka Ísabellu, að nafni Ingibjörg Gróa, efndi til söfnunar í gærkvöldi en umtalsverð fjárhæð safnaðist á örskömmum tíma. Í stöðuuppfærslu á Facebook sagði Ingibjörg frá gleðifréttunum. „Rétt í þessu tilkynnti ég Ísabellu Von að þökk sé framlagi, yfir hundruð samlanda okkar, sé hún og móðir hennar á leið til Flórída.“ Ingibjörg sagði að þær frænkurnar væru hreinlega orðlausar og meyrar. Söfnunin hefði farið fram úr hennar björtustu vonum. Hún segir að ónefnt fyrirtæki í Hafnarfirði hefði haft samband við sig og sagst vilja borga flugið til og frá Flórída fyrir mæðgurnar. „Að finna og sjà fjölda fólks sem er tilbúinn að sameinast til að gleðja unga stelpu, leyfa henni að finna öryggi og tilhlökkun á ný eftir erfitt ár er aðdáunarvert í alla staði og sýnir að kærleikurinn og góðmennskan er àvallt meiri þótt reiði og hatur reyni að ná yfirhöndinni inn á milli,“ skrifar frænkan. ATH! Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Ofbeldi gegn börnum Stafrænt ofbeldi Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Tengdar fréttir „Þetta vekur okkur og við þurfum að grípa til aðgerða“ Foreldrar barna í Hraunvallaskóla eru slegnir yfir frásögn Ísabellu Vonar, sem opnaði sig um hrottalegt einelti í fréttum í gær. Þetta vekur okkur og við þurfum að grípa til aðgerða, segir formaður foreldrafélagsins. Söfnun er hafin til að koma stúlkunni og móður hennar í frí til Flórída. 20. október 2022 12:15 Lygasögurnar það allra versta Móðir tólf ára stúlku sem reyndi að svipta sig lífi vegna hrottalegs eineltis segir það skelfilegra en orð fá lýst að horfa upp á samnemendur kvelja dóttur hennar svo mánuðum skiptir. Þær mæðgur telja á fjórða tug krakka í gerendahópnum. Stúlkan segir lygasögurnar það versta við eineltið. 19. október 2022 19:18 Tólf ára reyndi að svipta sig lífi eftir langvarandi einelti í Hafnarfirði Tólf ára stúlka í Hafnarfirði hefur orðið fyrir miklu einelti og ofbeldi af hendi hóps barna á sama aldri. Stúlkan hefur ekki mætt í skólann í marga daga og dvelur nú á spítala eftir að hafa reynt að svipta sig lífi. 19. október 2022 09:04 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Sjá meira
Ísabella, sem er 12 ára, reyndi að svipta sig lífi eftir að hafa orðið fyrir hrottalegu einelti. Móðir hennar, Sædís Hrönn Samúelsdóttir, fékk nóg eftir sjálfsvígstilraunina og ákvað að segja opinskátt frá raunum Ísabellu í Bítinu á Bylgjunni í gær. Ísabella greindi sjálf frá upplifun sinni af einelti í kvöldfréttum Stöðvar 2 en frásögn hennar hefur vakið hörð viðbrögð í samfélaginu vegna stöðu eineltis- og ofbeldismála hér á landi en umfram allt samúð með Ísabellu. Stuðningskveðjum hefur rignt yfir hana. Frænka Ísabellu, að nafni Ingibjörg Gróa, efndi til söfnunar í gærkvöldi en umtalsverð fjárhæð safnaðist á örskömmum tíma. Í stöðuuppfærslu á Facebook sagði Ingibjörg frá gleðifréttunum. „Rétt í þessu tilkynnti ég Ísabellu Von að þökk sé framlagi, yfir hundruð samlanda okkar, sé hún og móðir hennar á leið til Flórída.“ Ingibjörg sagði að þær frænkurnar væru hreinlega orðlausar og meyrar. Söfnunin hefði farið fram úr hennar björtustu vonum. Hún segir að ónefnt fyrirtæki í Hafnarfirði hefði haft samband við sig og sagst vilja borga flugið til og frá Flórída fyrir mæðgurnar. „Að finna og sjà fjölda fólks sem er tilbúinn að sameinast til að gleðja unga stelpu, leyfa henni að finna öryggi og tilhlökkun á ný eftir erfitt ár er aðdáunarvert í alla staði og sýnir að kærleikurinn og góðmennskan er àvallt meiri þótt reiði og hatur reyni að ná yfirhöndinni inn á milli,“ skrifar frænkan. ATH! Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið.
Ofbeldi gegn börnum Stafrænt ofbeldi Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Tengdar fréttir „Þetta vekur okkur og við þurfum að grípa til aðgerða“ Foreldrar barna í Hraunvallaskóla eru slegnir yfir frásögn Ísabellu Vonar, sem opnaði sig um hrottalegt einelti í fréttum í gær. Þetta vekur okkur og við þurfum að grípa til aðgerða, segir formaður foreldrafélagsins. Söfnun er hafin til að koma stúlkunni og móður hennar í frí til Flórída. 20. október 2022 12:15 Lygasögurnar það allra versta Móðir tólf ára stúlku sem reyndi að svipta sig lífi vegna hrottalegs eineltis segir það skelfilegra en orð fá lýst að horfa upp á samnemendur kvelja dóttur hennar svo mánuðum skiptir. Þær mæðgur telja á fjórða tug krakka í gerendahópnum. Stúlkan segir lygasögurnar það versta við eineltið. 19. október 2022 19:18 Tólf ára reyndi að svipta sig lífi eftir langvarandi einelti í Hafnarfirði Tólf ára stúlka í Hafnarfirði hefur orðið fyrir miklu einelti og ofbeldi af hendi hóps barna á sama aldri. Stúlkan hefur ekki mætt í skólann í marga daga og dvelur nú á spítala eftir að hafa reynt að svipta sig lífi. 19. október 2022 09:04 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Sjá meira
„Þetta vekur okkur og við þurfum að grípa til aðgerða“ Foreldrar barna í Hraunvallaskóla eru slegnir yfir frásögn Ísabellu Vonar, sem opnaði sig um hrottalegt einelti í fréttum í gær. Þetta vekur okkur og við þurfum að grípa til aðgerða, segir formaður foreldrafélagsins. Söfnun er hafin til að koma stúlkunni og móður hennar í frí til Flórída. 20. október 2022 12:15
Lygasögurnar það allra versta Móðir tólf ára stúlku sem reyndi að svipta sig lífi vegna hrottalegs eineltis segir það skelfilegra en orð fá lýst að horfa upp á samnemendur kvelja dóttur hennar svo mánuðum skiptir. Þær mæðgur telja á fjórða tug krakka í gerendahópnum. Stúlkan segir lygasögurnar það versta við eineltið. 19. október 2022 19:18
Tólf ára reyndi að svipta sig lífi eftir langvarandi einelti í Hafnarfirði Tólf ára stúlka í Hafnarfirði hefur orðið fyrir miklu einelti og ofbeldi af hendi hóps barna á sama aldri. Stúlkan hefur ekki mætt í skólann í marga daga og dvelur nú á spítala eftir að hafa reynt að svipta sig lífi. 19. október 2022 09:04