Húsráðið: Hvernig á að þrífa farða úr fötum? Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 22. október 2022 06:01 Hver hefur ekki lent í því að subba niður á sig á ögurstundu? Getty Hversu hrikalega svekkjandi að klæða sig upp, gera sig til og taka svo eftir blettum eftir farða í fötunum. Farða sem smitast í úlpu- eða skyrtukragann eða blett eftir varalit eða maskara í hvítu skyrtunni. Þegar góð ráð eru dýr reynast gömlu húsráðin yfirleitt best. Marta María Arnarsdóttir skólastýra Hússtjórnarskólans er kona með ráð undir rifi hverju en hér fyrir neðan má sjá hennar ráðleggingar á því hvernig best sé að hreinsa bletti eftir farða. Varalitur í fötum Getty Hársprey: Ef varaliturinn er nýkominn í fötin er best að spreyja hárspreyi í blettinn. Leyfa því að vera í fimmtán mínútur og nudda síðan varalitinn úr til dæmis með tannbursta, naglabursta eða jafnvel klút, ef efnið er mjög viðkvæmt. Við þetta ætti varaliturinn að renna ljúflega úr og þá má þvo flíkina með venjulegum hætti. Acetone: Ef flíkin er ekki úr svo viðkvæmu efni er reyndar best að nota acetone, þá flýgur bletturinn úr um leið. Uppþvottalögur og edik: Þegar um ræðir viðkvæm efni er ráðlegast að nota uppþvottalög og/eða matarsóda og edik til að vinna á blettinum og skella síðan flíkinni í þvott á eftir. Þegar verið er að vinna á blettum er mikilvægt að snúa þeirri hlið niður sem bletturinn er á og nudda blettinn úr á röngunni. Annars getur maður verið að festa varalitinn enn frekar í flíkinni. Það er sniðugt að hafa til dæmis gamalt handklæði undir, þá getur varaliturinn smitast í það þegar unnið er að því að ná blettinum úr. Augnbrúnalitur í húð Getty Acetone: Af því að ég nefndi acetone þá verð ég að bæta við smá ráði þegar mikill augnabrúna litur festist í húðininni eftir litun og augabrúnirnar verða mun dekkri fyrir vikið. Þá er algjör snilld að setja nokkra dropa af acetone í bómullarskífu og strjúka tvisvar til þrisvar yfir hvora augabrún. Það svínvirkar og liturinn fer ekki af hárunum sjálfum en rennur af húðinni svo að augabrúnirnar verða fallegar og náttúrulegar. Ég myndi alls ekki nota hvaða acetone sem er þar sem húðin er viðkvæmt og maður vill ekki erta hana. Best er að nota umhverfisvænt acetone sem ætlað fyrir viðkvæma húð. Svo er gott að þrífa andlitið með því hreinsikremi sem maður notar venjulega. Farði í fatnaði Getty Farðahreinsir: Ef farðinn í nýkominn í flíkina er best að nota farðahreinsi og nota þann hreinsi sem maður er vanur að nota. Mikilvægt er að farðahreinsirinn sé án olíu. Svo skal nudda blettinn strax úr með vatni, á röngunni að sjálfsögðu. Það er líka ágætt að láta buna svolítið úr krananum á blettinn og þá ætti allt alveg að renna úr. Raksápa og hársprey: Ef farðinn er búinn að smitast, til dæmis í úlpukraga, peysur eða trefla, og kannski búinn að safnast upp í einhverjar vikur, þá finnst mér best að spreyja raksápu eða hárspreyi á blettina og nudda úr með naglabursta eða klút. Það svínvirkar. Edik, matarsódi og uppþvottalögur: Ef það gengur eitthvað erfiðlega má alltaf nota edik og matarsóda eða uppþvottalög. En maður verður samt að meta það svolítið eftir því hve viðkvæm efni maður er að vinna með. Húsráð Förðun Hús og heimili Tíska og hönnun Mest lesið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Lífið Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? Menning Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fleiri fréttir „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sjá meira
Þegar góð ráð eru dýr reynast gömlu húsráðin yfirleitt best. Marta María Arnarsdóttir skólastýra Hússtjórnarskólans er kona með ráð undir rifi hverju en hér fyrir neðan má sjá hennar ráðleggingar á því hvernig best sé að hreinsa bletti eftir farða. Varalitur í fötum Getty Hársprey: Ef varaliturinn er nýkominn í fötin er best að spreyja hárspreyi í blettinn. Leyfa því að vera í fimmtán mínútur og nudda síðan varalitinn úr til dæmis með tannbursta, naglabursta eða jafnvel klút, ef efnið er mjög viðkvæmt. Við þetta ætti varaliturinn að renna ljúflega úr og þá má þvo flíkina með venjulegum hætti. Acetone: Ef flíkin er ekki úr svo viðkvæmu efni er reyndar best að nota acetone, þá flýgur bletturinn úr um leið. Uppþvottalögur og edik: Þegar um ræðir viðkvæm efni er ráðlegast að nota uppþvottalög og/eða matarsóda og edik til að vinna á blettinum og skella síðan flíkinni í þvott á eftir. Þegar verið er að vinna á blettum er mikilvægt að snúa þeirri hlið niður sem bletturinn er á og nudda blettinn úr á röngunni. Annars getur maður verið að festa varalitinn enn frekar í flíkinni. Það er sniðugt að hafa til dæmis gamalt handklæði undir, þá getur varaliturinn smitast í það þegar unnið er að því að ná blettinum úr. Augnbrúnalitur í húð Getty Acetone: Af því að ég nefndi acetone þá verð ég að bæta við smá ráði þegar mikill augnabrúna litur festist í húðininni eftir litun og augabrúnirnar verða mun dekkri fyrir vikið. Þá er algjör snilld að setja nokkra dropa af acetone í bómullarskífu og strjúka tvisvar til þrisvar yfir hvora augabrún. Það svínvirkar og liturinn fer ekki af hárunum sjálfum en rennur af húðinni svo að augabrúnirnar verða fallegar og náttúrulegar. Ég myndi alls ekki nota hvaða acetone sem er þar sem húðin er viðkvæmt og maður vill ekki erta hana. Best er að nota umhverfisvænt acetone sem ætlað fyrir viðkvæma húð. Svo er gott að þrífa andlitið með því hreinsikremi sem maður notar venjulega. Farði í fatnaði Getty Farðahreinsir: Ef farðinn í nýkominn í flíkina er best að nota farðahreinsi og nota þann hreinsi sem maður er vanur að nota. Mikilvægt er að farðahreinsirinn sé án olíu. Svo skal nudda blettinn strax úr með vatni, á röngunni að sjálfsögðu. Það er líka ágætt að láta buna svolítið úr krananum á blettinn og þá ætti allt alveg að renna úr. Raksápa og hársprey: Ef farðinn er búinn að smitast, til dæmis í úlpukraga, peysur eða trefla, og kannski búinn að safnast upp í einhverjar vikur, þá finnst mér best að spreyja raksápu eða hárspreyi á blettina og nudda úr með naglabursta eða klút. Það svínvirkar. Edik, matarsódi og uppþvottalögur: Ef það gengur eitthvað erfiðlega má alltaf nota edik og matarsóda eða uppþvottalög. En maður verður samt að meta það svolítið eftir því hve viðkvæm efni maður er að vinna með.
Húsráð Förðun Hús og heimili Tíska og hönnun Mest lesið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Lífið Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? Menning Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fleiri fréttir „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sjá meira