Fulltrúar Íslands komu í veg fyrir atkvæðagreiðslu um griðasvæði hvala Kjartan Kjartansson skrifar 21. október 2022 10:58 Stuðningsfólk griðasvæðis fyrir hvali í Suður-Atlantshafi fyrir utan ársfund Alþjóðahvalveiðiráðsins í Brasilíu árið 2018. Vísir/EPA Sendinefnd Íslands hjá Alþjóðahvalveiðiráðinu gekk út af fundi ásamt hópi annarra ríkja til þess að koma í veg fyrir að atkvæðagreiðsla um griðasvæði hvala í Suður-Atlantshafi gæti farið fram. Íslensk stjórnvöld segjast telja að ólýðræðislegt hefði verið að halda atkvæðagreiðsluna. Tillaga um stofnun griðasvæðis hvala í Suður-Atlantshafi hefur velkst um innan Alþjóðahvalveiðiráðsins um árabil. Einfaldur meirihluti aðildarríkjanna styður tillöguna og hefur greitt henni atkvæði sitt áður en aukinn meirihluta þarf til þess að samþykkja hana. Til stóð að taka hana til atkvæðagreiðslu á ársfundi ráðsins í Portoroz í Slóveníu í gær en þá bar svo til að sendinefndir Íslands og fjórtán annarra ríkja gengu út. Fyrir vikið var ekki ákvörðunarbær meirihluti á fundinum til þess að atkvæðagreiðslan gæti farið fram. Íslenska nefndin er skipuð fjórum fulltrúum. Þrír koma frá matvælaráðuneytinu, utanríkisráðuneytinu og Hafrannsóknastofnun en sá fjórði er Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf. Dagurinn í gær á ársfundinum er sagður hafa verið „snúinn“ í samantekt á vef Alþjóðahvalveiðiráðsins. Þar er talað um „fjarveru sumra ríkisstjórna“ við umræðu um tillöguna um griðasvæðið sem hafi komið í veg fyrir atkvæðagreiðslu. Matt Collis, varaforseti náttúruverndarsamtakanna IFAW, tísti um að ríkin sem gengu út hafi óttast að tapa atkvæðagreiðslunni um griðasvæðið. Hann segir að auk Íslands hafi fulltrúar Antígva og Barbúda, Beníns, Kambódíu, Fílabeinsstrandarinnar, Gana, Kíríbatí, Laos, Líberíu, Máritaníu, Marokkó, Nárú, Palá, St Lúsíu og Salomoneyja verið fjarstaddir. breaking news: pro-whaling nations at #IWC68 refuse to join sessions, breaking quorum required for any decision-making. This is all because they fear losing a vote on establishing a South Atlantic Whale Sanctuary (where none of them hunt or want to hunt whales)— Matt Collis (@MattCollisIFAW) October 20, 2022 Óeðlilegt að greiða atkvæði um tillöguna Dúi Landmark, upplýsingafulltrúi matvælaráðuneytisins, staðfestir við Vísi að íslenska sendinefndin hafi yfirgefið fundinn þegar atkvæðagreiðslan átti að fara fram. Í skriflegu svari ráðuneytisins við fyrirspurn Vísis og fleiri fjölmiðla kemur fram að innan við tvö af hverjum þremur aðildarríkjum ráðsins hafi verið með fulltrúa á fundinum í ár af ýmsum ástæðum. Fulltrúar þróunarríkja í Afríku og eyríkja í Karíbahafi hafi bent á að óeðlilegt væri að taka mikilvægar ákvarðanir á fundinum í því ljósi. Hópur ríkja hafi reynt að þvinga fram atkvæðagreiðslu um tillöguna um griðasvæðið þrátt fyrir þetta. Íslensk stjórnvöld telji hana ekki fullnægja skilyrðum í stofnsamningi Alþjóðahvalveiðiráðsins. „Þar af leiðandi telur Ísland óeðlilegt að gengið sé til atkvæða um slíka tillögu þegar skilyrðum stofnsamningsins er ekki fullnægt og fjöldi aðildarríkja hefur ekki tök á því að tjá sig efnislega um viðkomandi tillögu með þátttöku og umræðum á ársfundinum,“ segir í svari ráðuneytisins. Engu að síður hélt ársfundurinn áfram eftir að tillagan var tekin af dagskrá í gær og samþykkti ráðið ályktun um plastmengun í hafi. Á vefsíðu Alþjóðahvalveiðiráðsins kemur fram að eftir umræður um ályktunarhæfni funda og ákvörðunarbæran meirihluta hafi verið ákveðið að reglur um það verði fyrsta mál á dagskrá áður en nokkrar aðrar ákvarðanir verða teknar á næsta ársfundi ráðsins. Hvalveiðar Hvalir Utanríkismál Sjávarútvegur Umhverfismál Dýr Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Sjá meira
Tillaga um stofnun griðasvæðis hvala í Suður-Atlantshafi hefur velkst um innan Alþjóðahvalveiðiráðsins um árabil. Einfaldur meirihluti aðildarríkjanna styður tillöguna og hefur greitt henni atkvæði sitt áður en aukinn meirihluta þarf til þess að samþykkja hana. Til stóð að taka hana til atkvæðagreiðslu á ársfundi ráðsins í Portoroz í Slóveníu í gær en þá bar svo til að sendinefndir Íslands og fjórtán annarra ríkja gengu út. Fyrir vikið var ekki ákvörðunarbær meirihluti á fundinum til þess að atkvæðagreiðslan gæti farið fram. Íslenska nefndin er skipuð fjórum fulltrúum. Þrír koma frá matvælaráðuneytinu, utanríkisráðuneytinu og Hafrannsóknastofnun en sá fjórði er Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf. Dagurinn í gær á ársfundinum er sagður hafa verið „snúinn“ í samantekt á vef Alþjóðahvalveiðiráðsins. Þar er talað um „fjarveru sumra ríkisstjórna“ við umræðu um tillöguna um griðasvæðið sem hafi komið í veg fyrir atkvæðagreiðslu. Matt Collis, varaforseti náttúruverndarsamtakanna IFAW, tísti um að ríkin sem gengu út hafi óttast að tapa atkvæðagreiðslunni um griðasvæðið. Hann segir að auk Íslands hafi fulltrúar Antígva og Barbúda, Beníns, Kambódíu, Fílabeinsstrandarinnar, Gana, Kíríbatí, Laos, Líberíu, Máritaníu, Marokkó, Nárú, Palá, St Lúsíu og Salomoneyja verið fjarstaddir. breaking news: pro-whaling nations at #IWC68 refuse to join sessions, breaking quorum required for any decision-making. This is all because they fear losing a vote on establishing a South Atlantic Whale Sanctuary (where none of them hunt or want to hunt whales)— Matt Collis (@MattCollisIFAW) October 20, 2022 Óeðlilegt að greiða atkvæði um tillöguna Dúi Landmark, upplýsingafulltrúi matvælaráðuneytisins, staðfestir við Vísi að íslenska sendinefndin hafi yfirgefið fundinn þegar atkvæðagreiðslan átti að fara fram. Í skriflegu svari ráðuneytisins við fyrirspurn Vísis og fleiri fjölmiðla kemur fram að innan við tvö af hverjum þremur aðildarríkjum ráðsins hafi verið með fulltrúa á fundinum í ár af ýmsum ástæðum. Fulltrúar þróunarríkja í Afríku og eyríkja í Karíbahafi hafi bent á að óeðlilegt væri að taka mikilvægar ákvarðanir á fundinum í því ljósi. Hópur ríkja hafi reynt að þvinga fram atkvæðagreiðslu um tillöguna um griðasvæðið þrátt fyrir þetta. Íslensk stjórnvöld telji hana ekki fullnægja skilyrðum í stofnsamningi Alþjóðahvalveiðiráðsins. „Þar af leiðandi telur Ísland óeðlilegt að gengið sé til atkvæða um slíka tillögu þegar skilyrðum stofnsamningsins er ekki fullnægt og fjöldi aðildarríkja hefur ekki tök á því að tjá sig efnislega um viðkomandi tillögu með þátttöku og umræðum á ársfundinum,“ segir í svari ráðuneytisins. Engu að síður hélt ársfundurinn áfram eftir að tillagan var tekin af dagskrá í gær og samþykkti ráðið ályktun um plastmengun í hafi. Á vefsíðu Alþjóðahvalveiðiráðsins kemur fram að eftir umræður um ályktunarhæfni funda og ákvörðunarbæran meirihluta hafi verið ákveðið að reglur um það verði fyrsta mál á dagskrá áður en nokkrar aðrar ákvarðanir verða teknar á næsta ársfundi ráðsins.
Hvalveiðar Hvalir Utanríkismál Sjávarútvegur Umhverfismál Dýr Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Sjá meira