Innlent

Veðrið með rólegasta móti

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Rólegt yfir Reykjavíkurtjörn
Rólegt yfir Reykjavíkurtjörn Vísir/Vilhelm

Útlit er fyrir rólegheitaveður í dag að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

„Hægur vindur og bjart með köflum, en dálítil væta syðst á landinu. Síðdegis þykknar einnig upp á Suðvesturlandi og eru líkur á lítilsháttar vætu þar í kvöld. 0 til 7 stig yfir daginn, en vægt frost í innsveitum á Norðausturlandi,“ er skrifað inn á vef Veðurstofunnar um veður dagsins.

Á morgun er reiknað með suðaustan golu eða kalda. Dálítil rigning á köflum, en yfirleitt þurrt á Norður- og Norðausturlandi. Á norðanverðu Snæfellsnesi má hins vegar búast við hvössum vindstrengjum og samfelldari úrkomu. Hlýnar heldur.

Veðurhorfur á landinu

Fremur hæg suðaustlæg eða breytileg átt. Dálítil væta syðst á landinu, og einnig suðvestanlands í kvöld, annars bjart með köflum. Hiti 0 til 7 stig yfir daginn, en vægt frost í innsveitum á Norðausturlandi.

Suðaustan 3-10 m/s á morgun, en 8-15 vestast. Dálítil rigning með köflum, en yfirleitt þurrt á Norður- og Norðausturlandi. Hlýnar heldur.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á sunnudag:

Suðaustlæg átt 3-8 m/s, en 8-13 við suður- og vesturströndina. Dálítil rigning á víð og dreif, en þurrt á Norður- og Norðausturlandi. Hiti 0 til 7 stig yfir daginn.

Á mánudag:

Austan 5-13 og dálítil væta, en þurrt norðanlands. Norðaustan 10-18 við suðausturströndina síðdegis og fer að rigna um landið sunnan- og austanvert. Hiti 2 til 8 stig, en vægt frost norðaustantil í fyrstu.

Á þriðjudag:

Austan 8-15 og rigning með köflum, en samfelldari úrkoma á Austfjörðum. Hiti 2 til 9 stig, mildast sunnantil.

Á miðvikudag:

Austlæg átt og væta með köflum, en þurrt á Norðurlandi. Hiti 4 til 10 stig.

Á fimmtudag:

Breytileg átt og rigning á stöku stað. Hiti 2 til 9 stig.

Á föstudag:

Norðlæg átt og þurrt að kalla. Kólnar í veðri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×