Vill að rekstur allra leiða verði boðinn út til einkaaðila Snorri Másson skrifar 23. október 2022 20:59 Framkvæmdastjóri Strætó bs. talar fyrir því að rekstur allra strætisvagna fyrirtækisins verði boðinn út til einkaaðila, enda fáist þannig hagstæðari verð. Aukin útvistun núna muni þó ekki leysa bráðavandann sem Strætó er í - framkvæmdastjórinn hefur aldrei séð það svartara í fjármálum félagsins frá því að hann tók við. Þegar maður sér Strætó á ferð um Reykjavík eru um helmingslíkur á að vagninn sé ekki í eigu borgarinnar - og að vagnstjórinn starfi hjá einkafyrirtæki. Af rúmlega 150 vögnum í þjónustu Strætó er um helmingur í eigu einkafyrirtækja eins og Hópbíla hf. eða Kynnisferða. Strætisvagnar á vegum byggðasamlagsins og einkaaðila.stöð 2 Hugmyndir eru uppi um aukna útvistun, sem myndi auka hlutfall þeirra vagna sem eru í eigu og rekstri einkafyrirtækja fyrir Strætó. Þessar hugmyndir koma til dæmis frá sjálfum stjórnarformanni Strætó, Magnúsi Erni Guðmundssyni, sem segir blasa við að bjóða í auknum mæli út rekstur Strætó. Útvistun sé augljóslega skynsamlegri kostur en að félagið annist aksturinn sjálft. Á svipuðum nótum talar Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri í Kópavogi, sem segir að hagræðing felist í að úthýsa rekstrinum. Jóhannes Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó segist aldrei hafa séð það svartara í fjármálum félagsins frá því að hann hóf störf.Mynd/Strætó Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs, segir að honum lítist ljómandi vel á þessar hugmyndir. „Þetta er umræða sem hefur átt sér stað mjög lengi inni í Strætó og á meðal pólitíkusa í sveitarfélaginu. Vonandi fer að koma einhver endanleg ákvörðun í þetta þannig að hægt sé að vinna í rétta átt,“ segir Jóhannes. Mynduð þið vilja bjóða allan reksturinn út? „Já, í lokin sjáum við fyrir okkur að allur reksturinn sé boðinn út,“ segir Jóhannes, sem segir þó ekki nákvæmt að kalla það einkavæðingu. „Nei, ég myndi ekki segja það. Þetta er bara að bjóða út á samkeppnismarkaði. Samkeppni um verðin. Þannig teljum við okkur geta fengið hagstæðari verð.“ Skipulag og rekstur kerfisins væri enn alfarið í höndum Strætó bs. þótt einkafyrirtæki ættu vagnana og réðu bílstjórana. Strætó á ekki sjö dagana sæla. Nýtt app hefur farið brösulega af stað, Næturstrætó var lagður af við lítinn fögnuð notenda, óánægju hefur gætt með þjónustuna almennt og rekstrarerfiðleikarnir hafa aldrei verið meiri. Jóhannes kveðst sjálfur ekki hafa séð það svartara en bendir á að aukin útboð séu ekki lausn á bráðavandanum sem steðji að núna. „Að bjóða út er ekki kannski lausn sem reddar okkur núna en eins og ég sagði áðan hefur í útboðunum komið lægri verð en við höfum getað gert þetta sjálf. Þannig að til framtíðar getur þetta þýtt lægri kostnað fyrir Strætó,“ segir Jóhannes. Strætó Samgöngur Reykjavík Kópavogur Garðabær Hafnarfjörður Mosfellsbær Seltjarnarnes Tengdar fréttir Vill kanna hvort borgin geti haldið úti næturstrætó innan borgarmarkanna Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata og varaformaður stjórnar Strætó, segir það hundleiðinlegt að Strætó hafi ákveðið að hætta að bjóða upp á næturstrætó um helgar. Hún vilji þó kanna hvort borgin gæti mögulega sjálf haldi úti slíkum akstri á slíkum leiðum innan borgarmarkanna. 18. október 2022 14:28 Hætta með næturstrætó Strætó hefur ákveðið að hætta að bjóða upp á næturstrætó um helgar. Ljóst er að farþegafjöldi í næturstrætó var ekki jafn mikill og búist var við. 18. október 2022 09:33 Reykjavíkurborg segir fjölda málaflokka vanfjármagnaða af hálfu ríkisins Fjármálasvið Reykjavíkurborgar segir að fjöldi málaflokka sveitarfélaga séu van- eða ófjármagnaðir í athugasemdum við fjárlagafrumvarp Alþings fyrir árið 2023. Um sé að ræða skyldur sem ríkið leggur á herðar sveitarfélaga en fjármagn fylgi ekki með til að standa straum af kostnaði. 11. október 2022 16:46 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Sjá meira
Þegar maður sér Strætó á ferð um Reykjavík eru um helmingslíkur á að vagninn sé ekki í eigu borgarinnar - og að vagnstjórinn starfi hjá einkafyrirtæki. Af rúmlega 150 vögnum í þjónustu Strætó er um helmingur í eigu einkafyrirtækja eins og Hópbíla hf. eða Kynnisferða. Strætisvagnar á vegum byggðasamlagsins og einkaaðila.stöð 2 Hugmyndir eru uppi um aukna útvistun, sem myndi auka hlutfall þeirra vagna sem eru í eigu og rekstri einkafyrirtækja fyrir Strætó. Þessar hugmyndir koma til dæmis frá sjálfum stjórnarformanni Strætó, Magnúsi Erni Guðmundssyni, sem segir blasa við að bjóða í auknum mæli út rekstur Strætó. Útvistun sé augljóslega skynsamlegri kostur en að félagið annist aksturinn sjálft. Á svipuðum nótum talar Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri í Kópavogi, sem segir að hagræðing felist í að úthýsa rekstrinum. Jóhannes Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó segist aldrei hafa séð það svartara í fjármálum félagsins frá því að hann hóf störf.Mynd/Strætó Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs, segir að honum lítist ljómandi vel á þessar hugmyndir. „Þetta er umræða sem hefur átt sér stað mjög lengi inni í Strætó og á meðal pólitíkusa í sveitarfélaginu. Vonandi fer að koma einhver endanleg ákvörðun í þetta þannig að hægt sé að vinna í rétta átt,“ segir Jóhannes. Mynduð þið vilja bjóða allan reksturinn út? „Já, í lokin sjáum við fyrir okkur að allur reksturinn sé boðinn út,“ segir Jóhannes, sem segir þó ekki nákvæmt að kalla það einkavæðingu. „Nei, ég myndi ekki segja það. Þetta er bara að bjóða út á samkeppnismarkaði. Samkeppni um verðin. Þannig teljum við okkur geta fengið hagstæðari verð.“ Skipulag og rekstur kerfisins væri enn alfarið í höndum Strætó bs. þótt einkafyrirtæki ættu vagnana og réðu bílstjórana. Strætó á ekki sjö dagana sæla. Nýtt app hefur farið brösulega af stað, Næturstrætó var lagður af við lítinn fögnuð notenda, óánægju hefur gætt með þjónustuna almennt og rekstrarerfiðleikarnir hafa aldrei verið meiri. Jóhannes kveðst sjálfur ekki hafa séð það svartara en bendir á að aukin útboð séu ekki lausn á bráðavandanum sem steðji að núna. „Að bjóða út er ekki kannski lausn sem reddar okkur núna en eins og ég sagði áðan hefur í útboðunum komið lægri verð en við höfum getað gert þetta sjálf. Þannig að til framtíðar getur þetta þýtt lægri kostnað fyrir Strætó,“ segir Jóhannes.
Strætó Samgöngur Reykjavík Kópavogur Garðabær Hafnarfjörður Mosfellsbær Seltjarnarnes Tengdar fréttir Vill kanna hvort borgin geti haldið úti næturstrætó innan borgarmarkanna Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata og varaformaður stjórnar Strætó, segir það hundleiðinlegt að Strætó hafi ákveðið að hætta að bjóða upp á næturstrætó um helgar. Hún vilji þó kanna hvort borgin gæti mögulega sjálf haldi úti slíkum akstri á slíkum leiðum innan borgarmarkanna. 18. október 2022 14:28 Hætta með næturstrætó Strætó hefur ákveðið að hætta að bjóða upp á næturstrætó um helgar. Ljóst er að farþegafjöldi í næturstrætó var ekki jafn mikill og búist var við. 18. október 2022 09:33 Reykjavíkurborg segir fjölda málaflokka vanfjármagnaða af hálfu ríkisins Fjármálasvið Reykjavíkurborgar segir að fjöldi málaflokka sveitarfélaga séu van- eða ófjármagnaðir í athugasemdum við fjárlagafrumvarp Alþings fyrir árið 2023. Um sé að ræða skyldur sem ríkið leggur á herðar sveitarfélaga en fjármagn fylgi ekki með til að standa straum af kostnaði. 11. október 2022 16:46 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Sjá meira
Vill kanna hvort borgin geti haldið úti næturstrætó innan borgarmarkanna Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata og varaformaður stjórnar Strætó, segir það hundleiðinlegt að Strætó hafi ákveðið að hætta að bjóða upp á næturstrætó um helgar. Hún vilji þó kanna hvort borgin gæti mögulega sjálf haldi úti slíkum akstri á slíkum leiðum innan borgarmarkanna. 18. október 2022 14:28
Hætta með næturstrætó Strætó hefur ákveðið að hætta að bjóða upp á næturstrætó um helgar. Ljóst er að farþegafjöldi í næturstrætó var ekki jafn mikill og búist var við. 18. október 2022 09:33
Reykjavíkurborg segir fjölda málaflokka vanfjármagnaða af hálfu ríkisins Fjármálasvið Reykjavíkurborgar segir að fjöldi málaflokka sveitarfélaga séu van- eða ófjármagnaðir í athugasemdum við fjárlagafrumvarp Alþings fyrir árið 2023. Um sé að ræða skyldur sem ríkið leggur á herðar sveitarfélaga en fjármagn fylgi ekki með til að standa straum af kostnaði. 11. október 2022 16:46