Universal Thirst er tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2022 Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 28. október 2022 09:01 Universal thirst hlýtur tilnefningu til Hönnunarverðlauna Íslands. Hönnunarmiðstöð Íslands Universal Thirst, stofnendur Kalapi Gajjar og Gunnar Vilhjálmsson, er tilnefnt til Hönnunarverðlaun Íslands 2022. Verðlaunin fara fram í Grósku þann 17. nóvember. Þessa viku munum við birta eina tilnefningu á dag til Hönnunarverðlauna Íslands 2022 í samstarfi með Hönnunarmiðstöð Íslands. Rökstuðningur dómnefndar: Þótt indverskt stafróf sé flestum íbúum hins vestræna heims framandi og torrætt þá birtist okkur í stað þess önnur sýn. Skilningur og læsi víkja þannig fyrir fegurðarskyni og forvitni. Þessi framandleiki, ásamt fagurfræðinni, eru hér hreyfiafl til nýrra og áhugaverðra verka í samstarfi Gunnars og Kalapis sem koma með ólíka menningarheima að borðinu og veita okkur tvíhliða sýn inn í heim leturhönnunar. Samstarfið er drifið áfram af hugsjónum um meiri samþættingu vestrænna og austrænna leturgerða og tækifærunum sem í því felast. Universal Thirst er frábært dæmi um hönnunarsamstarf milli fulltrúa tveggja menningarheima leturgerðar þar sem rannsóknir, miðlun og nýsköpun færa okkur ný sjónarhorn og bættan skilning. Um verkefnið: Universal Thirst er letursmiðja sem sérhæfir sig í leturgerðum fyrir indverskt og latneskt ritunarkerfi. Hún var stofnuð árið 2016 af Gunnari og Kalapi Gajjar sem hafa síðan þá verið í samstarfi við fyrirtæki og stofnanir á borð við Google, Falcon Enamelware, The Gourmand, Icelandair, Frieze Art Fair, Dhaka Art Summit, HönnunarMars og Dishboom. Teymi Universal Thirst samanstendur af sérfræðingum í leturgerð sem vinna frá höfuðstöðvunum í Reykjavík og Bangalore auk fleiri staða víða um Evrópu og Indland. Markmið Universal Thirst er að auka hönnunarmöguleika á indverskum ritkerfum á borð við Davangari, Bangla, Gujarati, Tamil og Kannada, með tilraunum og rannsóknum á ólíkum leturgerðum auk hagnýtra og áreiðanlegra leturgerða og vörumerkja. Verk þeirra eru hluti af mikilli framþróun sem á sér stað þessa stundina í indverska ritkerfinu, knúin áfram af alþjóðlegri útbreiðslu internetsins, snjallsíma og auknu aðgengi að ýmiskonar hönnunarforritum. Um hönnuðina: Gunnar Vilhjálmsson lærði grafíska hönnun við Listaháskóla Íslands og starfaði um hríð í hönnunargeiranum í Reykjavík. Eftir að hafa lokið Mastersnámi í leturhönnun frá Reading háskóla á Englandi vann hann hjá Monotype í London við hönnun á leturgerðum fyrir alþjóðleg vörumerki. Hann stofnaði Universal Thirst árið 2016 með Kalapi Gajjar-Bordawekar og reka þeir stúdíóið saman frá Reykjavík og Bangalore. Universal Thirst hefur unnið að verkefnum fyrir Google, The Gourmand, Frieze Art Fair, DesignMarch, Dishoom, Icelandair, Dhaka Art Summit, Monotype og Falcon Enamelware. Fyrr á árinu opnaði stúdíóið sitt eigið letursafn á universalthirst.com. Kalapi Gajjar-Bordawekar er leturhönnuður sem starfar við hönnun og þróun á leturgerðum fyrir Indversk stafróf. Eftir að hafa lokið Mastersnámi í leturhönnun frá Reading háskóla á Englandi starfaði Kalapi hjá letursmiðjunni Dalton Maag í London. Hann stofnaði Universal Thirst árið 2016 með Gunnari Vilhjálmssyni og reka þeir stúdíóið saman frá Reykjavík og Bangalore. Universal Thirst hefur unnið að verkefnum fyrir Google, The Gourmand, Frieze Art Fair, DesignMarch, Dishoom, Icelandair, Dhaka Art Summit, Monotype og Falcon Enamelware. Fyrr á árinu opnaði stúdíóið sitt eigið letursafn á universalthirst.com. Klippa: Universal Thirst - Tilnefningar til Hönnunarverðlauna Íslands 2022 Dómnefnd Hönnunarverðlauna Íslands skipa þau Sigríður Sigurjónsdóttir, hönnuður og safnstjóri Hönnunarsafns Íslands sem er formaður dómnefndar, María Kristín Jónsdóttir, hönnuður, varaformaður, Ragna Fróðadóttir, hönnuður, Þorleifur Gunnar Gíslason, hönnuður, Arna Sigríður Mathiesen, arkitekt, Margrét Kristín Sigurðardóttir fyrir Samtök Iðnaðarins og Daniel Byström, hönnuður og stofnandi Design Nation. Um verðlaunin Hönnunarverðlaun Íslands varpa ljósi á mikilvægi og gæðum íslenskrar hönnunar og arkitektúrs, enda er vægi hönnunar í menningu, samfélagi og viðskiptalífi alltaf að aukast. Hönnunarverðlaun Íslands beina sjónum að því besta sem gert er á sviði hönnunar og arkitektúrs á Íslandi um leið og einstaka hönnuðum eða hópum hönnuða er veitt mikilvæg viðurkenning. Verðlaunaafhendingin fer fram þann 17. nóvember næstkomandi ásamt samtali tengdum verðlaununum. Þar verða veitt Hönnunarverðlaun Íslands, Heiðursverðlaun Hönnunarverðlauna Íslands og viðurkenning fyrir bestu fjárfestingu í hönnun ársins 2022. Taktu daginn frá! Það er Miðstöð hönnunar og arkitektúrs sem stendur að verðlaununum, í samstarfi við Hönnunarsafn Íslands, Listaháskóla Íslands, Íslandsstofu og Samtök iðnaðarins. Hönnunarverðlaun Íslands Tíska og hönnun Tengdar fréttir Hljóðhimnar tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2022 Hljóðhimnar eftir Þykjó er tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2022. Verðlaunin fara fram í Grósku þann 17. nóvember. 26. október 2022 09:00 Áríðandi tilraunir á raunveruleikanum tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2022 Verkefnið Áríðandi tilraunir á raunveruleikanum eftir Sól Hansdóttur er tilnefnt til Hönnunaverðlauna Íslands 2022. Verðlaunin fara fram í Grósku þann 17. nóvember. 25. október 2022 09:05 Snert á landslagi tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2022 Verkefnið Snert á landslagi eftir Tinnu Gunnarsdóttur er tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2022. Verðlaunin fara fram í Grósku þann 17. nóvember. 24. október 2022 09:00 Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Þessa viku munum við birta eina tilnefningu á dag til Hönnunarverðlauna Íslands 2022 í samstarfi með Hönnunarmiðstöð Íslands. Rökstuðningur dómnefndar: Þótt indverskt stafróf sé flestum íbúum hins vestræna heims framandi og torrætt þá birtist okkur í stað þess önnur sýn. Skilningur og læsi víkja þannig fyrir fegurðarskyni og forvitni. Þessi framandleiki, ásamt fagurfræðinni, eru hér hreyfiafl til nýrra og áhugaverðra verka í samstarfi Gunnars og Kalapis sem koma með ólíka menningarheima að borðinu og veita okkur tvíhliða sýn inn í heim leturhönnunar. Samstarfið er drifið áfram af hugsjónum um meiri samþættingu vestrænna og austrænna leturgerða og tækifærunum sem í því felast. Universal Thirst er frábært dæmi um hönnunarsamstarf milli fulltrúa tveggja menningarheima leturgerðar þar sem rannsóknir, miðlun og nýsköpun færa okkur ný sjónarhorn og bættan skilning. Um verkefnið: Universal Thirst er letursmiðja sem sérhæfir sig í leturgerðum fyrir indverskt og latneskt ritunarkerfi. Hún var stofnuð árið 2016 af Gunnari og Kalapi Gajjar sem hafa síðan þá verið í samstarfi við fyrirtæki og stofnanir á borð við Google, Falcon Enamelware, The Gourmand, Icelandair, Frieze Art Fair, Dhaka Art Summit, HönnunarMars og Dishboom. Teymi Universal Thirst samanstendur af sérfræðingum í leturgerð sem vinna frá höfuðstöðvunum í Reykjavík og Bangalore auk fleiri staða víða um Evrópu og Indland. Markmið Universal Thirst er að auka hönnunarmöguleika á indverskum ritkerfum á borð við Davangari, Bangla, Gujarati, Tamil og Kannada, með tilraunum og rannsóknum á ólíkum leturgerðum auk hagnýtra og áreiðanlegra leturgerða og vörumerkja. Verk þeirra eru hluti af mikilli framþróun sem á sér stað þessa stundina í indverska ritkerfinu, knúin áfram af alþjóðlegri útbreiðslu internetsins, snjallsíma og auknu aðgengi að ýmiskonar hönnunarforritum. Um hönnuðina: Gunnar Vilhjálmsson lærði grafíska hönnun við Listaháskóla Íslands og starfaði um hríð í hönnunargeiranum í Reykjavík. Eftir að hafa lokið Mastersnámi í leturhönnun frá Reading háskóla á Englandi vann hann hjá Monotype í London við hönnun á leturgerðum fyrir alþjóðleg vörumerki. Hann stofnaði Universal Thirst árið 2016 með Kalapi Gajjar-Bordawekar og reka þeir stúdíóið saman frá Reykjavík og Bangalore. Universal Thirst hefur unnið að verkefnum fyrir Google, The Gourmand, Frieze Art Fair, DesignMarch, Dishoom, Icelandair, Dhaka Art Summit, Monotype og Falcon Enamelware. Fyrr á árinu opnaði stúdíóið sitt eigið letursafn á universalthirst.com. Kalapi Gajjar-Bordawekar er leturhönnuður sem starfar við hönnun og þróun á leturgerðum fyrir Indversk stafróf. Eftir að hafa lokið Mastersnámi í leturhönnun frá Reading háskóla á Englandi starfaði Kalapi hjá letursmiðjunni Dalton Maag í London. Hann stofnaði Universal Thirst árið 2016 með Gunnari Vilhjálmssyni og reka þeir stúdíóið saman frá Reykjavík og Bangalore. Universal Thirst hefur unnið að verkefnum fyrir Google, The Gourmand, Frieze Art Fair, DesignMarch, Dishoom, Icelandair, Dhaka Art Summit, Monotype og Falcon Enamelware. Fyrr á árinu opnaði stúdíóið sitt eigið letursafn á universalthirst.com. Klippa: Universal Thirst - Tilnefningar til Hönnunarverðlauna Íslands 2022 Dómnefnd Hönnunarverðlauna Íslands skipa þau Sigríður Sigurjónsdóttir, hönnuður og safnstjóri Hönnunarsafns Íslands sem er formaður dómnefndar, María Kristín Jónsdóttir, hönnuður, varaformaður, Ragna Fróðadóttir, hönnuður, Þorleifur Gunnar Gíslason, hönnuður, Arna Sigríður Mathiesen, arkitekt, Margrét Kristín Sigurðardóttir fyrir Samtök Iðnaðarins og Daniel Byström, hönnuður og stofnandi Design Nation. Um verðlaunin Hönnunarverðlaun Íslands varpa ljósi á mikilvægi og gæðum íslenskrar hönnunar og arkitektúrs, enda er vægi hönnunar í menningu, samfélagi og viðskiptalífi alltaf að aukast. Hönnunarverðlaun Íslands beina sjónum að því besta sem gert er á sviði hönnunar og arkitektúrs á Íslandi um leið og einstaka hönnuðum eða hópum hönnuða er veitt mikilvæg viðurkenning. Verðlaunaafhendingin fer fram þann 17. nóvember næstkomandi ásamt samtali tengdum verðlaununum. Þar verða veitt Hönnunarverðlaun Íslands, Heiðursverðlaun Hönnunarverðlauna Íslands og viðurkenning fyrir bestu fjárfestingu í hönnun ársins 2022. Taktu daginn frá! Það er Miðstöð hönnunar og arkitektúrs sem stendur að verðlaununum, í samstarfi við Hönnunarsafn Íslands, Listaháskóla Íslands, Íslandsstofu og Samtök iðnaðarins.
Hönnunarverðlaun Íslands Tíska og hönnun Tengdar fréttir Hljóðhimnar tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2022 Hljóðhimnar eftir Þykjó er tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2022. Verðlaunin fara fram í Grósku þann 17. nóvember. 26. október 2022 09:00 Áríðandi tilraunir á raunveruleikanum tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2022 Verkefnið Áríðandi tilraunir á raunveruleikanum eftir Sól Hansdóttur er tilnefnt til Hönnunaverðlauna Íslands 2022. Verðlaunin fara fram í Grósku þann 17. nóvember. 25. október 2022 09:05 Snert á landslagi tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2022 Verkefnið Snert á landslagi eftir Tinnu Gunnarsdóttur er tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2022. Verðlaunin fara fram í Grósku þann 17. nóvember. 24. október 2022 09:00 Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Hljóðhimnar tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2022 Hljóðhimnar eftir Þykjó er tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2022. Verðlaunin fara fram í Grósku þann 17. nóvember. 26. október 2022 09:00
Áríðandi tilraunir á raunveruleikanum tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2022 Verkefnið Áríðandi tilraunir á raunveruleikanum eftir Sól Hansdóttur er tilnefnt til Hönnunaverðlauna Íslands 2022. Verðlaunin fara fram í Grósku þann 17. nóvember. 25. október 2022 09:05
Snert á landslagi tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2022 Verkefnið Snert á landslagi eftir Tinnu Gunnarsdóttur er tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2022. Verðlaunin fara fram í Grósku þann 17. nóvember. 24. október 2022 09:00