Tók sitt fyrsta gigg fyrir ári síðan en hefur nú spilað um allan heim Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 27. október 2022 08:00 Tónlistarkonan Árný Margrét er alin upp á Ísafirði. Hún spilaði fyrsta giggið sitt fyrir ári síðan en hefur nú spilað á tónlistarhátíðum erlendis. Anna Maggý Tónlistarkonan Árný Margrét á viðburðaríkt ár að baki sér en hún spilaði sitt fyrsta gigg á Airwaves hátíðinni í fyrra í gegnum streymi. Þá hafði hún einungis gefið út eitt lag en hefur nú sent frá sér plötu í fullri lengd og komið fram bæði hérlendis og erlendis. Blaðamaður tók púlsinn á Árnýju, sem spilar á Iceland Airwaves í ár. Öðruvísi en áður Árný segir hátíðina leggjast vel í sig. „Ég er bara mjög spennt. Ég er að fara að spila með bandi í fyrsta skipti, sem verður öðruvísi en ég hef gert áður. Ég hlakka bara til sjá alla hina tónlistarmennina, finna Airwaves fílinginn og spila auðvitað!“ View this post on Instagram A post shared by Arny Margret (@arnymargretmusic) Innblásturinn kemur úr öllum áttum til þessarar tónlistarkonu og má þar nefna umhverfið, fólk, veðrið, tónlist og textabrot. „Líka eitthvað sem ég er að fást við á því augnabliki, það getur verið svo ótrúlega margt sem veitir innblástur.“ Byrjaði fyrir ári Þrátt fyrir að búa að mikilli reynslu hefur Árný ekki verið í bransanum í langan tíma. „Það er í rauninni bara ár síðan ég byrjaði í þessu öllu saman. Fyrsta giggið var einmitt á Airwaves í fyrra, þá hafði ég bara gefið út eitt lag,“ segir Árný og bætir við: „Nú hef ég gefið út EP plötu og svo plötu í fullri lengd sem kom út núna í október.“ Árið hefur verið stútfullt af ævintýrum hjá henni en hún hefur verið að spila og ferðast mikið. „Ég hef komið fram í Evrópu, Kanada og Bandaríkjunum. Ég hef farið í nokkrar tónleikaferðir og hitaði þar á meðal upp fyrir Leif Vollebekk, Blake Mills og Pino Palladino, sem eru tónlistarmenn sem ég hef haldið lengi upp á. Svo kom ég fram á Newport Folk Festival í júlí, sem er mjög stórt tækifæri svona snemma á ferlinum.“ View this post on Instagram A post shared by Arny Margret (@arnymargretmusic) Sterkari eftir stór tækifæri „Ég hef lært rosalega margt og þroskast á þessu öllu saman. Líka þar sem ég hef ekki ferðast mikið áður, þá er þetta alveg út fyrir þægindarammann að fara til útlanda og spila fyrir mörg hundruð manns.“ Árný segir þetta búið að vera erfitt og gaman á sama tíma. „Ég er samt búin að kynnast mér meira, orðin sterkari og farin að þora aðeins meira en áður. Ég er mjög þakklát fyrir öll þessi stóru tækifæri og allt fólkið sem ég er búin að fá að vinna með.“ View this post on Instagram A post shared by Arny Margret (@arnymargretmusic) Aðspurð hvað hún geri til að undirbúa sig rétt fyrir gigg segir Árný Margrét: „Ég vel mér föt, geri mig til, raula lögin eitthvað aðeins með gítarinn og reyni að ná einbeitingu. En ég held að ég hafi enga heilaga rútínu, bara að stilla gítarinn kannski og tússa upp settlista. En eftir gigg þá fæ ég mér eitthvað gott, einhvern góðan mat eða snarl, fer í sturtu og hef það kósý. Það er orðin svolítil hefð.“ View this post on Instagram A post shared by Arny Margret (@arnymargretmusic) Árný spilar í Fríkirkjunni laugardagskvöldið 5. nóvember. Það er margt fleira á döfinni hjá henni en hún er farin að huga að útgáfutónleikum í tengslum við nýju plötuna. „Svo eru nokkur festivöl erlendis eftir áramót og eitthvað annað í bland, þar til meira kemur í ljós!“ Airwaves Tónlist Menning Tónleikar á Íslandi Tengdar fréttir „Þegar ég byrjaði að brjóta reglur þá fór ég að upplifa lífið á skemmtilegri hátt“ Tónlistarkonan Laufey Lín hefur náð gríðarlegum árangri á undanförnum árum úti í hinum stóra heimi. Blaðamaður hitti Laufeyju í kaffi og spjall um lífið og listina en hún er á miðju tónleikaferðalagi um þessar mundir. 26. október 2022 06:01 Árný Margrét frumsýnir tónlistarmyndband: Myrkur og vel valin augnablik Rísandi stjarnan Árný Margrét frumsýnir tónlistarmyndband við lagið The world is between us hér á Lífinu á Vísi. Myndbandinu er leikstýrt af Erlendi Sveinssyni en það er tekið á 16 millimetra filmu og eyddi tökuhópurinn fimm dögum fyrir vestan á Ísafirði, heimabæ Árnýjar, að skjóta það. 31. ágúst 2022 12:00 Tónlistarundrið Árný Margrét frumsýnir myndband við glænýtt lag „Ég held að það að vera á nýjum stað sem ég hafði aldrei komið á áður hafi kveikt í mér einhvern veginn. Lagið bara rann úr mér,“ segir unga tónlistarkonan Árný Margrét sem gaf í dag út sitt annað lag, Akureyri. En Árný frumsýnir myndband við lagið hér á Vísi. 27. janúar 2022 07:00 Iceland Airwaves birtir fyrstu staðfestu tónlistaratriði hátíðarinnar Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves staðfesti í dag að hátíðin fari fram í ár, þriðja til fimmta nóvember næstkomandi. Samhliða því voru fyrstu fjórtán böndin sem koma fram tilkynnt ásamt ýmsum spennandi nýjungum, þar sem listamönnum og viðburðarhöldurum býðst meðal annars að halda sína eigin viðburði. 23. mars 2022 12:01 Bjóða upp á dagpassa á Airwaves í ár Iceland Airwaves er handan við hornið og enn bætast við íslenskar stórstjörnur. Í dag var tilkynnt að Vök, Bríet, The Vintage Caravan, Systur, Júníus Meyvant, Emmsjé Gauta og Atla Örvarsson munu koma fram. Úkraínsku Eurovisionfararnir Go_A, finnski raf- og harmónikku músíkantinn Antti Paalanen og palenstínski Grammy verðlaunahafinn Arooj Aftab verða einnig á hátíðinni. 23. september 2022 13:31 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Öðruvísi en áður Árný segir hátíðina leggjast vel í sig. „Ég er bara mjög spennt. Ég er að fara að spila með bandi í fyrsta skipti, sem verður öðruvísi en ég hef gert áður. Ég hlakka bara til sjá alla hina tónlistarmennina, finna Airwaves fílinginn og spila auðvitað!“ View this post on Instagram A post shared by Arny Margret (@arnymargretmusic) Innblásturinn kemur úr öllum áttum til þessarar tónlistarkonu og má þar nefna umhverfið, fólk, veðrið, tónlist og textabrot. „Líka eitthvað sem ég er að fást við á því augnabliki, það getur verið svo ótrúlega margt sem veitir innblástur.“ Byrjaði fyrir ári Þrátt fyrir að búa að mikilli reynslu hefur Árný ekki verið í bransanum í langan tíma. „Það er í rauninni bara ár síðan ég byrjaði í þessu öllu saman. Fyrsta giggið var einmitt á Airwaves í fyrra, þá hafði ég bara gefið út eitt lag,“ segir Árný og bætir við: „Nú hef ég gefið út EP plötu og svo plötu í fullri lengd sem kom út núna í október.“ Árið hefur verið stútfullt af ævintýrum hjá henni en hún hefur verið að spila og ferðast mikið. „Ég hef komið fram í Evrópu, Kanada og Bandaríkjunum. Ég hef farið í nokkrar tónleikaferðir og hitaði þar á meðal upp fyrir Leif Vollebekk, Blake Mills og Pino Palladino, sem eru tónlistarmenn sem ég hef haldið lengi upp á. Svo kom ég fram á Newport Folk Festival í júlí, sem er mjög stórt tækifæri svona snemma á ferlinum.“ View this post on Instagram A post shared by Arny Margret (@arnymargretmusic) Sterkari eftir stór tækifæri „Ég hef lært rosalega margt og þroskast á þessu öllu saman. Líka þar sem ég hef ekki ferðast mikið áður, þá er þetta alveg út fyrir þægindarammann að fara til útlanda og spila fyrir mörg hundruð manns.“ Árný segir þetta búið að vera erfitt og gaman á sama tíma. „Ég er samt búin að kynnast mér meira, orðin sterkari og farin að þora aðeins meira en áður. Ég er mjög þakklát fyrir öll þessi stóru tækifæri og allt fólkið sem ég er búin að fá að vinna með.“ View this post on Instagram A post shared by Arny Margret (@arnymargretmusic) Aðspurð hvað hún geri til að undirbúa sig rétt fyrir gigg segir Árný Margrét: „Ég vel mér föt, geri mig til, raula lögin eitthvað aðeins með gítarinn og reyni að ná einbeitingu. En ég held að ég hafi enga heilaga rútínu, bara að stilla gítarinn kannski og tússa upp settlista. En eftir gigg þá fæ ég mér eitthvað gott, einhvern góðan mat eða snarl, fer í sturtu og hef það kósý. Það er orðin svolítil hefð.“ View this post on Instagram A post shared by Arny Margret (@arnymargretmusic) Árný spilar í Fríkirkjunni laugardagskvöldið 5. nóvember. Það er margt fleira á döfinni hjá henni en hún er farin að huga að útgáfutónleikum í tengslum við nýju plötuna. „Svo eru nokkur festivöl erlendis eftir áramót og eitthvað annað í bland, þar til meira kemur í ljós!“
Airwaves Tónlist Menning Tónleikar á Íslandi Tengdar fréttir „Þegar ég byrjaði að brjóta reglur þá fór ég að upplifa lífið á skemmtilegri hátt“ Tónlistarkonan Laufey Lín hefur náð gríðarlegum árangri á undanförnum árum úti í hinum stóra heimi. Blaðamaður hitti Laufeyju í kaffi og spjall um lífið og listina en hún er á miðju tónleikaferðalagi um þessar mundir. 26. október 2022 06:01 Árný Margrét frumsýnir tónlistarmyndband: Myrkur og vel valin augnablik Rísandi stjarnan Árný Margrét frumsýnir tónlistarmyndband við lagið The world is between us hér á Lífinu á Vísi. Myndbandinu er leikstýrt af Erlendi Sveinssyni en það er tekið á 16 millimetra filmu og eyddi tökuhópurinn fimm dögum fyrir vestan á Ísafirði, heimabæ Árnýjar, að skjóta það. 31. ágúst 2022 12:00 Tónlistarundrið Árný Margrét frumsýnir myndband við glænýtt lag „Ég held að það að vera á nýjum stað sem ég hafði aldrei komið á áður hafi kveikt í mér einhvern veginn. Lagið bara rann úr mér,“ segir unga tónlistarkonan Árný Margrét sem gaf í dag út sitt annað lag, Akureyri. En Árný frumsýnir myndband við lagið hér á Vísi. 27. janúar 2022 07:00 Iceland Airwaves birtir fyrstu staðfestu tónlistaratriði hátíðarinnar Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves staðfesti í dag að hátíðin fari fram í ár, þriðja til fimmta nóvember næstkomandi. Samhliða því voru fyrstu fjórtán böndin sem koma fram tilkynnt ásamt ýmsum spennandi nýjungum, þar sem listamönnum og viðburðarhöldurum býðst meðal annars að halda sína eigin viðburði. 23. mars 2022 12:01 Bjóða upp á dagpassa á Airwaves í ár Iceland Airwaves er handan við hornið og enn bætast við íslenskar stórstjörnur. Í dag var tilkynnt að Vök, Bríet, The Vintage Caravan, Systur, Júníus Meyvant, Emmsjé Gauta og Atla Örvarsson munu koma fram. Úkraínsku Eurovisionfararnir Go_A, finnski raf- og harmónikku músíkantinn Antti Paalanen og palenstínski Grammy verðlaunahafinn Arooj Aftab verða einnig á hátíðinni. 23. september 2022 13:31 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Þegar ég byrjaði að brjóta reglur þá fór ég að upplifa lífið á skemmtilegri hátt“ Tónlistarkonan Laufey Lín hefur náð gríðarlegum árangri á undanförnum árum úti í hinum stóra heimi. Blaðamaður hitti Laufeyju í kaffi og spjall um lífið og listina en hún er á miðju tónleikaferðalagi um þessar mundir. 26. október 2022 06:01
Árný Margrét frumsýnir tónlistarmyndband: Myrkur og vel valin augnablik Rísandi stjarnan Árný Margrét frumsýnir tónlistarmyndband við lagið The world is between us hér á Lífinu á Vísi. Myndbandinu er leikstýrt af Erlendi Sveinssyni en það er tekið á 16 millimetra filmu og eyddi tökuhópurinn fimm dögum fyrir vestan á Ísafirði, heimabæ Árnýjar, að skjóta það. 31. ágúst 2022 12:00
Tónlistarundrið Árný Margrét frumsýnir myndband við glænýtt lag „Ég held að það að vera á nýjum stað sem ég hafði aldrei komið á áður hafi kveikt í mér einhvern veginn. Lagið bara rann úr mér,“ segir unga tónlistarkonan Árný Margrét sem gaf í dag út sitt annað lag, Akureyri. En Árný frumsýnir myndband við lagið hér á Vísi. 27. janúar 2022 07:00
Iceland Airwaves birtir fyrstu staðfestu tónlistaratriði hátíðarinnar Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves staðfesti í dag að hátíðin fari fram í ár, þriðja til fimmta nóvember næstkomandi. Samhliða því voru fyrstu fjórtán böndin sem koma fram tilkynnt ásamt ýmsum spennandi nýjungum, þar sem listamönnum og viðburðarhöldurum býðst meðal annars að halda sína eigin viðburði. 23. mars 2022 12:01
Bjóða upp á dagpassa á Airwaves í ár Iceland Airwaves er handan við hornið og enn bætast við íslenskar stórstjörnur. Í dag var tilkynnt að Vök, Bríet, The Vintage Caravan, Systur, Júníus Meyvant, Emmsjé Gauta og Atla Örvarsson munu koma fram. Úkraínsku Eurovisionfararnir Go_A, finnski raf- og harmónikku músíkantinn Antti Paalanen og palenstínski Grammy verðlaunahafinn Arooj Aftab verða einnig á hátíðinni. 23. september 2022 13:31