„Áunninn athyglisbrestur er ekki til“ Stefán Árni Pálsson og Þórdís Valsdóttir skrifa 27. október 2022 10:30 Anna Tara hefur rannsakað ADHD meira en flestir hér á landi. Á samfélagsmiðlum á borð við TikTok er að finna fjöldann allan af myndböndum þar sem einkennum ADHD er lýst. Þegar leitað er að myllumerkinu ADHD má sjá að slík myndbönd hafa fengið yfir 16 milljarða áhorfa. Margir samsama sig við slík myndbönd og telja einkennin eiga við um sig. Oft eru talin upp mjög almenn einkenni í myndböndunum sem geta bæði átt við einstaklinga sem eru með ADHD og ekki. Fjallað var um málið í Íslandi í dag á Stöð 2 á þriðjudagskvöldið en þar var rætt við Svanhildi Hólm Valsdóttur og Önnu Töru. Þegar ADHD ber á góma er oft talað um að flest okkar getum verið gleymin og utan við okkur en er áunninn athyglisbrestur til? „Áunninn athyglisbrestur er ekki til,“ segir Anna Tara Andrésdóttir doktorsnemi í heila-, hugarstarfsemi og hegðun við Háskólann í Barcelona. Hún segir einnig að skjánotkun geti ekki valdið athyglisbresti en að einstaklingar með ADHD séu líklegri til að vera með meiri og hraðari skjánotkun til þess að sækja í örvun. Anna Tara segir að vinsæl TikTok myndbönd þar sem einkennum ADHD eru gerð skil geri meira gagn en ógagn og geti hjálpað einstaklingum með ógreint ADHD að átta sig á því hver einkennin eru. „Það á enginn að vera að greina sig sjálfur, þig getur grunað en svo áttu að fara til fagaðila,“ segir hún en bætir þó við að henni þyki fagaðilar hér á landi ekki alltaf hafa nægilega menntun til þess að annast ADHD greiningar. Hún telur aukna umræðu vera af hinu góða en hún segir skilninginn á ADHD ekki nægilegan og að umræðan einkennist af skort á samúð. „Það er alltaf eins og fólk sé að væla yfir engu og fólk skilur ekki hvað ADHD getur verið hamlandi,“ segir hún. Það geti fært fólki aukin lífsgæði að fá meðferð við röskuninni. Mjög dýrt Anna Tara segir að þrátt fyrir aukna vitund um ADHD og aukningu í ADHD greiningum fullorðinna sé þó langt í land. „Heldur betur ef þú vilt hafa minni samfélagslegan kostnað, því það er mjög dýrt að meðhöndla ekki ADHD, og ef þér er annt um vellíðan fólks og börnin þeirra, að þau eigi öll sem best lífsgæði, þá ætti hjálpin að koma strax,“ segir Anna Tara. Hér á landi er ekki til nein tölfræði um hversu margir eru greindir með ADHD heldur einungis tölfræði um það hversu margir taki lyf. Anna Tara gagnrýnir það harðlega að umræðan snúist einungis um lyfjanotkun og kallar eftir tölum um greiningar. „Mér finnst ekki hægt að bera saman lyfjanotkun milli landa ef við erum ekki með tölur um greiningar,“ segir Anna Tara og segir að ef fleiri Íslendingar taki lyf sé það til marks um það að við séum að sinna málaflokknum betur en nágrannalönd okkar. Rætt er við Önnu Töru í innslaginu hér að neðan en viðtalið við hana hefst þegar um sjö mínútur eru liðnar af þættinum. Ísland í dag Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Tíska og hönnun Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Fleiri fréttir Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Sjá meira
Margir samsama sig við slík myndbönd og telja einkennin eiga við um sig. Oft eru talin upp mjög almenn einkenni í myndböndunum sem geta bæði átt við einstaklinga sem eru með ADHD og ekki. Fjallað var um málið í Íslandi í dag á Stöð 2 á þriðjudagskvöldið en þar var rætt við Svanhildi Hólm Valsdóttur og Önnu Töru. Þegar ADHD ber á góma er oft talað um að flest okkar getum verið gleymin og utan við okkur en er áunninn athyglisbrestur til? „Áunninn athyglisbrestur er ekki til,“ segir Anna Tara Andrésdóttir doktorsnemi í heila-, hugarstarfsemi og hegðun við Háskólann í Barcelona. Hún segir einnig að skjánotkun geti ekki valdið athyglisbresti en að einstaklingar með ADHD séu líklegri til að vera með meiri og hraðari skjánotkun til þess að sækja í örvun. Anna Tara segir að vinsæl TikTok myndbönd þar sem einkennum ADHD eru gerð skil geri meira gagn en ógagn og geti hjálpað einstaklingum með ógreint ADHD að átta sig á því hver einkennin eru. „Það á enginn að vera að greina sig sjálfur, þig getur grunað en svo áttu að fara til fagaðila,“ segir hún en bætir þó við að henni þyki fagaðilar hér á landi ekki alltaf hafa nægilega menntun til þess að annast ADHD greiningar. Hún telur aukna umræðu vera af hinu góða en hún segir skilninginn á ADHD ekki nægilegan og að umræðan einkennist af skort á samúð. „Það er alltaf eins og fólk sé að væla yfir engu og fólk skilur ekki hvað ADHD getur verið hamlandi,“ segir hún. Það geti fært fólki aukin lífsgæði að fá meðferð við röskuninni. Mjög dýrt Anna Tara segir að þrátt fyrir aukna vitund um ADHD og aukningu í ADHD greiningum fullorðinna sé þó langt í land. „Heldur betur ef þú vilt hafa minni samfélagslegan kostnað, því það er mjög dýrt að meðhöndla ekki ADHD, og ef þér er annt um vellíðan fólks og börnin þeirra, að þau eigi öll sem best lífsgæði, þá ætti hjálpin að koma strax,“ segir Anna Tara. Hér á landi er ekki til nein tölfræði um hversu margir eru greindir með ADHD heldur einungis tölfræði um það hversu margir taki lyf. Anna Tara gagnrýnir það harðlega að umræðan snúist einungis um lyfjanotkun og kallar eftir tölum um greiningar. „Mér finnst ekki hægt að bera saman lyfjanotkun milli landa ef við erum ekki með tölur um greiningar,“ segir Anna Tara og segir að ef fleiri Íslendingar taki lyf sé það til marks um það að við séum að sinna málaflokknum betur en nágrannalönd okkar. Rætt er við Önnu Töru í innslaginu hér að neðan en viðtalið við hana hefst þegar um sjö mínútur eru liðnar af þættinum.
Ísland í dag Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Tíska og hönnun Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Fleiri fréttir Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Sjá meira