Forsetahjónin funduðu með hinsegin fólki sem lifir í ótta í Slóvakíu Heimir Már Pétursson skrifar 28. október 2022 14:21 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid forsetafrú á fundi með eiganda skemmtistaðarins Tepláreň (tv við forsetann) og sex fulltrúum samtaka hinsegin fólks, og fleiri samtaka í Bratislava í gær. forsetaembættið Forseti Íslands segir Íslendinga og Slóvaka geta unnið saman að uppbygginu á nýtingu jarðhita þar í landi en samkomulag var undirritað um samvinnu þjóðanna í þeim efnum í heimsókn forsetans til Slóvakíu sem lýkur í dag. Forsetahjónin vottuðu tveimur ungum samkynhneigðum mönnum sem myrtir voru í Bratislava virðingu sína í gær. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid forsetafrú komu í opinbera heimsókn til Bratislava höfuðborgar Slóvakíu í gær í boði Zuzönu Caputová forseta landsins og lýkur heimsókninni í dag. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra er í fylgd forseta ásamt viðskiptasendinefnd. Margir Íslendingar læra læknisfræði í Slóvakíu og fundaði forsetinn með hópi þeirra í morgun. Guðni segir heimsóknir sem þessar geta eflt jákvæð samskipti ríkjanna. Í gær hafi verið boðað til viðskiptaþings þar sem meðal annars var hefði verið staðfest samkomulag um samvinnu þjóðanna um nýtingu jarðhita í Slóvakíu. „Hann má nýta hér víða. Í þeirri orkukrísu sem nú ríkir og vegna þess að við þurfum að nýta græna orku í enn ríkari mæli en áður liggur beint við að Slóvakar horfi niður á við og nýti sinn jarðhita. Þeir vilja þá nýta þekkingu okkar og reynslu í þeim efnum. Nú þegar er ljóst að heimsóknin hefur borið árangur að því leytinu til,“ segir Guðni. Guðni th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid forsetafrú votta þeim sem voru myrtir virðingu sína. Annar þeirra var starfsmaður Tepláreň skemmtistaðarins en eigandi staðarins stendur til vinstri aftan við Elizu.forsetaembættið Það vakti athygli fjölmiðla í Slóvakíu að forsetahjónin heimsóttu Tepláreň skemmtistaðinn í Bratislava en þar fyrir utan skaut nítján ára maður tvo unga samkynhneigða menn til bana og særði unga konu fyrir hálfum mánuði. Forsetahjónin lögðu blóm að morðstaðnum og funduðu síðan með fulltrúum félaga hinsegin fólks og ýmissa annarra mannréttindasamtaka. Zuzana Caputova forseti Slóvakíu er ötull talsmaður mannréttinda og vakti sjálf athygli á heimsókn íslensku forsetahjónanna á Tepláreň skemmtistaðinn og fund þeirra með fulltrúum ýmissa mannréttindasamtaka.Getty/Carsten Koal Guðni segir Slóvakíu íhaldssama þjóð þegar komi að réttindum samkynhneigðra. Forseti landsins væri hins vegar ötull talsmaður umburðarlyndis og víðsýni og hafi sjálf vakið athygli landa sinna á viðburðinum og fundi íslensku forsetahjónanna með fulltrúum mannréttindasamtakanna. Hvernig lýsti þetta fólk sem þið rædduð við aðstæðum ef þú berð það saman við það sem þú þekkir uppi á Íslandi? „Það lifir í ótta. Sífelldum ótta um aðkast, ofbeldi, það lifir í sífelldum ótta um útskúfun heima fyrir. Vissulega er það svo heima á Íslandi að við getum gert ýmislegt betur. Sumt fólk talar um bakslag í réttindabaráttu hinsegin fólks og við sjáum teikn þess. En ég ætla samt að leyfa mér að halda því fram að heima getum við þó þakkað fyrir það sem hefur áunnist,“sagði Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands. Með forsetahjónunum á myndinni eru: Roman Samotný, LGBTIQ+ aðgerðarsinni og eigandi Tepláreň staðarins (við hlið Elizu), Martin Macko, LGBTIQ+ formaður samtakanna Inakost, Andrej Kuruc, sérfræðingur á meðferðarstöð fyrir þolendur kynbundins ofbeldis, Silvía Porubänová forstöðumaður Mannréttindiasamtaka Slóvakíu, Olga Pietruchova sérfræðingur hjá Flóttamannastofnun SÞ í Bratislava, Barbara Holubová jafnréttissérfræðingur hjá CELSI félagasamtökunum, Barbora Burajová forstöðumaður Meðferðarstöðvar fyrir þolendur kynbundins ofbeldisforsetaembættið Forseti Íslands Slóvakía Jarðhiti Hinsegin Guðni Th. Jóhannesson Tengdar fréttir Önnur árás framin á meðan forsetahjónin heiðruðu fórnarlömb Forsetahjón Íslands eru í opinberri heimsókn í Slóvakíu þessa dagana. Í morgun lögðu þau kerti á minnisvarða um tvö fórnarlömb skotárásar sem framin var fyrir framan skemmtistað hinsegin fólks í landinu á dögunum. Á sama tíma og þau gerðu það bárust fregnir af annarri árás á hinsegin hjón. 27. október 2022 19:10 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid forsetafrú komu í opinbera heimsókn til Bratislava höfuðborgar Slóvakíu í gær í boði Zuzönu Caputová forseta landsins og lýkur heimsókninni í dag. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra er í fylgd forseta ásamt viðskiptasendinefnd. Margir Íslendingar læra læknisfræði í Slóvakíu og fundaði forsetinn með hópi þeirra í morgun. Guðni segir heimsóknir sem þessar geta eflt jákvæð samskipti ríkjanna. Í gær hafi verið boðað til viðskiptaþings þar sem meðal annars var hefði verið staðfest samkomulag um samvinnu þjóðanna um nýtingu jarðhita í Slóvakíu. „Hann má nýta hér víða. Í þeirri orkukrísu sem nú ríkir og vegna þess að við þurfum að nýta græna orku í enn ríkari mæli en áður liggur beint við að Slóvakar horfi niður á við og nýti sinn jarðhita. Þeir vilja þá nýta þekkingu okkar og reynslu í þeim efnum. Nú þegar er ljóst að heimsóknin hefur borið árangur að því leytinu til,“ segir Guðni. Guðni th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid forsetafrú votta þeim sem voru myrtir virðingu sína. Annar þeirra var starfsmaður Tepláreň skemmtistaðarins en eigandi staðarins stendur til vinstri aftan við Elizu.forsetaembættið Það vakti athygli fjölmiðla í Slóvakíu að forsetahjónin heimsóttu Tepláreň skemmtistaðinn í Bratislava en þar fyrir utan skaut nítján ára maður tvo unga samkynhneigða menn til bana og særði unga konu fyrir hálfum mánuði. Forsetahjónin lögðu blóm að morðstaðnum og funduðu síðan með fulltrúum félaga hinsegin fólks og ýmissa annarra mannréttindasamtaka. Zuzana Caputova forseti Slóvakíu er ötull talsmaður mannréttinda og vakti sjálf athygli á heimsókn íslensku forsetahjónanna á Tepláreň skemmtistaðinn og fund þeirra með fulltrúum ýmissa mannréttindasamtaka.Getty/Carsten Koal Guðni segir Slóvakíu íhaldssama þjóð þegar komi að réttindum samkynhneigðra. Forseti landsins væri hins vegar ötull talsmaður umburðarlyndis og víðsýni og hafi sjálf vakið athygli landa sinna á viðburðinum og fundi íslensku forsetahjónanna með fulltrúum mannréttindasamtakanna. Hvernig lýsti þetta fólk sem þið rædduð við aðstæðum ef þú berð það saman við það sem þú þekkir uppi á Íslandi? „Það lifir í ótta. Sífelldum ótta um aðkast, ofbeldi, það lifir í sífelldum ótta um útskúfun heima fyrir. Vissulega er það svo heima á Íslandi að við getum gert ýmislegt betur. Sumt fólk talar um bakslag í réttindabaráttu hinsegin fólks og við sjáum teikn þess. En ég ætla samt að leyfa mér að halda því fram að heima getum við þó þakkað fyrir það sem hefur áunnist,“sagði Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands. Með forsetahjónunum á myndinni eru: Roman Samotný, LGBTIQ+ aðgerðarsinni og eigandi Tepláreň staðarins (við hlið Elizu), Martin Macko, LGBTIQ+ formaður samtakanna Inakost, Andrej Kuruc, sérfræðingur á meðferðarstöð fyrir þolendur kynbundins ofbeldis, Silvía Porubänová forstöðumaður Mannréttindiasamtaka Slóvakíu, Olga Pietruchova sérfræðingur hjá Flóttamannastofnun SÞ í Bratislava, Barbara Holubová jafnréttissérfræðingur hjá CELSI félagasamtökunum, Barbora Burajová forstöðumaður Meðferðarstöðvar fyrir þolendur kynbundins ofbeldisforsetaembættið
Forseti Íslands Slóvakía Jarðhiti Hinsegin Guðni Th. Jóhannesson Tengdar fréttir Önnur árás framin á meðan forsetahjónin heiðruðu fórnarlömb Forsetahjón Íslands eru í opinberri heimsókn í Slóvakíu þessa dagana. Í morgun lögðu þau kerti á minnisvarða um tvö fórnarlömb skotárásar sem framin var fyrir framan skemmtistað hinsegin fólks í landinu á dögunum. Á sama tíma og þau gerðu það bárust fregnir af annarri árás á hinsegin hjón. 27. október 2022 19:10 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Önnur árás framin á meðan forsetahjónin heiðruðu fórnarlömb Forsetahjón Íslands eru í opinberri heimsókn í Slóvakíu þessa dagana. Í morgun lögðu þau kerti á minnisvarða um tvö fórnarlömb skotárásar sem framin var fyrir framan skemmtistað hinsegin fólks í landinu á dögunum. Á sama tíma og þau gerðu það bárust fregnir af annarri árás á hinsegin hjón. 27. október 2022 19:10