„Við erum ólíkir menn“ Árni Sæberg skrifar 30. október 2022 16:27 Guðlaugur Þór Þórsson ætlar sér að verða næsti formaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Ívar F Guðlaugur Þór Þórðarson ákvað í gærmorgun að bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins. Hann tilkynnti mótherja sínum í formannsslagnum, Bjarna Benediktssyni, ákvörðun sína í morgun en gefur ekkert upp um það hvað fór þeim á milli áður en hann tilkynnti ákvörðun sína opinberlega. Guðlaugur Þór tilkynnti ákvörðun sína fyrir troðfullum fundarsal í Valhöll í dag. Guðlaugur þór hóf ræðu sína á því að segja að enginn stjórnmálamaður ætti betri vini og stuðningsmenn en hann. Þá sagði hann fólkið í salnum vita hvernig staðan í Sjálfstæðisflokknum væri. Flokkurinn væri lengi búinn að vera að vinna varnarsigra og nú þyrfti að snúa vörn í sókn. Í samtali við fréttastofu að lokinni ræðu sagði Guðlaugur Þór að hann hefði ekki tekið ákvörðun fyrr en í gærmorgun. Það hafi hann gert eftir að hafa fundið fyrir miklum vilja innan flokksins fyrir breytingum. „Þegar maður heyrir þennan tón frá Sjálfstæðismönnum um allt land, að við verðum að gera betur, þá hlustar maður eftir því,“ sagði Guðlaugur Þór. Hann segir fundinn í dag vera staðfestingu á því að mjög margir séu þeirrar skoðunar að tími sé kominn á breytingar í forystu Sjálfstæðisflokksins. Stuðningsmenn Guðlaugs Þórs fögnuðu innilega þegar hann tilkynnti framboð sitt.Vísir/Berghildur Hefur ekki hugsað um ráðherrakapal Guðlaugur Þór segir vangaveltur um fyrirséðan ráðherrakapal innan ríkisstjórnarinnar ekki hafa haft áhrif á ákvörðun hans um að gefa kost á sér í formannsembættið. Þá hafi hann ekki hugleitt það enn hvernig breytingar hann myndi gera á ráðherraskipan verði hann kosinn formaður. Bjarni Benediktsson, sitjandi formaður, sagði í morgun að hann myndi hætta í pólitík tapi hann gegn Guðlaugi Þór á landsfundi næstu helgi. „Því er ljóst að skipa mun þurfa í fjármálaráðherrastól fari svo að Guðlaugur Þór fari með sigur af hólmi. „Það er allt of snemmt að spá í nokkurn hlut og í fyrsta lagi eigum við eftir að kjósa. Það eru landsfundarfulltrúar sem taka ákvörðun og svo þurfum við að virða þá niðurstöðu,“ segir Guðlaugur Þór. „Við erum ólíkir menn“ Haft hefur verið eftir Bjarna Benediktssyni að lítill munur sé á stefnumálum þeirra Guðlaugs Þórs. „Það er nú ekki alveg sanngjarnt. Auðvitað eigum við margt sameiginlegt en við erum ólíkir menn og með ólíka nálgun. En ég ætla ekkert að rekja það nákvæmlega,“ segir Guðlaugur Þór. Fréttamaður okkar spurði Guðlaug Þór Þórðarson spjörunum úr að lokinni ræðu hans þar sem hann tilkynnti framboð sitt til embættis formanns Sjálfstæðisflokksins. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan: Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Mest lesið Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira
Guðlaugur Þór tilkynnti ákvörðun sína fyrir troðfullum fundarsal í Valhöll í dag. Guðlaugur þór hóf ræðu sína á því að segja að enginn stjórnmálamaður ætti betri vini og stuðningsmenn en hann. Þá sagði hann fólkið í salnum vita hvernig staðan í Sjálfstæðisflokknum væri. Flokkurinn væri lengi búinn að vera að vinna varnarsigra og nú þyrfti að snúa vörn í sókn. Í samtali við fréttastofu að lokinni ræðu sagði Guðlaugur Þór að hann hefði ekki tekið ákvörðun fyrr en í gærmorgun. Það hafi hann gert eftir að hafa fundið fyrir miklum vilja innan flokksins fyrir breytingum. „Þegar maður heyrir þennan tón frá Sjálfstæðismönnum um allt land, að við verðum að gera betur, þá hlustar maður eftir því,“ sagði Guðlaugur Þór. Hann segir fundinn í dag vera staðfestingu á því að mjög margir séu þeirrar skoðunar að tími sé kominn á breytingar í forystu Sjálfstæðisflokksins. Stuðningsmenn Guðlaugs Þórs fögnuðu innilega þegar hann tilkynnti framboð sitt.Vísir/Berghildur Hefur ekki hugsað um ráðherrakapal Guðlaugur Þór segir vangaveltur um fyrirséðan ráðherrakapal innan ríkisstjórnarinnar ekki hafa haft áhrif á ákvörðun hans um að gefa kost á sér í formannsembættið. Þá hafi hann ekki hugleitt það enn hvernig breytingar hann myndi gera á ráðherraskipan verði hann kosinn formaður. Bjarni Benediktsson, sitjandi formaður, sagði í morgun að hann myndi hætta í pólitík tapi hann gegn Guðlaugi Þór á landsfundi næstu helgi. „Því er ljóst að skipa mun þurfa í fjármálaráðherrastól fari svo að Guðlaugur Þór fari með sigur af hólmi. „Það er allt of snemmt að spá í nokkurn hlut og í fyrsta lagi eigum við eftir að kjósa. Það eru landsfundarfulltrúar sem taka ákvörðun og svo þurfum við að virða þá niðurstöðu,“ segir Guðlaugur Þór. „Við erum ólíkir menn“ Haft hefur verið eftir Bjarna Benediktssyni að lítill munur sé á stefnumálum þeirra Guðlaugs Þórs. „Það er nú ekki alveg sanngjarnt. Auðvitað eigum við margt sameiginlegt en við erum ólíkir menn og með ólíka nálgun. En ég ætla ekkert að rekja það nákvæmlega,“ segir Guðlaugur Þór. Fréttamaður okkar spurði Guðlaug Þór Þórðarson spjörunum úr að lokinni ræðu hans þar sem hann tilkynnti framboð sitt til embættis formanns Sjálfstæðisflokksins. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan:
Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Mest lesið Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira