Skoða hvað gerðist ef allir sæstrengirnir til Íslands rofnuðu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 31. október 2022 12:46 Guðmundur segir það hafa verið til skoðunar á vormánuðum til hvaða ráða sé hægt að grípa ef allir strengirnir detta út á sama tíma. Vísir/Sigurjón Áhættumat hefur verið unnið vegna mögulegs tjóns á sæstrengjunum sem liggja frá Íslandi. Að sögn Guðmundar Arnars Sigmundssonar, sviðsstjóra hjá Fjarskiptastofu og forstöðumanns netöryggissveitar CERT-IS, er fjarskiptasamband Íslands við umheimin ekki í hættu eins og er. Frá þessu greinir RÚV. Tveir sæstrengir eru í notkun eins og er en sá þriðji verður tekinn í notkun á næsta ári. Menn hafa verið uggandi vegna mögulegra skemmdarverka á sæstrengjunum í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu, ekki síst vegna aukinnar kafbátaumferðar og skemmda á gasleiðslum í Eystrasalti. Guðmundur segir kerfið hannað þannig að ef einn sæstrengur dettur út beinist netumferðin um hina. Einn strengur ráði raunar við netálagið á Íslandi en strengirnir séu fleiri öryggisins vegna. „Við erum með tvo virka nútímalega strengi, Farice og Danice. Annar fer frá Íslandi til Danmerkur og hinn fer frá Íslandi til Skotlands. Netumferð Íslands til útlanda fer fyrst og fremst í gegnum þessa strengi. Síðan er búið að leggja nýjan streng, Irice. Hann er ekki kominn í gagnið en við reiknum með að hann komist í gagnið snemma á vormánuðum á næsta ári og verður gífurleg búbót fyrir Ísland, bæði hvað flutningsgetu varðar og hvað okkar margumtalaða öryggi okkar varðar,“ segir Guðmundur. Hann segir vitað að skemmdarverk hafi verið unnin á sæstrengjum á síðustu misserum en um það bil 500 slíkir liggi heimsálfa á milli. Hér á landi sé eftirlit með sæstrengjunum á borði Landhelgisgæslunnar, sem fái ráðgjöf erlendis frá um það hvernig hægt er að vernda strengina. Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Sjá meira
Frá þessu greinir RÚV. Tveir sæstrengir eru í notkun eins og er en sá þriðji verður tekinn í notkun á næsta ári. Menn hafa verið uggandi vegna mögulegra skemmdarverka á sæstrengjunum í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu, ekki síst vegna aukinnar kafbátaumferðar og skemmda á gasleiðslum í Eystrasalti. Guðmundur segir kerfið hannað þannig að ef einn sæstrengur dettur út beinist netumferðin um hina. Einn strengur ráði raunar við netálagið á Íslandi en strengirnir séu fleiri öryggisins vegna. „Við erum með tvo virka nútímalega strengi, Farice og Danice. Annar fer frá Íslandi til Danmerkur og hinn fer frá Íslandi til Skotlands. Netumferð Íslands til útlanda fer fyrst og fremst í gegnum þessa strengi. Síðan er búið að leggja nýjan streng, Irice. Hann er ekki kominn í gagnið en við reiknum með að hann komist í gagnið snemma á vormánuðum á næsta ári og verður gífurleg búbót fyrir Ísland, bæði hvað flutningsgetu varðar og hvað okkar margumtalaða öryggi okkar varðar,“ segir Guðmundur. Hann segir vitað að skemmdarverk hafi verið unnin á sæstrengjum á síðustu misserum en um það bil 500 slíkir liggi heimsálfa á milli. Hér á landi sé eftirlit með sæstrengjunum á borði Landhelgisgæslunnar, sem fái ráðgjöf erlendis frá um það hvernig hægt er að vernda strengina.
Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði