„Ég óttast nákvæmlega ekki neitt“ Árni Sæberg skrifar 31. október 2022 19:57 Það stefnir í harða baráttu um formannsstól Sjálfstæðisflokksins. Vísir Guðlaugur Þór Þórðarson segist ekki óttast um ráðherrastól sinn tapi hann formannskjöri gegn Bjarna Benediktssyni á landsfundi Sjálfstæðisflokksins um helgina. Bjarni segir að spyrja þurfi að því að leikslokum og að hann trúi því að kosningabaráttan verði drengileg. Þeir Bjarni og Guðlaugur Þór mættust í fyrsta skipti frá því að Guðlaugur Þór lýsti yfir framboði sínu í Fréttavaktinni á Hringbraut nú í kvöld. Í upphafi þáttar sagði Guðlaugur Þór að framboð hans væri ekki vantraustsyfirlýsing á hendur Bjarna. „Við státum okkur réttilega af því að vera með lýðræðisveislur reglulega. Það er nú bara þannig að við keppumst um sæti, í prófkjörum, á landsfundum og það er ekkert nýtt í því. Þetta verður ekki fyrsta eða síðasta kosning sem fer fram á landsfundi,“ sagði hann. Bjarni sagði að framboð Guðlaugs Þórs hafi ekki komið honum á óvart en þó hafi tímasetning þess gert það. Tímasetningin sé óheppileg svo snemma á kjörtímabilinu og í endurnýjuðu stjórnarsamstarfi. Eðlilegra væri að menn færu fram í aðdraganda kosninga. Guðlaugur sagði hins vegar að um góða tímasetningu væri að ræða. Stutt sé í kosningar, aðeins þrjú ár, og mikilvægt sé að undirbúa flokkinn fyrir þær. „Ef þú verður kosinn formaður þá kem ég aftur heim“ Guðlaugur Þór sagðist ekki vera í framboði eða mættur í kappræður til þess að gagnrýna störf Bjarna. Hann hafi einfaldlega fundið fyrir vilja innan flokksins að skipt yrði um formann. Hann viti að flokkurinn hafi tapað kjósendum undanfarið. „Núna þegar þetta er komið fram þá er fólk sem er fyrir utan flokkinn og var hjá okkur sem segir að ef þú verður kosinn formaður þá kem ég aftur heim. Mér þykir vænt um það,“ sagði Guðlaugur. Ræðir glaður Íslandsbankaskýrsluna Bjarni sagðist ekki óttast neinar þær spurningar sem hann mun fá í kosningabaráttunni. Til dæmis muni hann glaður ræða skýrslu um sölu þriðjungs af hluta ríkisins í Íslandsbanka, þó hún sé reyndar ekki komin út. „Mér líður stundum eins og gömlum hermanni í þessu. Maður hefur fengið skrámur og einstaka ör en það er búið að sauma það allt saman og maður heldur áfram og maður er reynslunni ríkari,“ sagði Bjarni. Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sjá meira
Þeir Bjarni og Guðlaugur Þór mættust í fyrsta skipti frá því að Guðlaugur Þór lýsti yfir framboði sínu í Fréttavaktinni á Hringbraut nú í kvöld. Í upphafi þáttar sagði Guðlaugur Þór að framboð hans væri ekki vantraustsyfirlýsing á hendur Bjarna. „Við státum okkur réttilega af því að vera með lýðræðisveislur reglulega. Það er nú bara þannig að við keppumst um sæti, í prófkjörum, á landsfundum og það er ekkert nýtt í því. Þetta verður ekki fyrsta eða síðasta kosning sem fer fram á landsfundi,“ sagði hann. Bjarni sagði að framboð Guðlaugs Þórs hafi ekki komið honum á óvart en þó hafi tímasetning þess gert það. Tímasetningin sé óheppileg svo snemma á kjörtímabilinu og í endurnýjuðu stjórnarsamstarfi. Eðlilegra væri að menn færu fram í aðdraganda kosninga. Guðlaugur sagði hins vegar að um góða tímasetningu væri að ræða. Stutt sé í kosningar, aðeins þrjú ár, og mikilvægt sé að undirbúa flokkinn fyrir þær. „Ef þú verður kosinn formaður þá kem ég aftur heim“ Guðlaugur Þór sagðist ekki vera í framboði eða mættur í kappræður til þess að gagnrýna störf Bjarna. Hann hafi einfaldlega fundið fyrir vilja innan flokksins að skipt yrði um formann. Hann viti að flokkurinn hafi tapað kjósendum undanfarið. „Núna þegar þetta er komið fram þá er fólk sem er fyrir utan flokkinn og var hjá okkur sem segir að ef þú verður kosinn formaður þá kem ég aftur heim. Mér þykir vænt um það,“ sagði Guðlaugur. Ræðir glaður Íslandsbankaskýrsluna Bjarni sagðist ekki óttast neinar þær spurningar sem hann mun fá í kosningabaráttunni. Til dæmis muni hann glaður ræða skýrslu um sölu þriðjungs af hluta ríkisins í Íslandsbanka, þó hún sé reyndar ekki komin út. „Mér líður stundum eins og gömlum hermanni í þessu. Maður hefur fengið skrámur og einstaka ör en það er búið að sauma það allt saman og maður heldur áfram og maður er reynslunni ríkari,“ sagði Bjarni.
Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sjá meira