Lærði spænsku til að gera leitina auðveldari og það borgaði sig Stefán Árni Pálsson skrifar 1. nóvember 2022 12:00 Ótrúleg leitarsaga Juan Gabriel. Í Leitinni að upprunanum á Stöð 2 á sunnudagskvöldið var haldið áfram að fjalla um leit Juan Gabriel Rios Kristjánssonar að móður sinni. Í fyrri þættinum komst hann í samband við bræður sína og fleiri fjölskyldumeðlimi en Juan Gabriel var ættleiddur frá Kólumbíu fyrir rétt rúmum 40 árum og hafði leitað að ættingjum sínum þar í rúman áratug. Í uppvextinum vissi hann það eitt um upprunann að hann ætti þar móður og bróður sem væri um tveimur árum eldri en hann. Svo kom á daginn að Juan Gabriel átti fleiri bræður og hitti hann þá í Kólumbíu og eyddi deginum með þeim, og fékk Sigrún Ósk að fylgjast vel með. En stóra markmiðið var alltaf að fá að hitta móður sína. Fyrir þá sem hafa ekki séð þáttinn og vilja ekki vita hvernig málin þróuðust í leit Juan Gabriel ættu ekki að lesa lengur. . . . . . Það er búið að vara þig við. . . . . . . Sigrún Ósk og Gabriel héldu einn morguninn af stað til borgarinnar Cucuta í Kólumbíu en ætlunarverkið var reyna að finna bróður Gabríels í borginni. Sá var gefinn til ættleiðingar, líkt og Gabríel, en til fjölskyldu í Cucuta og samkvæmt upplýsingum frá Nelie, móður Gabríels, hefur honum ekki verið sagt að hann sé ættleiddur. Gabríel var ákveðinn í að reyna að hafa upp á honum og reiknaði með að segja honum sannleikann um hvernig þeir tengdust. Gabriel komst að því hver bróðir sinn er sem var einnig ættleiddur en náði ekki að komast í samband við hann í þættinum. Eins og kemur fram í greininni er málið gríðarlega flókið. @egill Gabriel hitti frænkur sínar í fallegu boði þar sem til að mynda var haldið upp á alla þá afmælisdaga sem þær misstu af með frænda sínum. Þegar Sigrún Ósk og Gabriel ætluðu sér að halda ferðalagi sínu áfram kom í ljós að fjölskyldunni hafði tekist finna föður Gabríels á Facebook, en því miður mundi enginn eftirnafn hans og gæti málið í raun verið efni í annan þátt. Augnablikið þegar hann hitti móður sína í fyrsta sinn í fjörutíu ár. Leitin að bróður hans gekk erfiðlega en eftir erfiðan leitardag náði hann að fá upplýsingar um Facebook-síðu hans. Málið er samt sem áður flókið, þar sem móðir hans vill ekki að hann viti að hann hafi verið ættleiddur. En því næst var förinni haldið til borgarinnar Barranquilla þar sem móðir hans var stödd. Þegar þau mættu í borgina hélt tökuteymið, Sigrún Ósk og Gabriel á heimili frænku Gabriels þar sem hópurinn fékk að hitta eldri bróður hans og móður. Eftir þrettán ára leit var komið að stundinni. Hér að neðan má sjá augnablikið mikilvæga þegar hann fékk loks að hitta móður sína. Klippa: Lærði spænsku til að gera leitina auðveldari og það borgaði sig Leitin að upprunanum Mest lesið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Sjá meira
Í fyrri þættinum komst hann í samband við bræður sína og fleiri fjölskyldumeðlimi en Juan Gabriel var ættleiddur frá Kólumbíu fyrir rétt rúmum 40 árum og hafði leitað að ættingjum sínum þar í rúman áratug. Í uppvextinum vissi hann það eitt um upprunann að hann ætti þar móður og bróður sem væri um tveimur árum eldri en hann. Svo kom á daginn að Juan Gabriel átti fleiri bræður og hitti hann þá í Kólumbíu og eyddi deginum með þeim, og fékk Sigrún Ósk að fylgjast vel með. En stóra markmiðið var alltaf að fá að hitta móður sína. Fyrir þá sem hafa ekki séð þáttinn og vilja ekki vita hvernig málin þróuðust í leit Juan Gabriel ættu ekki að lesa lengur. . . . . . Það er búið að vara þig við. . . . . . . Sigrún Ósk og Gabriel héldu einn morguninn af stað til borgarinnar Cucuta í Kólumbíu en ætlunarverkið var reyna að finna bróður Gabríels í borginni. Sá var gefinn til ættleiðingar, líkt og Gabríel, en til fjölskyldu í Cucuta og samkvæmt upplýsingum frá Nelie, móður Gabríels, hefur honum ekki verið sagt að hann sé ættleiddur. Gabríel var ákveðinn í að reyna að hafa upp á honum og reiknaði með að segja honum sannleikann um hvernig þeir tengdust. Gabriel komst að því hver bróðir sinn er sem var einnig ættleiddur en náði ekki að komast í samband við hann í þættinum. Eins og kemur fram í greininni er málið gríðarlega flókið. @egill Gabriel hitti frænkur sínar í fallegu boði þar sem til að mynda var haldið upp á alla þá afmælisdaga sem þær misstu af með frænda sínum. Þegar Sigrún Ósk og Gabriel ætluðu sér að halda ferðalagi sínu áfram kom í ljós að fjölskyldunni hafði tekist finna föður Gabríels á Facebook, en því miður mundi enginn eftirnafn hans og gæti málið í raun verið efni í annan þátt. Augnablikið þegar hann hitti móður sína í fyrsta sinn í fjörutíu ár. Leitin að bróður hans gekk erfiðlega en eftir erfiðan leitardag náði hann að fá upplýsingar um Facebook-síðu hans. Málið er samt sem áður flókið, þar sem móðir hans vill ekki að hann viti að hann hafi verið ættleiddur. En því næst var förinni haldið til borgarinnar Barranquilla þar sem móðir hans var stödd. Þegar þau mættu í borgina hélt tökuteymið, Sigrún Ósk og Gabriel á heimili frænku Gabriels þar sem hópurinn fékk að hitta eldri bróður hans og móður. Eftir þrettán ára leit var komið að stundinni. Hér að neðan má sjá augnablikið mikilvæga þegar hann fékk loks að hitta móður sína. Klippa: Lærði spænsku til að gera leitina auðveldari og það borgaði sig
Leitin að upprunanum Mest lesið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Sjá meira