Umræðunum var stýrt af Hólmfríði Gísladóttur fréttamanni. Pallborðið var einnig í beinni útsendingu á Stöð 2 Vísi og var lýst í beinni textalýsingu hér að neðan.
Guðlaugur Þór, umhverfis-,orku-, og loftlagsmálaráðherra, tilkynnti um helgina að hann myndi bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins á landsþingi flokksins sem haldið verður um næstu helgi.
Þar mun hann freista þess að steypa Bjarna, sem gegnir embætti fjármála- og efnahagsráðherra, af stóli. Bjarni hefur leitt flokkinn í þrettán ár.