Segir millitekjufólk í vandræðum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 1. nóvember 2022 13:16 Vilhjálmur Birgisson er formaður Starfsgreinasambandsins. Formaður Starfsgreinasambandsins segir kröfugerð Eflingar raunhæfa og vel unna. Nauðsynlegt væri að ná fram krónutöluhækkun enda hafi framfærslukostnaður launafólks hækkað svo gríðarlega að nú væri millitekjufólk að berjast í bökkum. Í gær afhenti Efling Samtökum atvinnulífsins kröfugerð fyrir komandi kjarasamningsviðræður sem hljóðar meðal annars upp á 167 þúsund króna hækkun allra mánaðarlauna á þriggja ára samningstímabili. Formanni Starfsgreinasambandsins líst vel á kröfugerðina, segir hana vel unna og raunhæfa. „Og harmónerar í raun og veru algjörlega við það hvernig ég sér fyrir mér að við nálgumst þetta verkefni. Eina sem liggur ekki fyrir hjá okkur í Starfsgreinasambandinu er tímalengd samningsins og hversu langur hann verður. Það er ástæðan fyrir því að við í Starfsgreinasambandinu vorum ekki búin að koma okkur niður á hver krónutalan ætti að vera, það fer eftir því hversu langur samningurinn er. Þessi tala sem þau nefna þarna finnst mér algjörlega vera mjög góð,“ sagði Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins. Hann segir framfærslukostnað launafólks hafa hækkað gríðarlega á undanförnum tólf til fjórtán mánuðum. „Það er alveg ljóst að það er ekki bara lágtekjufólk sem á í erfiðleikum með að framfleyta sér frá mánuði til mánaðar og halda mannlegri reisn, heldur er það líka orðið venjulegt millitekjufólk sem hefur verið að lenda í vandræðum sökum mikillar hækkunar á vaxtabyrði, leigu eða öðru slíku.“ Hann væri persónulega tilbúinn að styðja kröfugerð Eflingar. Viðræður bandalags Starfsgreinasambandsins og Landssambands íslenskra verlzunarmanna við Samtök atvinnulífsins eru á góðu róli að sögn Vilhjálms en í dag væri fyrirhugaður þriggja tíma fundur með þeim. Vill Eflingu með Þetta bandalag ykkar, fer Efling með í það? „Staðan er bara þannig að það er réttur hvers stéttarfélags fyrir sig að vera með samningsumboðið sitt hjá sér en ég hef alla tíð sagt það að því fleiri sem við erum saman því sterkari afl erum við. Að sjálfsögðu myndi ég vilja sjá Eflingu með okkur í þessu bandalagi“ Kjaramál Fjármál heimilisins Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir „Ekkert annað en eðlilegt og réttlátt“ Efling krefst 167 þúsund króna krónutöluhækkunar allra launa á næstu þremur árum. Þetta kemur fram í kröfugerð sem félagið hefur afhent Samtökum atvinnulífsins. Þá krefst félagið þrjátíu daga orlofs fyrir alla félagsmenn auk þess sem ræða þurfi af fullri alvöru um styttingu vinnuvikunnar hjá félagsmönnum. Formaður Eflingar telur kröfur þess sanngjarnar og raunsæjar. 31. október 2022 21:16 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Í gær afhenti Efling Samtökum atvinnulífsins kröfugerð fyrir komandi kjarasamningsviðræður sem hljóðar meðal annars upp á 167 þúsund króna hækkun allra mánaðarlauna á þriggja ára samningstímabili. Formanni Starfsgreinasambandsins líst vel á kröfugerðina, segir hana vel unna og raunhæfa. „Og harmónerar í raun og veru algjörlega við það hvernig ég sér fyrir mér að við nálgumst þetta verkefni. Eina sem liggur ekki fyrir hjá okkur í Starfsgreinasambandinu er tímalengd samningsins og hversu langur hann verður. Það er ástæðan fyrir því að við í Starfsgreinasambandinu vorum ekki búin að koma okkur niður á hver krónutalan ætti að vera, það fer eftir því hversu langur samningurinn er. Þessi tala sem þau nefna þarna finnst mér algjörlega vera mjög góð,“ sagði Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins. Hann segir framfærslukostnað launafólks hafa hækkað gríðarlega á undanförnum tólf til fjórtán mánuðum. „Það er alveg ljóst að það er ekki bara lágtekjufólk sem á í erfiðleikum með að framfleyta sér frá mánuði til mánaðar og halda mannlegri reisn, heldur er það líka orðið venjulegt millitekjufólk sem hefur verið að lenda í vandræðum sökum mikillar hækkunar á vaxtabyrði, leigu eða öðru slíku.“ Hann væri persónulega tilbúinn að styðja kröfugerð Eflingar. Viðræður bandalags Starfsgreinasambandsins og Landssambands íslenskra verlzunarmanna við Samtök atvinnulífsins eru á góðu róli að sögn Vilhjálms en í dag væri fyrirhugaður þriggja tíma fundur með þeim. Vill Eflingu með Þetta bandalag ykkar, fer Efling með í það? „Staðan er bara þannig að það er réttur hvers stéttarfélags fyrir sig að vera með samningsumboðið sitt hjá sér en ég hef alla tíð sagt það að því fleiri sem við erum saman því sterkari afl erum við. Að sjálfsögðu myndi ég vilja sjá Eflingu með okkur í þessu bandalagi“
Kjaramál Fjármál heimilisins Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir „Ekkert annað en eðlilegt og réttlátt“ Efling krefst 167 þúsund króna krónutöluhækkunar allra launa á næstu þremur árum. Þetta kemur fram í kröfugerð sem félagið hefur afhent Samtökum atvinnulífsins. Þá krefst félagið þrjátíu daga orlofs fyrir alla félagsmenn auk þess sem ræða þurfi af fullri alvöru um styttingu vinnuvikunnar hjá félagsmönnum. Formaður Eflingar telur kröfur þess sanngjarnar og raunsæjar. 31. október 2022 21:16 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
„Ekkert annað en eðlilegt og réttlátt“ Efling krefst 167 þúsund króna krónutöluhækkunar allra launa á næstu þremur árum. Þetta kemur fram í kröfugerð sem félagið hefur afhent Samtökum atvinnulífsins. Þá krefst félagið þrjátíu daga orlofs fyrir alla félagsmenn auk þess sem ræða þurfi af fullri alvöru um styttingu vinnuvikunnar hjá félagsmönnum. Formaður Eflingar telur kröfur þess sanngjarnar og raunsæjar. 31. október 2022 21:16