Niðurstöðu að vænta síðdegis á sunnudag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 1. nóvember 2022 21:26 Guðlaugur Þór hefur sagt að staða Sjálfstæðisflokksins hafi versnað í stjórnartíð Bjarna. Vísir/Vilhelm Niðurstöðu kosningar í formannskjöri Sjálfstæðisflokksins er að vænta síðdegis á sunnudag. Kosið verður í Laugardalshöllinni um hádegisbil sama dag en upplýsingafulltrúi flokksins gerir ráð fyrir því að talning atkvæða taki nokkurn tíma. Tveir eru í framboði til formanns flokksins, þeir Bjarni Benediktsson og Guðlaugur Þór Þórðarson. Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð býður sig ein fram til varaformanns en þrír sækjast eftir embætti ritara: Vilhjálmur Árnason, Bryndís Haraldsdóttir og Helgi Áss Grétarsson. Það vakti athygli þegar Guðlaugur Þór tilkynnti að hann hygðist bjóða sig fram gegn sitjandi formanni flokksins, Bjarna Benediktssyni, fyrir tveimur dögum síðan. Samflokksmennirnir ræddu málin í Pallborðinu á Vísi í dag. Þar sagði Bjarni meðal annars að flokkurinn hafi haft mikil áhrif á samfélagið undir stjórn hans, en Guðlaugur sagði ekkert benda til þess að flokkurinn gæti náð fyrri styrk undir stjórn sitjandi formanns. Fram undan er stíf dagskrá: Málefnastarf, hóf kjördæmissamtaka, ræðuhöld og kosningar. Landsfundurinn sjálfur, þar sem kosningin fer fram, hefst við formlega athöfn sitjandi formanns klukkan 16:30 á föstudaginn. „Það má kannski segja að dagskráin sé svona frekar hefðbundin. Á föstudaginn hefst málefnastarfið um morguninn í Laugardalshöll og Bjarni Benediktsson setur fundinn klukkan hálf fimm þann dag. Síðan munu kjördæmissamtökin standa fyrir hófum fyrir sín kjördæmi um kvöldið. Á laugardeginum er svo áætlað að ljúka málefnastarfi; varaformaður flytur sína skýrslu og framkvæmdastjóri sína skýrslu,“ segir Ingvar P. Guðbjörnsson upplýsingafulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Hann bætir við að frambjóðendur til formanns, varaformanns og ritara flytji framboðsræður sínar þó á laugardaginn. „Formannskosningin er um hádegi á sunnudag og svo þarf auðvitað að telja þau atkvæði. Við búumst við stórum fundi þannig að það mun væntanlega taka einhvern tíma. Og þegar að birt hafa verið úrslit í því kjöri þá er kosið til varaformanns og svo ritara í lokinn. Við áætlum að fundinum sé lokið klukkan hálf fimm á sunnudaginn og þá ættu allar niðurstöður að liggja fyrir.“ Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Tengdar fréttir Bjarni lagði áherslu á áhrifin en Guðlaugur Þór sagði tóninn slæman Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að undir hans stjórn hafi flokkurinn haft mikil áhrif á íslenskt samfélag með samfelldri ríkisstjórnarsetu undanfarin ár. Guðlaugur Þór Þórðarson, mótframbjóðandi Bjarna í formannsembættið, vísaði hins vegar í að undir stjórn Bjarna væri ekkert í kortunum sem gæfi til kynna að Sjálfstæðisflokkurinn gæti náð fyrri styrk. 1. nóvember 2022 15:50 Bjarni og Guðlaugur Þór tókust á í Pallborðinu Formannsslagur í Sjálfstæðisflokknum var umfjöllunarefni Pallborðsins á Vísi klukkan 14 í dag. Þar mættust Bjarni Benediktsson, sitjandi formaður, og Guðlaugur Þór Þórðarson, keppinautur Bjarna um formannsembættið, í beinni útsendingu. 1. nóvember 2022 11:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Sjá meira
Tveir eru í framboði til formanns flokksins, þeir Bjarni Benediktsson og Guðlaugur Þór Þórðarson. Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð býður sig ein fram til varaformanns en þrír sækjast eftir embætti ritara: Vilhjálmur Árnason, Bryndís Haraldsdóttir og Helgi Áss Grétarsson. Það vakti athygli þegar Guðlaugur Þór tilkynnti að hann hygðist bjóða sig fram gegn sitjandi formanni flokksins, Bjarna Benediktssyni, fyrir tveimur dögum síðan. Samflokksmennirnir ræddu málin í Pallborðinu á Vísi í dag. Þar sagði Bjarni meðal annars að flokkurinn hafi haft mikil áhrif á samfélagið undir stjórn hans, en Guðlaugur sagði ekkert benda til þess að flokkurinn gæti náð fyrri styrk undir stjórn sitjandi formanns. Fram undan er stíf dagskrá: Málefnastarf, hóf kjördæmissamtaka, ræðuhöld og kosningar. Landsfundurinn sjálfur, þar sem kosningin fer fram, hefst við formlega athöfn sitjandi formanns klukkan 16:30 á föstudaginn. „Það má kannski segja að dagskráin sé svona frekar hefðbundin. Á föstudaginn hefst málefnastarfið um morguninn í Laugardalshöll og Bjarni Benediktsson setur fundinn klukkan hálf fimm þann dag. Síðan munu kjördæmissamtökin standa fyrir hófum fyrir sín kjördæmi um kvöldið. Á laugardeginum er svo áætlað að ljúka málefnastarfi; varaformaður flytur sína skýrslu og framkvæmdastjóri sína skýrslu,“ segir Ingvar P. Guðbjörnsson upplýsingafulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Hann bætir við að frambjóðendur til formanns, varaformanns og ritara flytji framboðsræður sínar þó á laugardaginn. „Formannskosningin er um hádegi á sunnudag og svo þarf auðvitað að telja þau atkvæði. Við búumst við stórum fundi þannig að það mun væntanlega taka einhvern tíma. Og þegar að birt hafa verið úrslit í því kjöri þá er kosið til varaformanns og svo ritara í lokinn. Við áætlum að fundinum sé lokið klukkan hálf fimm á sunnudaginn og þá ættu allar niðurstöður að liggja fyrir.“
Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Tengdar fréttir Bjarni lagði áherslu á áhrifin en Guðlaugur Þór sagði tóninn slæman Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að undir hans stjórn hafi flokkurinn haft mikil áhrif á íslenskt samfélag með samfelldri ríkisstjórnarsetu undanfarin ár. Guðlaugur Þór Þórðarson, mótframbjóðandi Bjarna í formannsembættið, vísaði hins vegar í að undir stjórn Bjarna væri ekkert í kortunum sem gæfi til kynna að Sjálfstæðisflokkurinn gæti náð fyrri styrk. 1. nóvember 2022 15:50 Bjarni og Guðlaugur Þór tókust á í Pallborðinu Formannsslagur í Sjálfstæðisflokknum var umfjöllunarefni Pallborðsins á Vísi klukkan 14 í dag. Þar mættust Bjarni Benediktsson, sitjandi formaður, og Guðlaugur Þór Þórðarson, keppinautur Bjarna um formannsembættið, í beinni útsendingu. 1. nóvember 2022 11:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Sjá meira
Bjarni lagði áherslu á áhrifin en Guðlaugur Þór sagði tóninn slæman Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að undir hans stjórn hafi flokkurinn haft mikil áhrif á íslenskt samfélag með samfelldri ríkisstjórnarsetu undanfarin ár. Guðlaugur Þór Þórðarson, mótframbjóðandi Bjarna í formannsembættið, vísaði hins vegar í að undir stjórn Bjarna væri ekkert í kortunum sem gæfi til kynna að Sjálfstæðisflokkurinn gæti náð fyrri styrk. 1. nóvember 2022 15:50
Bjarni og Guðlaugur Þór tókust á í Pallborðinu Formannsslagur í Sjálfstæðisflokknum var umfjöllunarefni Pallborðsins á Vísi klukkan 14 í dag. Þar mættust Bjarni Benediktsson, sitjandi formaður, og Guðlaugur Þór Þórðarson, keppinautur Bjarna um formannsembættið, í beinni útsendingu. 1. nóvember 2022 11:45