Bjarni segir Guðrúnu á leið í dómsmálaráðuneytið og Jón úr ríkisstjórn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. nóvember 2022 07:58 Bjarni og Guðlaugur mættust í Pallborðinu á Vísi í gær. Vísir/Vilhelm „Ég var skýr með það frá upphafi og hef aldrei skipt um skoðun á því,“ svaraði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, spurður að því í gær hvort það væri alveg á hreinu að Jón Gunnarsson væri á leið úr dómsmálaráðuneytinu í vetur og að Guðrún Hafsteinsdóttir tæki við af honum. Ummælin lét Bjarni falla í Pallborðinu á Vísi, þar sem hann og mótframbjóðandi hans til formanns, Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, tókust á. Guðlaugur sagði mögulegar hrókeringar á ráðherrastólum ekki hafa haft áhrif á ákvörðun sína um að bjóða sig fram gegn Bjarna á landsfundi Sjálfstæðisflokksins næstu helgi en orðrómur þess efnis að Jón væri ef til vill ekki að hætta í dómsmálaráðuneytinu hefur verið nokkuð í umræðunni síðustu vikur. Bjarni hafði áður sagt að Jón myndi hætta á kjörtímabilinu og Guðrún taka við. Bjarni sagði sér hins vegar hafa fundist nú að Jón væri „í miðri á“. „Hann er að leggja fram á þinginu stór frumvörp, meðal annars um málefni flóttamanna eða hælisleitenda. Stendur í umræðu líka um breytingar á sýslumannsembættum og hefur fleiri stór verkefni á sinni könnu; er mikið í eldlínunni núna og stendur sig vel. Og mér fannst bara rangt að það væri stöðugt í umræðunni hvort hann væri ekki örugglega alveg að fara að hætta. Og vildi bara koma því út að það hefur í sjálfu sér ekkert breyst með Guðrúnu Hafsteinsdóttur; hún fer í ríkisstjórn. Getur verið að það breytist eitthvað með Jón Gunnarsson? Nei, það er í sjálfu sér ekkert sem bendir til þess en hver veit hvað gerist í pólitík í sjálfu sér?“ Bjarni sagði margt geta breyst og þá eitthvað sem taka þyrfti tillit til en ekkert slíkt væri í kortunum. Formaðurinn ætti að hafa frumkvæðið og hann hefði verið skýr; það væri löngu tímabært að oddviti Suðurlands tæki sæti í ríkisstjórn. En er hún að fara í dómsmálaráðuneytið? „Já, það er það sem stendur til,“ svaraði Bjarni. Hann neitaði því að Jón yrði mögulega færður til í annað ráðherraembætti. Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Pallborðið Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Tengdar fréttir Bjarni lagði áherslu á áhrifin en Guðlaugur Þór sagði tóninn slæman Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að undir hans stjórn hafi flokkurinn haft mikil áhrif á íslenskt samfélag með samfelldri ríkisstjórnarsetu undanfarin ár. Guðlaugur Þór Þórðarson, mótframbjóðandi Bjarna í formannsembættið, vísaði hins vegar í að undir stjórn Bjarna væri ekkert í kortunum sem gæfi til kynna að Sjálfstæðisflokkurinn gæti náð fyrri styrk. 1. nóvember 2022 15:50 Bjarni og Guðlaugur Þór tókust á í Pallborðinu Formannsslagur í Sjálfstæðisflokknum var umfjöllunarefni Pallborðsins á Vísi klukkan 14 í dag. Þar mættust Bjarni Benediktsson, sitjandi formaður, og Guðlaugur Þór Þórðarson, keppinautur Bjarna um formannsembættið, í beinni útsendingu. 1. nóvember 2022 11:45 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Sjá meira
Ummælin lét Bjarni falla í Pallborðinu á Vísi, þar sem hann og mótframbjóðandi hans til formanns, Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, tókust á. Guðlaugur sagði mögulegar hrókeringar á ráðherrastólum ekki hafa haft áhrif á ákvörðun sína um að bjóða sig fram gegn Bjarna á landsfundi Sjálfstæðisflokksins næstu helgi en orðrómur þess efnis að Jón væri ef til vill ekki að hætta í dómsmálaráðuneytinu hefur verið nokkuð í umræðunni síðustu vikur. Bjarni hafði áður sagt að Jón myndi hætta á kjörtímabilinu og Guðrún taka við. Bjarni sagði sér hins vegar hafa fundist nú að Jón væri „í miðri á“. „Hann er að leggja fram á þinginu stór frumvörp, meðal annars um málefni flóttamanna eða hælisleitenda. Stendur í umræðu líka um breytingar á sýslumannsembættum og hefur fleiri stór verkefni á sinni könnu; er mikið í eldlínunni núna og stendur sig vel. Og mér fannst bara rangt að það væri stöðugt í umræðunni hvort hann væri ekki örugglega alveg að fara að hætta. Og vildi bara koma því út að það hefur í sjálfu sér ekkert breyst með Guðrúnu Hafsteinsdóttur; hún fer í ríkisstjórn. Getur verið að það breytist eitthvað með Jón Gunnarsson? Nei, það er í sjálfu sér ekkert sem bendir til þess en hver veit hvað gerist í pólitík í sjálfu sér?“ Bjarni sagði margt geta breyst og þá eitthvað sem taka þyrfti tillit til en ekkert slíkt væri í kortunum. Formaðurinn ætti að hafa frumkvæðið og hann hefði verið skýr; það væri löngu tímabært að oddviti Suðurlands tæki sæti í ríkisstjórn. En er hún að fara í dómsmálaráðuneytið? „Já, það er það sem stendur til,“ svaraði Bjarni. Hann neitaði því að Jón yrði mögulega færður til í annað ráðherraembætti.
Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Pallborðið Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Tengdar fréttir Bjarni lagði áherslu á áhrifin en Guðlaugur Þór sagði tóninn slæman Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að undir hans stjórn hafi flokkurinn haft mikil áhrif á íslenskt samfélag með samfelldri ríkisstjórnarsetu undanfarin ár. Guðlaugur Þór Þórðarson, mótframbjóðandi Bjarna í formannsembættið, vísaði hins vegar í að undir stjórn Bjarna væri ekkert í kortunum sem gæfi til kynna að Sjálfstæðisflokkurinn gæti náð fyrri styrk. 1. nóvember 2022 15:50 Bjarni og Guðlaugur Þór tókust á í Pallborðinu Formannsslagur í Sjálfstæðisflokknum var umfjöllunarefni Pallborðsins á Vísi klukkan 14 í dag. Þar mættust Bjarni Benediktsson, sitjandi formaður, og Guðlaugur Þór Þórðarson, keppinautur Bjarna um formannsembættið, í beinni útsendingu. 1. nóvember 2022 11:45 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Sjá meira
Bjarni lagði áherslu á áhrifin en Guðlaugur Þór sagði tóninn slæman Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að undir hans stjórn hafi flokkurinn haft mikil áhrif á íslenskt samfélag með samfelldri ríkisstjórnarsetu undanfarin ár. Guðlaugur Þór Þórðarson, mótframbjóðandi Bjarna í formannsembættið, vísaði hins vegar í að undir stjórn Bjarna væri ekkert í kortunum sem gæfi til kynna að Sjálfstæðisflokkurinn gæti náð fyrri styrk. 1. nóvember 2022 15:50
Bjarni og Guðlaugur Þór tókust á í Pallborðinu Formannsslagur í Sjálfstæðisflokknum var umfjöllunarefni Pallborðsins á Vísi klukkan 14 í dag. Þar mættust Bjarni Benediktsson, sitjandi formaður, og Guðlaugur Þór Þórðarson, keppinautur Bjarna um formannsembættið, í beinni útsendingu. 1. nóvember 2022 11:45