Tilþrifin: RavlE fer illa með liðsmenn Viðstöðu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. nóvember 2022 10:45 RavlE á heiðurinn af Elko tilþrifum gærkvöldsins. Vísir birtir Elko tilþrif kvöldsins úr Ljósleiðaradeildinni í CS:GO eftir hvern keppnisdag í allan vetur. Í þetta sinn er það RavlE í liði NÚ sem á heiðurinn af tilþrifum kvöldsins. NÚ og Viðstöðu áttust við í fyrri viðureign gærkvöldsins þegar áttunda umferð Ljósleiðaradeildarinnar hófst. Liðin mættust á kortinu Mirage og voru það að lokum liðsmenn NÚ sem höfðu betur og lyftu sér þar með í það minnsta tímabundið á topp deildarinnar. Þegar staðan var 11-4, NÚ í vil, var RavlE einn á móti þrem liðsmönnum Viðstöðu. Ekki nóg með það heldur var hann aðeins vopnaður skammbyssu og því var ólíklegt að hann myndi hafa betur í þessum aðstæðum. RavlE lét það þó ekki stoppa sig og tók út bæði xeny og blazter áður en hann kom sprengjunni fyrir á sprengjusæði A. Hann var svo ekkert að bíða eftir því að sprengjan myndi klára lotuna heldur tók hann einnig út Tony til að tryggja sigurinn í lotunni og breyta stöðunni þannig í 12-4. Klippa: Elko tilþrifin: RavlE fer illa með liðsmenn Viðstöðu Ljósleiðaradeildin Rafíþróttir Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti
NÚ og Viðstöðu áttust við í fyrri viðureign gærkvöldsins þegar áttunda umferð Ljósleiðaradeildarinnar hófst. Liðin mættust á kortinu Mirage og voru það að lokum liðsmenn NÚ sem höfðu betur og lyftu sér þar með í það minnsta tímabundið á topp deildarinnar. Þegar staðan var 11-4, NÚ í vil, var RavlE einn á móti þrem liðsmönnum Viðstöðu. Ekki nóg með það heldur var hann aðeins vopnaður skammbyssu og því var ólíklegt að hann myndi hafa betur í þessum aðstæðum. RavlE lét það þó ekki stoppa sig og tók út bæði xeny og blazter áður en hann kom sprengjunni fyrir á sprengjusæði A. Hann var svo ekkert að bíða eftir því að sprengjan myndi klára lotuna heldur tók hann einnig út Tony til að tryggja sigurinn í lotunni og breyta stöðunni þannig í 12-4. Klippa: Elko tilþrifin: RavlE fer illa með liðsmenn Viðstöðu
Ljósleiðaradeildin Rafíþróttir Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti