Segjast þrungnir reynslu og neita að sleppa höndum af stýrinu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. nóvember 2022 13:02 Spurðir að því hvort það væri ekki kominn tími til að skipta um í brúnni, vísuðu Bjarni og Guðlaugur báðir til reynslu sinnar. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Guðlaugur Þór Þórðarson, sem hyggst bjóða sig fram gegn Bjarna á landsfundi flokksins um helgina, voru báðir spurðir að því í Pallborðinu á Vísi í gær hvort það væri kominn tími á breytingar. „Ég hef skipað hérna tvo yngstu kvenráðherra Íslandssögunnar, sem sýnir fram á að við erum með ungt forystufólk sem er tilbúið að koma inn. Við treystum konum til þess að taka ábyrgð í stjórnmálum og við treystum ungu fólki til að taka á sig mikla ábyrgð,“ sagði Bjarni, spurður að því hvort það væri ekki kominn tími til að skipta um fólk í forystunni. Tilefnið voru ummæli sem Bjarni lét falla í viðtalsþætti á Hringbraut, þar sem hann talaði um mikilvægi „blæbrigða“ og endurnýjunar. „Ég hef notið trausts til þess að leiða og ég er einfaldlega á þeim stað í lífinu að ég hef aldrei verið reynslumeiri, ég hef aldrei haft jafn sterka skoðun á því hvernig ég vil halda áfram og ég er nýbúinn að setja saman stjórnarsáttmála sem nýtur mikils stuðnings meðal þjóðarinnar og við erum í miðju verki við að hrinda honum í framkvæmd,“ sagði Bjarni. Guðlaugur var spurður út í aðsenda grein sem birtist á Vísi í gærmorgun, undir fyrirsögninni „Fjölbreyttari málverk í Valhöll“. Þar sagði Katrín Sigríður Þorsteinsdóttir Bachmann, „ung sjálfstæðiskona“, eins og hún titlaði sig, að tími kvenna væri kominn. Nefndi hún sérstaklega í þessu samhengi Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra. „Framtíðarsýn mín felst í fjölbreyttari málverkum á vegg Valhallar og fjölbreyttum Sjálfstæðisflokki sem nær út fyrir þá veggi. Konur eru um helmingur kjósenda og þær tengja ekki við málverkin í Valhöll. Eftir tvö ár er styttra í næstu kosningar og þá er rétti tíminn til að skoða breytingar á forystunni. Það vill Guðlaugur Þór koma í veg fyrir,“ sagði Katrín. Guðlaugur sagði þetta undir flokksmönnum komið en hann hefði lagt sitt af mörkum til þess að styðja konur og meðal annars stigið til hliðar þegar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir bauð sig fram gegn honum í ritaraembætti flokksins. „Nú, fyrsti kvenformaður SUS naut míns stuðnings og tók við af mér og ég beitti mér mjög mikið fyrir framgangi kvenna í ungliðahreyfingunni á sínum tíma. Þannig að ég get borið mín störf hvað þetta varðar saman við hvern sem er og komist vel frá því. En síðan náttúrulega er það hins vegar bara þannig að, eins og Bjarni var að vísa til, við eigum það nú öll sameiginlegt að því lengra sem við lifum þá erum við alltaf reynslumeiri.“ Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
„Ég hef skipað hérna tvo yngstu kvenráðherra Íslandssögunnar, sem sýnir fram á að við erum með ungt forystufólk sem er tilbúið að koma inn. Við treystum konum til þess að taka ábyrgð í stjórnmálum og við treystum ungu fólki til að taka á sig mikla ábyrgð,“ sagði Bjarni, spurður að því hvort það væri ekki kominn tími til að skipta um fólk í forystunni. Tilefnið voru ummæli sem Bjarni lét falla í viðtalsþætti á Hringbraut, þar sem hann talaði um mikilvægi „blæbrigða“ og endurnýjunar. „Ég hef notið trausts til þess að leiða og ég er einfaldlega á þeim stað í lífinu að ég hef aldrei verið reynslumeiri, ég hef aldrei haft jafn sterka skoðun á því hvernig ég vil halda áfram og ég er nýbúinn að setja saman stjórnarsáttmála sem nýtur mikils stuðnings meðal þjóðarinnar og við erum í miðju verki við að hrinda honum í framkvæmd,“ sagði Bjarni. Guðlaugur var spurður út í aðsenda grein sem birtist á Vísi í gærmorgun, undir fyrirsögninni „Fjölbreyttari málverk í Valhöll“. Þar sagði Katrín Sigríður Þorsteinsdóttir Bachmann, „ung sjálfstæðiskona“, eins og hún titlaði sig, að tími kvenna væri kominn. Nefndi hún sérstaklega í þessu samhengi Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra. „Framtíðarsýn mín felst í fjölbreyttari málverkum á vegg Valhallar og fjölbreyttum Sjálfstæðisflokki sem nær út fyrir þá veggi. Konur eru um helmingur kjósenda og þær tengja ekki við málverkin í Valhöll. Eftir tvö ár er styttra í næstu kosningar og þá er rétti tíminn til að skoða breytingar á forystunni. Það vill Guðlaugur Þór koma í veg fyrir,“ sagði Katrín. Guðlaugur sagði þetta undir flokksmönnum komið en hann hefði lagt sitt af mörkum til þess að styðja konur og meðal annars stigið til hliðar þegar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir bauð sig fram gegn honum í ritaraembætti flokksins. „Nú, fyrsti kvenformaður SUS naut míns stuðnings og tók við af mér og ég beitti mér mjög mikið fyrir framgangi kvenna í ungliðahreyfingunni á sínum tíma. Þannig að ég get borið mín störf hvað þetta varðar saman við hvern sem er og komist vel frá því. En síðan náttúrulega er það hins vegar bara þannig að, eins og Bjarni var að vísa til, við eigum það nú öll sameiginlegt að því lengra sem við lifum þá erum við alltaf reynslumeiri.“
Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira