Sakar menn Bjarna um að fara offari í kosningabaráttunni Jakob Bjarnar skrifar 3. nóvember 2022 11:27 Unnur Berglind Friðriksdóttir, formaður Sjálfstæðisfélags Kópavogs, segir að hún hafi verið boðuð í yfirheyrslu í Valhöll um Landsfundarfulltrúa sem þaðan koma. Hún segir stuðningsmenn Bjarna fara offari og beita miður kræsilegum aðferðum til að þjarma að þeim sem styðja Guðlaug Þór. vísir/vilhelm Unnur Berglind Friðriksdóttir, formaður Sjálfstæðisfélags Kópavogs, segir stuðningsmenn Bjarna Benediktssonar formanns fara offari í kosningabaráttunni. „Ég hef fengið ,,hótunar“ símtöl frá jakkafataklæddum mönnum innan flokksins þar af einum háttsettum sem fór langt út fyrir sitt umboð í ljósi embætti síns,“ skrifar Unnur Berglind í pistli á Facebook þar sem hún lýsir því að síðustu dagar hafi reynst „sjálfstæðishjarta hennar“ erfiðir að undanförnu. Eins og þeir sem fylgjast með stjórnmálum vita stendur nú yfir kosningabarátta þar sem tekist er á um formannsstólinn í Sjálfstæðisflokknum. Kosið verður milli þeirra Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og Bjarna næstkomandi laugardag á Landsfundi flokksins. Fyrir liggur að verulega er farið að hitna í þeim slag. Unnur styður Guðlaug Þór í þeim slag. Hún lýsir því að að sér hafi verið sótt af mönnum Bjarna að undanförnu og að í þeim efnum hafi menn ekki skirrst við að misnota aðstöðu sína. „Ég var boðuð í yfirheyrslur í bakherbergi í Valhöll í fyrrakvöld fyrir nefnd sem ágætur (eða ekki) þekktur lögmaður er í forsvari. Þar var talað niður til mín og ég lítilsvirt. Það var farið með mig eins og sakamenn í sakamáli þá er ég að vísa einnig í ítrekuð yfirheyrslusímtöl. Sakarefnið er ekki alveg á hreinu því það er ekki verið að saka mig beint um neitt ... en .....“ skrifar Unnur. Yfirheyrð sem sakamaður um Landsfundarfulltrúa úr Kópavogi Unnur Berglind hefur verið í stjórn Sjálfstæðisfélags Kópavogs í 5 ár og er nú formaður. Hún skilaði inn listum þeirra Sjálfstæðismanna í Kópavogi sem ætla á landsfund flokksins næstu helgi. En samkvæmt heimildum Vísis hefur verið skipuð sérleg nefnd innan flokksins sem fer yfir kjörgögn og lista yfir Landsfundarfulltrúa. Eftir því sem Vísir kemst næst voru þrír lögfræðingar á umræddum fundi, þeir Davíð Þorláksson og Brynjar Níelsson, en hann er formaður kjörbréfanefndarinnar, auk lögmannsins Arnars Þórs Stefánssonar. Davíð vill ekki tjá sig um það hvort hann hafi verið á fundi með Unni en staðfestir að hann sé í kjörbréfanefnd flokksins. Unnur segist hafa tekið saman lista yfir nöfn þeirra sem óskuðu eftir sæti og fengu allir sem þess óskuðu innan gefinna tímamarka. Brynjar Níelsson er formaður kjörbréfanefndar sem fer yfir kjörgögn fyrir komandi Landsfund. Ljóst er að verulega er farið að hitna í kolum vegna formannskjörs sem fram fer næstkomandi laugardag.vísir/vilhelm „En samt á ég að hafa gert eitthvað af mér ....en samt ekki.... og farið með mig eins og sakamann af því að stuðningsmenn annars frambjóðandans eru að fara af taugum yfir því að nú hefur Guðlaugur Þór ákveðið að bjóða sig fram. Erum við ekki flokkur lýðræðisins ? Er þetta Rússland á tímum kalda stríðsins ? Hótanir eins og að framboð Guðlaugs Þór kljúfi flokkinn, valdi stjórnarslitum og allt fari í kaldan kol.“ Telur vafasamar aðferðir til þess fallnar að kljúfa flokkinn Unnur Berglind segir stuðningsmenn annars frambjóðandans, og ætti enginn að velkjast í vafa um stuðningsmenn hvers í ljósi þess að hún ætlar sér að kjósa Guðlaug Þór, telji vænlegast að ráðast gegn grasrót flokksins, að fólki sem vinni að heilindum í sjálfboðastarfi. Og hún spyr hvort það sé ekki til þess fallið að kljúfa flokkinn? „Því verð ég að segja að þrátt fyrir að hafa verið búin að einsetja mér að taka ekki opinbera afstöðu þá gerði ég það hér með. Ég get ekki annað – það sem ég hef upplifað síðustu daga er svo miklu verra en kosningaslagur á milli aðila,“ skrifar Unnur Berglind og segist ætla að kjósa Guðlaug Þór. Hún vilji lýðræðislegan flokk sem vinni fyrir fólkið í landinu, ekki bara útvalda. Vísir náði ekki í Unni Berglindi vegna þeirra ásakana sem hún hefur sett fram. Sjálfstæðisflokkurinn Kópavogur Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Tengdar fréttir „Undarlegt að vilja ekki gefa upp opinberlega afstöðu sína en vera samt að hringja“ Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir Guðlaug Þór Þórðarson vel til þess fallinn að leiða Sjálfstæðisflokkinn inn í nýja tíma með nýjum aðferðum og nýjum leiðum. Hildur Sverrisdóttir þingmaður styður Bjarna í baráttu um formannssætið og telur ekki hægt að fullyrða að stjórnarsamstarfið yrði öruggt áfram án Bjarna. 3. nóvember 2022 10:06 Sammælast um að efla þurfi grasrót Sjálfstæðisflokksins Mikil spenna er fyrir landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem fer fram um helgina. Þrjú berjast um embætti ritara en öll segja þau að auka þurfi tengingu flokksmanna við forystuna og styrkja flokkinn innanfrá til að auka fylgi hans. 1. nóvember 2022 14:03 Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
„Ég hef fengið ,,hótunar“ símtöl frá jakkafataklæddum mönnum innan flokksins þar af einum háttsettum sem fór langt út fyrir sitt umboð í ljósi embætti síns,“ skrifar Unnur Berglind í pistli á Facebook þar sem hún lýsir því að síðustu dagar hafi reynst „sjálfstæðishjarta hennar“ erfiðir að undanförnu. Eins og þeir sem fylgjast með stjórnmálum vita stendur nú yfir kosningabarátta þar sem tekist er á um formannsstólinn í Sjálfstæðisflokknum. Kosið verður milli þeirra Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og Bjarna næstkomandi laugardag á Landsfundi flokksins. Fyrir liggur að verulega er farið að hitna í þeim slag. Unnur styður Guðlaug Þór í þeim slag. Hún lýsir því að að sér hafi verið sótt af mönnum Bjarna að undanförnu og að í þeim efnum hafi menn ekki skirrst við að misnota aðstöðu sína. „Ég var boðuð í yfirheyrslur í bakherbergi í Valhöll í fyrrakvöld fyrir nefnd sem ágætur (eða ekki) þekktur lögmaður er í forsvari. Þar var talað niður til mín og ég lítilsvirt. Það var farið með mig eins og sakamenn í sakamáli þá er ég að vísa einnig í ítrekuð yfirheyrslusímtöl. Sakarefnið er ekki alveg á hreinu því það er ekki verið að saka mig beint um neitt ... en .....“ skrifar Unnur. Yfirheyrð sem sakamaður um Landsfundarfulltrúa úr Kópavogi Unnur Berglind hefur verið í stjórn Sjálfstæðisfélags Kópavogs í 5 ár og er nú formaður. Hún skilaði inn listum þeirra Sjálfstæðismanna í Kópavogi sem ætla á landsfund flokksins næstu helgi. En samkvæmt heimildum Vísis hefur verið skipuð sérleg nefnd innan flokksins sem fer yfir kjörgögn og lista yfir Landsfundarfulltrúa. Eftir því sem Vísir kemst næst voru þrír lögfræðingar á umræddum fundi, þeir Davíð Þorláksson og Brynjar Níelsson, en hann er formaður kjörbréfanefndarinnar, auk lögmannsins Arnars Þórs Stefánssonar. Davíð vill ekki tjá sig um það hvort hann hafi verið á fundi með Unni en staðfestir að hann sé í kjörbréfanefnd flokksins. Unnur segist hafa tekið saman lista yfir nöfn þeirra sem óskuðu eftir sæti og fengu allir sem þess óskuðu innan gefinna tímamarka. Brynjar Níelsson er formaður kjörbréfanefndar sem fer yfir kjörgögn fyrir komandi Landsfund. Ljóst er að verulega er farið að hitna í kolum vegna formannskjörs sem fram fer næstkomandi laugardag.vísir/vilhelm „En samt á ég að hafa gert eitthvað af mér ....en samt ekki.... og farið með mig eins og sakamann af því að stuðningsmenn annars frambjóðandans eru að fara af taugum yfir því að nú hefur Guðlaugur Þór ákveðið að bjóða sig fram. Erum við ekki flokkur lýðræðisins ? Er þetta Rússland á tímum kalda stríðsins ? Hótanir eins og að framboð Guðlaugs Þór kljúfi flokkinn, valdi stjórnarslitum og allt fari í kaldan kol.“ Telur vafasamar aðferðir til þess fallnar að kljúfa flokkinn Unnur Berglind segir stuðningsmenn annars frambjóðandans, og ætti enginn að velkjast í vafa um stuðningsmenn hvers í ljósi þess að hún ætlar sér að kjósa Guðlaug Þór, telji vænlegast að ráðast gegn grasrót flokksins, að fólki sem vinni að heilindum í sjálfboðastarfi. Og hún spyr hvort það sé ekki til þess fallið að kljúfa flokkinn? „Því verð ég að segja að þrátt fyrir að hafa verið búin að einsetja mér að taka ekki opinbera afstöðu þá gerði ég það hér með. Ég get ekki annað – það sem ég hef upplifað síðustu daga er svo miklu verra en kosningaslagur á milli aðila,“ skrifar Unnur Berglind og segist ætla að kjósa Guðlaug Þór. Hún vilji lýðræðislegan flokk sem vinni fyrir fólkið í landinu, ekki bara útvalda. Vísir náði ekki í Unni Berglindi vegna þeirra ásakana sem hún hefur sett fram.
Sjálfstæðisflokkurinn Kópavogur Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Tengdar fréttir „Undarlegt að vilja ekki gefa upp opinberlega afstöðu sína en vera samt að hringja“ Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir Guðlaug Þór Þórðarson vel til þess fallinn að leiða Sjálfstæðisflokkinn inn í nýja tíma með nýjum aðferðum og nýjum leiðum. Hildur Sverrisdóttir þingmaður styður Bjarna í baráttu um formannssætið og telur ekki hægt að fullyrða að stjórnarsamstarfið yrði öruggt áfram án Bjarna. 3. nóvember 2022 10:06 Sammælast um að efla þurfi grasrót Sjálfstæðisflokksins Mikil spenna er fyrir landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem fer fram um helgina. Þrjú berjast um embætti ritara en öll segja þau að auka þurfi tengingu flokksmanna við forystuna og styrkja flokkinn innanfrá til að auka fylgi hans. 1. nóvember 2022 14:03 Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
„Undarlegt að vilja ekki gefa upp opinberlega afstöðu sína en vera samt að hringja“ Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir Guðlaug Þór Þórðarson vel til þess fallinn að leiða Sjálfstæðisflokkinn inn í nýja tíma með nýjum aðferðum og nýjum leiðum. Hildur Sverrisdóttir þingmaður styður Bjarna í baráttu um formannssætið og telur ekki hægt að fullyrða að stjórnarsamstarfið yrði öruggt áfram án Bjarna. 3. nóvember 2022 10:06
Sammælast um að efla þurfi grasrót Sjálfstæðisflokksins Mikil spenna er fyrir landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem fer fram um helgina. Þrjú berjast um embætti ritara en öll segja þau að auka þurfi tengingu flokksmanna við forystuna og styrkja flokkinn innanfrá til að auka fylgi hans. 1. nóvember 2022 14:03