Kjörbréfanefndarmenn telja illa að starfsfólki Valhallar vegið Jakob Bjarnar skrifar 3. nóvember 2022 13:17 Lögfræðingarnir þrír, Brynjar, Arnar Þór og Davíð, sem skipa sérlega kjörbréfanefnd telja illa að sér vegið þegar því er haldið fram að þeir, sem stuðningsmenn Bjarna, misnoti aðstöðu sína til að þjarma að stuðningsfólki Guðlaugs Þórs. vísir/vilhelm Lögfræðingarnir þrír sem skipa kjörbréfanefnd Sjálfstæðisflokksins hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir harma að hafa mátt sitja undir ásökunum frá formanni Sjálfstæðisfélagsins í Kópavogi þess efnis að þeir gangi erinda formanns flokksins í störfum sínum. Vísir greindi frá því fyrir hádegi að Unnur Berglind Friðriksdóttir, formaður Sjálfstæðisfélags Kópavogs, telur stuðningsmenn Bjarna Benediktssonar formanns fara offari í kosningabaráttunni. Hún lýsir í því samhengi nokkru sem hún upplifði sem einskonar þriðju gráðu yfirheyrslu kjörbréfanefndar þar sem látið var að liggja að eitthvað væri gruggugt við það hverjir komi á Landsfund Sjálfstæðisflokksins um næstu helgi. Vert að athuga með landsfundafulltrúa úr Kópavoginum Mjög er tekið að hitna í kolum vegna formannskjörs en þar takast á þeir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður flokksins, og Guðlaugur Þór Þórðarson, ráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Unnur Berglind telur fyrirliggjandi að nefndarmenn séu einarðir stuðningsmenn Bjarna og að þeir hafi misnotað aðstöðu sína með því að þjarma að sér: „Ég var boðuð í yfirheyrslur í bakherbergi í Valhöll í fyrrakvöld fyrir nefnd sem ágætur (eða ekki) þekktur lögmaður er í forsvari. Þar var talað niður til mín og ég lítilsvirt.“ Þeir sem eiga sæti í kjörbréfanefndinni, Brynjar Níelsson formaður, Davíð Þorláksson og Arnar Þór Stefánsson, hafa nú sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir árétta að nefndin starfi í umboði miðstjórnar flokksins. Hún hafi það hlutverk að fara yfir kjörbréf þeirra fulltrúa sem félög og fulltrúaráð á vegum flokksins hafa kjörið til setu á fundinum. „Nefndin hefur verið að störfum síðan á mánudag. Henni hafa borist ýmsar ábendingar sem leyst hefur verið úr. Meðal annars bárust ábendingar varðandi kjör fulltrúa í Kópavogi sem vert væri að athuga. Af því tilefni boðaði nefndin m.a. formann Sjálfstæðisfélags Kópavogs til fundar til að skýra nokkur atriði varðandi framkvæmd fulltrúakjörs,“ segir í yfirlýsingunni. Vegið að starfsfólki Sjálfstæðisflokksins Þá beina þeir spjótum að orðum Unnar Berglindar og vilja meina að þar sé vegið ómaklega að að starfsfólki Sjálfstæðisflokksins og látið í veðri vaka að það vinni fyrir einn frambjóðanda umfram annan: „Kjörbréfanefnd vísar þessum fullyrðingum formannsins á bug. Starfsfólk Sjálfstæðisflokksins vinnur með þau gögn sem stjórnir sjálfstæðisfélaga og fulltrúaráða senda til skrifstofu flokksins. Starfsfólk er ekki úrskurðaraðili í álitamálum og ber ekki ábyrgð á fulltrúakjöri á landsfund. Starfsfólk Sjálfstæðisflokksins ber enga ábyrgð á því að nefndin hafi talið þörf á að kalla formann Sjálfstæðisfélags í Kópavogs til fundar. Ekkert hefur komið fram við yfirferð kjörbréfanefndar á kjörbréfum sem bendir til annars en að starfsfólk Sjálfstæðisflokksins hafi unnið sín verk af ábyrgð og einurð við undirbúning fundarins.“ Þá segir að kjörbréfanefnd beri fulla ábyrgð á sinni vinnu og niðurstöðum. Og að hún harmi „að formaður Sjálfstæðisfélags Kópavogs hafi séð tilefni til að vega að starfsfólki Sjálfstæðisflokksins.“ Sjálfstæðisflokkurinn Kópavogur Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Vísir greindi frá því fyrir hádegi að Unnur Berglind Friðriksdóttir, formaður Sjálfstæðisfélags Kópavogs, telur stuðningsmenn Bjarna Benediktssonar formanns fara offari í kosningabaráttunni. Hún lýsir í því samhengi nokkru sem hún upplifði sem einskonar þriðju gráðu yfirheyrslu kjörbréfanefndar þar sem látið var að liggja að eitthvað væri gruggugt við það hverjir komi á Landsfund Sjálfstæðisflokksins um næstu helgi. Vert að athuga með landsfundafulltrúa úr Kópavoginum Mjög er tekið að hitna í kolum vegna formannskjörs en þar takast á þeir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður flokksins, og Guðlaugur Þór Þórðarson, ráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Unnur Berglind telur fyrirliggjandi að nefndarmenn séu einarðir stuðningsmenn Bjarna og að þeir hafi misnotað aðstöðu sína með því að þjarma að sér: „Ég var boðuð í yfirheyrslur í bakherbergi í Valhöll í fyrrakvöld fyrir nefnd sem ágætur (eða ekki) þekktur lögmaður er í forsvari. Þar var talað niður til mín og ég lítilsvirt.“ Þeir sem eiga sæti í kjörbréfanefndinni, Brynjar Níelsson formaður, Davíð Þorláksson og Arnar Þór Stefánsson, hafa nú sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir árétta að nefndin starfi í umboði miðstjórnar flokksins. Hún hafi það hlutverk að fara yfir kjörbréf þeirra fulltrúa sem félög og fulltrúaráð á vegum flokksins hafa kjörið til setu á fundinum. „Nefndin hefur verið að störfum síðan á mánudag. Henni hafa borist ýmsar ábendingar sem leyst hefur verið úr. Meðal annars bárust ábendingar varðandi kjör fulltrúa í Kópavogi sem vert væri að athuga. Af því tilefni boðaði nefndin m.a. formann Sjálfstæðisfélags Kópavogs til fundar til að skýra nokkur atriði varðandi framkvæmd fulltrúakjörs,“ segir í yfirlýsingunni. Vegið að starfsfólki Sjálfstæðisflokksins Þá beina þeir spjótum að orðum Unnar Berglindar og vilja meina að þar sé vegið ómaklega að að starfsfólki Sjálfstæðisflokksins og látið í veðri vaka að það vinni fyrir einn frambjóðanda umfram annan: „Kjörbréfanefnd vísar þessum fullyrðingum formannsins á bug. Starfsfólk Sjálfstæðisflokksins vinnur með þau gögn sem stjórnir sjálfstæðisfélaga og fulltrúaráða senda til skrifstofu flokksins. Starfsfólk er ekki úrskurðaraðili í álitamálum og ber ekki ábyrgð á fulltrúakjöri á landsfund. Starfsfólk Sjálfstæðisflokksins ber enga ábyrgð á því að nefndin hafi talið þörf á að kalla formann Sjálfstæðisfélags í Kópavogs til fundar. Ekkert hefur komið fram við yfirferð kjörbréfanefndar á kjörbréfum sem bendir til annars en að starfsfólk Sjálfstæðisflokksins hafi unnið sín verk af ábyrgð og einurð við undirbúning fundarins.“ Þá segir að kjörbréfanefnd beri fulla ábyrgð á sinni vinnu og niðurstöðum. Og að hún harmi „að formaður Sjálfstæðisfélags Kópavogs hafi séð tilefni til að vega að starfsfólki Sjálfstæðisflokksins.“
Sjálfstæðisflokkurinn Kópavogur Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira