Vilja sjá skautahöll rísa á Selfossi Atli Ísleifsson skrifar 3. nóvember 2022 14:25 Bæjarstjórn Árborgar hefur sent erindið frá Íshokkísambandinu og Skautasambandinu i til umræðu í frístunda- og menningarnefnd sveitarfélagsins. Vísir/Arnar Íshokkísamband Íslands og Skautasamband Íslands hafa óskað eftir viðræðum við bæjarstjórn Árborgar um uppbyggingu skautasvells í Árborg. Bæjarstjórn Árborgar hefur sent erindið til umræðu í frístunda- og menningarnefnd sveitarfélagsins. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs sem kom saman til fundar í morgun. Þakkar bæjarráð samböndunum fyrir erindið, en undir það rita Konráð Gylfason, framkvæmdastjóri Íshokkísambands Íslands, og Valdimar Leó Friðriksson, framkvæmdastjóri Skautasambands Íslands. Í erindinu kemur fram að bæði Íshokkísambandið og Skauptasambandið stefni að því að komið verði upp betri aðstöðu fyrir skautaíþróttirnar, að fjölga iðkendum, auka vægi íþróttarinnar á Íslandi og ná frekari árangri á alþjóðavettvangi á komandi misserum. Segir að í dag séu rekin fjögur íþróttafélög sem stundi skautaíþróttir – Skautafélag Akureyrar, Skautafélag Reykjavíkur, Fjölnir og Öspin. Er það bent á að rekstrartekjur Skautahallanna í bæði Reykjavík og Akureyri hafi skilað tugmilljóna hagnaði þó að heimsfaraldurinn hafi vissulega haft neikvæð áhrif á reksturinn. Íslenska kvennalandsliðið í íshokkí á svellinu.Stjepan Cizmadija Í erindinu kemur fram að fjöldi iðkenda í íshokkí á landinu, sem taki þátt í Íslandsmótum frá þrettán ára aldri, séu um sex hundruð. Auk þeirra eru um þrjú hundruð iðkendur í yngri aldurshópum og um þrjú hundruð í fullorðins íshokkí. Fjöldi iðkenda sem stunda listskauta eru um sex hundruð og og skiptist þeir niður á fjögur aðildarfélög, annars vegar í Reykjavík og á Akureyri. Í erindi sambandanna er einnig minnst á krullu og skaupahlaup. „Að þessu sögðu þá óskum við eftir viðræðum við ykkur um uppbyggingu aðstöðu fyrir skauta íþróttirnar í ykkar sveitarfélagi og ræða framtíðaruppbyggingu íshokkí og listskauta ásamt almennings þátttöku allra skauta unnenda. Við undirritaðir, framkvæmdastjórar ÍHÍ og ÍSS höfum áhuga á að skrifa undir viljayfirlýsingu við sveitarstjórn Árborgar um að sett verði á laggirnar vinnuhópur sem rýnir ítarlega kosti þess og möguleika á að byggja innanhúss skautasvell fyrir skauta íþróttirnar í heild sinni,“ segir í erindi þeirra Konráðs og Valdimars. Árborg Íshokkí Skautaíþróttir Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs sem kom saman til fundar í morgun. Þakkar bæjarráð samböndunum fyrir erindið, en undir það rita Konráð Gylfason, framkvæmdastjóri Íshokkísambands Íslands, og Valdimar Leó Friðriksson, framkvæmdastjóri Skautasambands Íslands. Í erindinu kemur fram að bæði Íshokkísambandið og Skauptasambandið stefni að því að komið verði upp betri aðstöðu fyrir skautaíþróttirnar, að fjölga iðkendum, auka vægi íþróttarinnar á Íslandi og ná frekari árangri á alþjóðavettvangi á komandi misserum. Segir að í dag séu rekin fjögur íþróttafélög sem stundi skautaíþróttir – Skautafélag Akureyrar, Skautafélag Reykjavíkur, Fjölnir og Öspin. Er það bent á að rekstrartekjur Skautahallanna í bæði Reykjavík og Akureyri hafi skilað tugmilljóna hagnaði þó að heimsfaraldurinn hafi vissulega haft neikvæð áhrif á reksturinn. Íslenska kvennalandsliðið í íshokkí á svellinu.Stjepan Cizmadija Í erindinu kemur fram að fjöldi iðkenda í íshokkí á landinu, sem taki þátt í Íslandsmótum frá þrettán ára aldri, séu um sex hundruð. Auk þeirra eru um þrjú hundruð iðkendur í yngri aldurshópum og um þrjú hundruð í fullorðins íshokkí. Fjöldi iðkenda sem stunda listskauta eru um sex hundruð og og skiptist þeir niður á fjögur aðildarfélög, annars vegar í Reykjavík og á Akureyri. Í erindi sambandanna er einnig minnst á krullu og skaupahlaup. „Að þessu sögðu þá óskum við eftir viðræðum við ykkur um uppbyggingu aðstöðu fyrir skauta íþróttirnar í ykkar sveitarfélagi og ræða framtíðaruppbyggingu íshokkí og listskauta ásamt almennings þátttöku allra skauta unnenda. Við undirritaðir, framkvæmdastjórar ÍHÍ og ÍSS höfum áhuga á að skrifa undir viljayfirlýsingu við sveitarstjórn Árborgar um að sett verði á laggirnar vinnuhópur sem rýnir ítarlega kosti þess og möguleika á að byggja innanhúss skautasvell fyrir skauta íþróttirnar í heild sinni,“ segir í erindi þeirra Konráðs og Valdimars.
Árborg Íshokkí Skautaíþróttir Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira