Segist hafa verið hótað líkamsmeiðingum og ekki upplifað sig öruggan Stefán Árni Pálsson skrifar 4. nóvember 2022 11:30 Ásgeir Kolbeinsson hefur verið áberandi í íslensku samfélagi í yfir tvo áratugi. Ásgeir Kolbeinsson vakti fyrst athygli sem útvarpsmaður á FM957 en hefur síðan þá starfað sem sjónvarpsmaður, veitingamaður, rak skemmtistað og meðal annars flutt inn tónlistarmanninn Scooter. Hann þykir með eindæmum kurteis og hefur ótrúlega mikinn áhuga á kvikmyndum. Gestur Einkalífsins í þessari viku er Ásgeir Kolbeinsson. Ásgeir rak skemmtistaðinn Austur fyrir nokkrum árum en reksturinn tók heldur betur u-beygju þegar hann seldi skemmtistaðinn og að hans sögn stóðu kaupendur ekki við neitt sem lofað var og reyndu hvað eftir annað að eyðileggja allan rekstrargrundvöll þegar kaupferlið var í gangi. Ásgeir segir að þessi tími hafi verið hans allra erfiðasti á lífsleiðinni. „Þetta var einn vinsælasti skemmtistaður landsins í einhver fjögur ár,“ segir Ásgeir. „Það er gaman að eiga skemmtistað og mér finnst mjög gaman að gleðja fólk og það er enn þann dag í dag fólk að koma að mér og segjast hafa kynnst á Austur og eiga tvö eða þrjú börn í dag.“ Hann segist hafa lagt mikið í að skapa gott andrúmsloft inni á Austur og var miklu eytt í innanhúshönnun staðarins. En að málinu erfiða þegar Ásgeir fellst á að selja staðinn. „Það kemur aðili til okkar árið 2013 og vill kaupa staðinn. Hann vildi kaupa sig inn helming á móti mér og meðeigandi mínum. Við höfðum þá engan áhuga á að selja en hann heldur áfram að hækka verðið og þá segjum við að annað hvort seljum við allan staðinn eða ekkert. Hann felst á það og í framhaldinu af því byrjar alveg hræðileg atburðarás,“ segir Ásgeir og heldur áfram. Klippa: Einkalífið - Ásgeir Kolbeinsson „Það var í rauninni allt gert til að reyna standa ekki við kaupin og skemma fyrir á sama tíma. Þetta var mál sem stóð yfir í að verða þrjú ár, kostaði gríðarlega fjármuni, orku og tók alveg svakalega á mig og fjölskylduna og fullt af fólki. Þetta endaði í raun eins og í spennumynd þar sem allt í einu kemur í ljós að sá sem þú hélt að væri morðinginn var það ekki og það kemur einhver nýr inn. Málið tók mikla kúvendingu í lokin sem hafði það í för með sér að lendingin varð mýkri.“ Eins og áður segir hann að málið hafi tekið gríðarlega á. „Þetta mótaði mig mikið bæði í viðskiptum og varðandi fólk. Þetta er mál sem mig hefur lengi viljað skrifa um. Það tengdust inn í þetta bankar, fjármálastofnanir, ríkið, lögregla og rannsóknarlögregla og innflytjendastofnun. Ég veit ekki hvaða stofnanir komu ekki að þessu málið því þetta voru erlendir aðilar sem keyptu staðinn. Þetta fór allt fyrir dómstóla og allt mál sem við unnum.“ Eins og alvöru bíómynd Ásgeir segist hafa haldið að allir samningar væru alveg upp á tíu í ferlinum. „Samningar eru einu sinni þannig að þeir eru bara samningar. Ef þú vilt brjóta samninginn þá getur þú eyðilagt eitthvað í millitíðinni. Ef ég geri samning við þig um að kaupa bílinn þinn, svo fer ég og klessukeyri hann og þú ferð fyrir dómstóla og ætlar ekki að borga neitt. Málið er þá dæmt þér í hag en þú átt kannski engan pening til að borga mér þá er enginn að fara borga þennan bíl. Ég fór mjög illa út úr þessu.“ Hann segist hafa fengið yfir sig töluvert margar hótanir í öllu ferlinu. „Allt frá líkamsmeiðingum yfir í allskonar hluti. Sem gerði það að verkum að þú varst allt í einu ekki öruggur eða fannst þú ekki vera öruggur. Þetta er bara eins og í lygasögu og það að það sé hægt að beygja og stýra kerfinu svona mikið er með ólíkindum. Þetta væri svakaleg bíómynd. Austursmálið er það lang erfiðasta sem ég hef þurft að eiga við á ævi minni.“ Hér að ofan má sjá þáttinn í heild sinni þar sem Ásgeir talar um ferilinn sem útvarpsmaður, þegar hann var á PoppTV, um frægðina, þegar hann fluttu inn Scooter, um sambandið með kærustunni sinni Heru, um þáttinn Sjáðu, rekstur veitingastaðarins Punk og margt fleira. Uppfært kl 16:35 - Meint hótun gegn Ásgeiri var rannsökuð af lögreglu á sínum tíma og var málið fellt niður og ekki talin ástæða til að ákæra. Einkalífið Mest lesið Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can Lífið Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Lífið „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Lífið Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Lífið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Lífið Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Tíska og hönnun „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Lífið Virtist hvorki geta séð né andað Tíska og hönnun Fleiri fréttir Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Sjá meira
Hann þykir með eindæmum kurteis og hefur ótrúlega mikinn áhuga á kvikmyndum. Gestur Einkalífsins í þessari viku er Ásgeir Kolbeinsson. Ásgeir rak skemmtistaðinn Austur fyrir nokkrum árum en reksturinn tók heldur betur u-beygju þegar hann seldi skemmtistaðinn og að hans sögn stóðu kaupendur ekki við neitt sem lofað var og reyndu hvað eftir annað að eyðileggja allan rekstrargrundvöll þegar kaupferlið var í gangi. Ásgeir segir að þessi tími hafi verið hans allra erfiðasti á lífsleiðinni. „Þetta var einn vinsælasti skemmtistaður landsins í einhver fjögur ár,“ segir Ásgeir. „Það er gaman að eiga skemmtistað og mér finnst mjög gaman að gleðja fólk og það er enn þann dag í dag fólk að koma að mér og segjast hafa kynnst á Austur og eiga tvö eða þrjú börn í dag.“ Hann segist hafa lagt mikið í að skapa gott andrúmsloft inni á Austur og var miklu eytt í innanhúshönnun staðarins. En að málinu erfiða þegar Ásgeir fellst á að selja staðinn. „Það kemur aðili til okkar árið 2013 og vill kaupa staðinn. Hann vildi kaupa sig inn helming á móti mér og meðeigandi mínum. Við höfðum þá engan áhuga á að selja en hann heldur áfram að hækka verðið og þá segjum við að annað hvort seljum við allan staðinn eða ekkert. Hann felst á það og í framhaldinu af því byrjar alveg hræðileg atburðarás,“ segir Ásgeir og heldur áfram. Klippa: Einkalífið - Ásgeir Kolbeinsson „Það var í rauninni allt gert til að reyna standa ekki við kaupin og skemma fyrir á sama tíma. Þetta var mál sem stóð yfir í að verða þrjú ár, kostaði gríðarlega fjármuni, orku og tók alveg svakalega á mig og fjölskylduna og fullt af fólki. Þetta endaði í raun eins og í spennumynd þar sem allt í einu kemur í ljós að sá sem þú hélt að væri morðinginn var það ekki og það kemur einhver nýr inn. Málið tók mikla kúvendingu í lokin sem hafði það í för með sér að lendingin varð mýkri.“ Eins og áður segir hann að málið hafi tekið gríðarlega á. „Þetta mótaði mig mikið bæði í viðskiptum og varðandi fólk. Þetta er mál sem mig hefur lengi viljað skrifa um. Það tengdust inn í þetta bankar, fjármálastofnanir, ríkið, lögregla og rannsóknarlögregla og innflytjendastofnun. Ég veit ekki hvaða stofnanir komu ekki að þessu málið því þetta voru erlendir aðilar sem keyptu staðinn. Þetta fór allt fyrir dómstóla og allt mál sem við unnum.“ Eins og alvöru bíómynd Ásgeir segist hafa haldið að allir samningar væru alveg upp á tíu í ferlinum. „Samningar eru einu sinni þannig að þeir eru bara samningar. Ef þú vilt brjóta samninginn þá getur þú eyðilagt eitthvað í millitíðinni. Ef ég geri samning við þig um að kaupa bílinn þinn, svo fer ég og klessukeyri hann og þú ferð fyrir dómstóla og ætlar ekki að borga neitt. Málið er þá dæmt þér í hag en þú átt kannski engan pening til að borga mér þá er enginn að fara borga þennan bíl. Ég fór mjög illa út úr þessu.“ Hann segist hafa fengið yfir sig töluvert margar hótanir í öllu ferlinu. „Allt frá líkamsmeiðingum yfir í allskonar hluti. Sem gerði það að verkum að þú varst allt í einu ekki öruggur eða fannst þú ekki vera öruggur. Þetta er bara eins og í lygasögu og það að það sé hægt að beygja og stýra kerfinu svona mikið er með ólíkindum. Þetta væri svakaleg bíómynd. Austursmálið er það lang erfiðasta sem ég hef þurft að eiga við á ævi minni.“ Hér að ofan má sjá þáttinn í heild sinni þar sem Ásgeir talar um ferilinn sem útvarpsmaður, þegar hann var á PoppTV, um frægðina, þegar hann fluttu inn Scooter, um sambandið með kærustunni sinni Heru, um þáttinn Sjáðu, rekstur veitingastaðarins Punk og margt fleira. Uppfært kl 16:35 - Meint hótun gegn Ásgeiri var rannsökuð af lögreglu á sínum tíma og var málið fellt niður og ekki talin ástæða til að ákæra.
Einkalífið Mest lesið Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can Lífið Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Lífið „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Lífið Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Lífið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Lífið Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Tíska og hönnun „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Lífið Virtist hvorki geta séð né andað Tíska og hönnun Fleiri fréttir Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið