Villikettir vilja lóð án endurgjalds: Segjast hafa sparað Hafnarfjarðarbæ tugi milljóna Atli Ísleifsson skrifar 4. nóvember 2022 14:33 Villikettir vilja reisa húsnæði við Kaplaskeið, í hesthúsahverfinu við Kaldárselsveg í útjaðri Hafnarfjarðar. Myndin er úr safni. Getty Sjálfboðaliðasamtökin Villikettir hafa óskað eftir því að Hafnarfjarðarbær úthluti lóð við Kaplaskeið án endurgjalds þar sem samtökin gætu reist húsnæði til að sinna villi- og vergangsköttum. Formaður segir í bréfi til sveitarstjórnar að samkvæmt útreikningum hafi samtökin með vinnu sinni sennilega sparað bæjarfélaginu milli 70 og 80 milljónum króna á síðustu átta árum. Beiðni Villikatta var lögð fram á fundi bæjarráðs Hafnarfjarðarbæjar í gær. Í fundargerð segir ekkert um afstöðu bæjarstjórnarfulltrúa til hennar, en að bæjarráð hafi óskað eftir nánari kynningu á starfsemi samtakanna. Kaplaskeið er lítil gata við hesthúsahverfi við Kaldárselsveg. Hafnfirðingar virkir í starfinu Í bréfi Arndísar Bjargar Sigurgeirsdóttur, formanns Villikatta, segir að vonir félagsins standi til þess að Hafnarfjarðarbær láti félaginu slíka lóð í té án endurgjalds og sömuleiðis án þess að innheimt verði gatnagerðargjöld eða önnur gjöld. „Samtökin hafa átt gæfuríkt og gott samstarf við bæinn og bæjarbúa síðastliðin átta ár. Margir af okkar sjálfboðaliðum eru einmitt Hafnfirðingar og öflugasti hluti okkar starfs er einmitt í Hafnarfirði. Bón okkar kann að virðast djörf við fyrstu sýn en er, ef betur er gáð, sanngjörn og skiljanleg í ljósi þess að samræmt útreikningum samtakanna hafa þau sennilega sparað bæjarfélaginu 70-80 milljónir króna á þeim átta árum sem þau hafa starfað í sveitarfélaginu,“ segir í bréfi Arndísar. Á þriðja þúsund katta Arndís segir að á síðustu átta árum hafi 2.139 kettir farið í gegnum samtökin. Sjálfboðaliðar samtakanna hafi komið köttunum til dýralækna sem geldi þá, ormahreinsi, læknisskoði, geri að sárum þeirra og veiti þeim aðra nauðsynlega læknisþjónustu. „Einnig hafa sjálfboðaliðarnir tekið þessa sömu ketti í fóstur á meðan þeir jafna sig og svo annað hvort skilað þeim á sama stað ef um villikisur er að ræða eða komið þeim á heimili. Um er að ræða villiketti og vergangskisur sem hafa týnst, verið yfirgefnar af eigendum eða heimiliskettir hverra eigendur hafa látist, farið á elliheimili eða aðstæður þannig að eigendur geta ekki haft kettina lengur.“ Ríkar skyldur sveitarfélaga Í bréfinu rekur Arndís sömuleiðis skyldur og þær kröfur sem gerðar eru til sveitarfélaga þegar kemur að týndum og slösuðum dýrum, burtséð frá því hvort um ræði gæludýr, villt eða hálfvillt dýr. „Það er skylda sveitarfélaga að fylgja eftir kvörtunum vegna dýrahalds og taka við dýrum í erfiðum aðstæðum sem hefur verið svo að segja alveg á okkar höndum síðastliðin átta ár. Samtökin hafa komið ótal týndum kisum heim til sín aftur. Við erum þegar komin með 300 fermetra stálgrindarhús sem bíður þess að geta þjónað kisum sem þessum.“ Valdimar Víðisson er formaður bæjarráðs Hafnarfjarðarbæjar.Vísir/Vilhelm Vilja sameina starfsemina á einn stað Í bréfinu segir ennfremur að Hafnfirðingar hafi sýnt villiköttum einstakt atlæti í gegnum tíðina; nært þá, veitt þeim skjól og bæli, sem hafi haldið í þeim lífi öll þessi ár. „Hafnarfjarðarbær getur verið stoltur frumkvöðull í að styðja við samtökin Villiketti og að leyfa þessum köttum að lifa áfram í sínu umhverfi í samræmi við sitt náttúrulega atgervi, í stað þess að aflífa þá eins og mörg sveitarfélög gera ennþá. Fyrir þetta einstaka framtak kunnum við bænum miklar þakkir. Fari svo, að sveitarfélagið taki vel í þessa bón okkar um lóð væri það draumastaða fyrir samtökin að geta haft allt eftirfarandi á sama stað: lager og geymslu, sóttkví, herbergi fyrir lausa ketti og ketti í heimilisleit, aðstöðu fyrir dýralækni til að skoða þà, aðstöðu fyrir kettlinga og þvottahús,“ segir Arndís. Hafnarfjörður Kettir Dýr Mest lesið Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Beiðni Villikatta var lögð fram á fundi bæjarráðs Hafnarfjarðarbæjar í gær. Í fundargerð segir ekkert um afstöðu bæjarstjórnarfulltrúa til hennar, en að bæjarráð hafi óskað eftir nánari kynningu á starfsemi samtakanna. Kaplaskeið er lítil gata við hesthúsahverfi við Kaldárselsveg. Hafnfirðingar virkir í starfinu Í bréfi Arndísar Bjargar Sigurgeirsdóttur, formanns Villikatta, segir að vonir félagsins standi til þess að Hafnarfjarðarbær láti félaginu slíka lóð í té án endurgjalds og sömuleiðis án þess að innheimt verði gatnagerðargjöld eða önnur gjöld. „Samtökin hafa átt gæfuríkt og gott samstarf við bæinn og bæjarbúa síðastliðin átta ár. Margir af okkar sjálfboðaliðum eru einmitt Hafnfirðingar og öflugasti hluti okkar starfs er einmitt í Hafnarfirði. Bón okkar kann að virðast djörf við fyrstu sýn en er, ef betur er gáð, sanngjörn og skiljanleg í ljósi þess að samræmt útreikningum samtakanna hafa þau sennilega sparað bæjarfélaginu 70-80 milljónir króna á þeim átta árum sem þau hafa starfað í sveitarfélaginu,“ segir í bréfi Arndísar. Á þriðja þúsund katta Arndís segir að á síðustu átta árum hafi 2.139 kettir farið í gegnum samtökin. Sjálfboðaliðar samtakanna hafi komið köttunum til dýralækna sem geldi þá, ormahreinsi, læknisskoði, geri að sárum þeirra og veiti þeim aðra nauðsynlega læknisþjónustu. „Einnig hafa sjálfboðaliðarnir tekið þessa sömu ketti í fóstur á meðan þeir jafna sig og svo annað hvort skilað þeim á sama stað ef um villikisur er að ræða eða komið þeim á heimili. Um er að ræða villiketti og vergangskisur sem hafa týnst, verið yfirgefnar af eigendum eða heimiliskettir hverra eigendur hafa látist, farið á elliheimili eða aðstæður þannig að eigendur geta ekki haft kettina lengur.“ Ríkar skyldur sveitarfélaga Í bréfinu rekur Arndís sömuleiðis skyldur og þær kröfur sem gerðar eru til sveitarfélaga þegar kemur að týndum og slösuðum dýrum, burtséð frá því hvort um ræði gæludýr, villt eða hálfvillt dýr. „Það er skylda sveitarfélaga að fylgja eftir kvörtunum vegna dýrahalds og taka við dýrum í erfiðum aðstæðum sem hefur verið svo að segja alveg á okkar höndum síðastliðin átta ár. Samtökin hafa komið ótal týndum kisum heim til sín aftur. Við erum þegar komin með 300 fermetra stálgrindarhús sem bíður þess að geta þjónað kisum sem þessum.“ Valdimar Víðisson er formaður bæjarráðs Hafnarfjarðarbæjar.Vísir/Vilhelm Vilja sameina starfsemina á einn stað Í bréfinu segir ennfremur að Hafnfirðingar hafi sýnt villiköttum einstakt atlæti í gegnum tíðina; nært þá, veitt þeim skjól og bæli, sem hafi haldið í þeim lífi öll þessi ár. „Hafnarfjarðarbær getur verið stoltur frumkvöðull í að styðja við samtökin Villiketti og að leyfa þessum köttum að lifa áfram í sínu umhverfi í samræmi við sitt náttúrulega atgervi, í stað þess að aflífa þá eins og mörg sveitarfélög gera ennþá. Fyrir þetta einstaka framtak kunnum við bænum miklar þakkir. Fari svo, að sveitarfélagið taki vel í þessa bón okkar um lóð væri það draumastaða fyrir samtökin að geta haft allt eftirfarandi á sama stað: lager og geymslu, sóttkví, herbergi fyrir lausa ketti og ketti í heimilisleit, aðstöðu fyrir dýralækni til að skoða þà, aðstöðu fyrir kettlinga og þvottahús,“ segir Arndís.
Hafnarfjörður Kettir Dýr Mest lesið Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira