Tónlistin snýst um að vera lifandi núna! Steinar Fjeldsted skrifar 7. nóvember 2022 02:06 Karma Brigade er ungt, upprennandi Íslenskt band sem gaf út sína fyrstu plötu States of mind árið 2021. Fyrsta platan er persónuleg og fjallar um það sem gerist í hugarheimi sögumanns, allskyns hugsanir og tilfinningar sem fylgja unglingsárunum. Karma Brigade samanstendur af 5 ungu tónlistarfólki með stóra drauma. Ferðalagið byrjaði allt í samspili í tónlistarskólanum Miðstöðinni eftir að hópurinn hittist þar og fór boltinn strax að rúlla. Þann 4 Nóvember gaf hljómsveitin út fyrsta singúlinn ALIVE af plötunni These are the good old days. Sú plata á það sameiginlegt með þeirri fyrri að að innihalda stóran hljóðheim og vera samin, útsett og mixuð af meðlimum hljómsveitarinnar. ALIVE er nýtt upphaf í tónlistarlegum skilningi hljómsveitarinnar Meðlimir skynja það sterkt að tímabil sem þau upplifa nú munu þau seinna í lífinu tala um sem ‘’Gömlu góðu dagana’’ og tónlistin á henni snýst um að vera lifandi núna. ALIVE er kraftmikið Pop-Rock lag sem gefur hlustendum hugmynd að af yfirgnæfandi tilfinningunni þegar staldrar við til að njóta augnabliksins hér og nú, að lifa í núinu og opna augu okkar fyrir því að við séum lifandi. Karma Brigade vann titillinn ,,hljómsveit fólksins’’ á Músíktilraunum árin 2018 og 2019 og vann jólalagakeppni Rásar 2 hér um árið. Síðan þá hefur hljómsveitin spilað víða á tónleikum hérlendis og erlendis svo sem í Danmörku og Þýskalandi. Karma Brigade hugsar stórt og segir drauminn vera að ferðast og spila tónlistina sína fyrir heiminn, að gefa öðrum innblástur til að láta vaða og lifa í núinu. Söngur er í fyrirrúmi á plötunni en allir hljómsveitarmeðlimir taka þátt í honum og inniheldur platan bjartan og stóran hljóðheim. Við hvetjum ykkur til þess að hlusta á nýja lagið þeirra ALIVE og leyfa tónum þeirra tónlistar að ferðast innra með þér og taka þig hvert sem það vill. Fylgstu með hljómsveitinni á samfélagsmiðlum þeirra og vertu með þeim fyrstu til að frétta af þeirra næstu útgáfum af plötunni þeirrra ásamt þeim tónleikum þar sem að þú getur fengið tækifæri á að upplifa bandið og þeirra krafta í allri sinni dýrð. Instagram / Facebook / Karmabrigade.com Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband með því að senda póst á albumm@albumm.is. Tónlist Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið
Karma Brigade samanstendur af 5 ungu tónlistarfólki með stóra drauma. Ferðalagið byrjaði allt í samspili í tónlistarskólanum Miðstöðinni eftir að hópurinn hittist þar og fór boltinn strax að rúlla. Þann 4 Nóvember gaf hljómsveitin út fyrsta singúlinn ALIVE af plötunni These are the good old days. Sú plata á það sameiginlegt með þeirri fyrri að að innihalda stóran hljóðheim og vera samin, útsett og mixuð af meðlimum hljómsveitarinnar. ALIVE er nýtt upphaf í tónlistarlegum skilningi hljómsveitarinnar Meðlimir skynja það sterkt að tímabil sem þau upplifa nú munu þau seinna í lífinu tala um sem ‘’Gömlu góðu dagana’’ og tónlistin á henni snýst um að vera lifandi núna. ALIVE er kraftmikið Pop-Rock lag sem gefur hlustendum hugmynd að af yfirgnæfandi tilfinningunni þegar staldrar við til að njóta augnabliksins hér og nú, að lifa í núinu og opna augu okkar fyrir því að við séum lifandi. Karma Brigade vann titillinn ,,hljómsveit fólksins’’ á Músíktilraunum árin 2018 og 2019 og vann jólalagakeppni Rásar 2 hér um árið. Síðan þá hefur hljómsveitin spilað víða á tónleikum hérlendis og erlendis svo sem í Danmörku og Þýskalandi. Karma Brigade hugsar stórt og segir drauminn vera að ferðast og spila tónlistina sína fyrir heiminn, að gefa öðrum innblástur til að láta vaða og lifa í núinu. Söngur er í fyrirrúmi á plötunni en allir hljómsveitarmeðlimir taka þátt í honum og inniheldur platan bjartan og stóran hljóðheim. Við hvetjum ykkur til þess að hlusta á nýja lagið þeirra ALIVE og leyfa tónum þeirra tónlistar að ferðast innra með þér og taka þig hvert sem það vill. Fylgstu með hljómsveitinni á samfélagsmiðlum þeirra og vertu með þeim fyrstu til að frétta af þeirra næstu útgáfum af plötunni þeirrra ásamt þeim tónleikum þar sem að þú getur fengið tækifæri á að upplifa bandið og þeirra krafta í allri sinni dýrð. Instagram / Facebook / Karmabrigade.com Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband með því að senda póst á albumm@albumm.is.
Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband með því að senda póst á albumm@albumm.is.
Tónlist Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið