Alveg jafn sátt með appelsínuöndina sex árum síðar Bjarki Sigurðsson skrifar 7. nóvember 2022 15:39 Appelsínuöndin er alltaf jafn góð að mati Ellenar. Ellen Guðmundsdóttir sló óvart í gegn hér á landi fyrir sex árum síðan þegar eiginmaður hennar birti mynd af henni á Facebook. Þá misskildi vinur hans færsluna og hélt hann væri að kalla eiginkonu sína appelsínuönd. Árið 2016 voru hjónin Ellen Guðmundsdóttir og Jónas Bjarnason stödd á eyjunni Tenerife á veitingastaðnum Hong Kong Food City. Þar fæst besta appelsínuönd heims að mati Ellenar. Hún var mjög ánægð með öndina sem hún fékk og skrifaði Jónas við myndina: „Sátt með appelsínuöndina“. Tryggvi, vinur Jónasar, misskildi færsluna og hélt að Jónas væri að líkja Ellen við appelsínuönd þar sem hún var orðin ansi sólbrún eftir dvölina á eyjunni. „Að þú skulir tala svona um konuna þína“ skrifaði Tryggvi. Jónas var fljótur að leiðrétta hann en úr urðu ein frægustu Facebook-samskipti Íslandssögunnar. Nú sex árum síðar ákvað dóttir þeirra Ellenar og Jónasar, Indíra, að endurgera myndina frægu. Hún hafði aldrei fengið að fara með móður sinni að smakka öndina frægu en það breyttist í gær. „Ég fór loksins með einu sönnu appelsínuöndinni henni mömmu minni að smakka appelsínuöndina sem gerði hana að heimsins besta brandara 2016,“ skrifaði Indíra við myndina sem hún birti í gærkvöldi. Auðvitað fengu fyrri samskipti Jónasar og Tryggva að fljóta með. Löngu hætt á twitter en fannst þessi merkisdagur eiga heima hér, ég fór loksins með einu sönnu appelsínuöndinni henni mömmu minni að smakka appelsínuöndina sem gerði hana að heimsins besta brandara 2016 pic.twitter.com/dvwnL0fJBE— Indira jonasd (@indirajonasd) November 6, 2022 Í samtali við fréttastofu segir Ellen að hún hafi mjög gaman af þessu gríni. Hún geti í rauninni ekki gert annað en að hlæja með. Þegar fólk leitar að appelsínuönd á Google kemur myndin af Ellen upp. „Ég var hérna í fyrra og þá var ein sem hringdi heim og talaði við systur sína. Sagðist vera að fara að fá sér appelsínuönd. Systirin sagðist hafa verið að lesa ótrúlega fyndin brandara um appelsínuönd og hún svaraði að hún væri með appelsínuöndinni sjálfri hérna úti,“ segir Ellen og hlær. Þegar fréttastofa náði tali af henni var hún á flugvellinum á Tenerife að bíða eftir því að fljúga heim. Hún fer til eyjunnar að jafnaði tvisvar til þrisvar á ári og fær sér alltaf appelsínuöndina. Ertu alltaf jafn sátt með appelsínuöndina? „Algjörlega. Þetta er besta appelsínuönd sem ég fæ,“ segir Ellen. Grín og gaman Samfélagsmiðlar Kanaríeyjar Íslendingar erlendis Einu sinni var... Mest lesið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Destiny's Child með óvænta endurkomu Lífið Fleiri fréttir Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Sjá meira
Árið 2016 voru hjónin Ellen Guðmundsdóttir og Jónas Bjarnason stödd á eyjunni Tenerife á veitingastaðnum Hong Kong Food City. Þar fæst besta appelsínuönd heims að mati Ellenar. Hún var mjög ánægð með öndina sem hún fékk og skrifaði Jónas við myndina: „Sátt með appelsínuöndina“. Tryggvi, vinur Jónasar, misskildi færsluna og hélt að Jónas væri að líkja Ellen við appelsínuönd þar sem hún var orðin ansi sólbrún eftir dvölina á eyjunni. „Að þú skulir tala svona um konuna þína“ skrifaði Tryggvi. Jónas var fljótur að leiðrétta hann en úr urðu ein frægustu Facebook-samskipti Íslandssögunnar. Nú sex árum síðar ákvað dóttir þeirra Ellenar og Jónasar, Indíra, að endurgera myndina frægu. Hún hafði aldrei fengið að fara með móður sinni að smakka öndina frægu en það breyttist í gær. „Ég fór loksins með einu sönnu appelsínuöndinni henni mömmu minni að smakka appelsínuöndina sem gerði hana að heimsins besta brandara 2016,“ skrifaði Indíra við myndina sem hún birti í gærkvöldi. Auðvitað fengu fyrri samskipti Jónasar og Tryggva að fljóta með. Löngu hætt á twitter en fannst þessi merkisdagur eiga heima hér, ég fór loksins með einu sönnu appelsínuöndinni henni mömmu minni að smakka appelsínuöndina sem gerði hana að heimsins besta brandara 2016 pic.twitter.com/dvwnL0fJBE— Indira jonasd (@indirajonasd) November 6, 2022 Í samtali við fréttastofu segir Ellen að hún hafi mjög gaman af þessu gríni. Hún geti í rauninni ekki gert annað en að hlæja með. Þegar fólk leitar að appelsínuönd á Google kemur myndin af Ellen upp. „Ég var hérna í fyrra og þá var ein sem hringdi heim og talaði við systur sína. Sagðist vera að fara að fá sér appelsínuönd. Systirin sagðist hafa verið að lesa ótrúlega fyndin brandara um appelsínuönd og hún svaraði að hún væri með appelsínuöndinni sjálfri hérna úti,“ segir Ellen og hlær. Þegar fréttastofa náði tali af henni var hún á flugvellinum á Tenerife að bíða eftir því að fljúga heim. Hún fer til eyjunnar að jafnaði tvisvar til þrisvar á ári og fær sér alltaf appelsínuöndina. Ertu alltaf jafn sátt með appelsínuöndina? „Algjörlega. Þetta er besta appelsínuönd sem ég fæ,“ segir Ellen.
Grín og gaman Samfélagsmiðlar Kanaríeyjar Íslendingar erlendis Einu sinni var... Mest lesið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Destiny's Child með óvænta endurkomu Lífið Fleiri fréttir Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Sjá meira