Reynir að gera köngulærnar eins girnilegar og hægt er Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 9. nóvember 2022 14:31 Listakonan Helena Margrét málar köngulær og hversdagslega hluti á girnilegan hátt. Aðsend/Sóllilja Tinds Listakonan Helena Margrét fann fyrir keppnisskapi í listinni á sínum yngri árum en hún stendur nú fyrir einkasýningu í Ásmundarsal og tekur þátt í sýningum víða um heiminn á næstunni. Blaðamaður heyrði í henni og fékk að heyra nánar frá listinni og lífinu. Þríhyrningakjóll sem vakti skilningarvitin „Það tók mig frekar langan tíma að fatta að það væri hægt að vinna við að vera listamaður en ég hafði alltaf mikinn áhuga á teikningu og sköpun,“ segir Helena og bætir við að á sínum yngri árum hafi listin verið það eina sem hún hafði keppnisskap fyrir. „Mér var alveg sama um að vinna í íþróttum eða spilum.“ View this post on Instagram A post shared by Helena Margre t Jo nsdo ttir (@helenamargret) Áhuginn kviknaði snemma. „Ég á sterka minningu af mér á leikskóla í teiknistund þegar vinkona mín teiknaði mynd af sér og hún teiknaði kjólinn sinn sem þríhyrning, mjög algeng krakkateikning. Ég hafði aldrei séð það áður og ég hugsaði bara: „Vá, hvernig datt henni þetta í hug? Þetta er ótrúlegt.“ Og mér finnst það ennþá í dag!“ Helena fór á námskeið í Myndlistaskólanum í Reykjavík þegar hún var sex ára gömul. „Ég fékk aðeins víðari nálgun á hvað myndlist er og hvað hún gæti verið. Mér þykir alltaf vænt um það og ég var meira og minna í Myndlistaskólanum yfir veturinn með skólanum, þangað til ég fór svo á Sjónlistarbraut og útskrifaðist með stúdentsprófið þaðan.“ View this post on Instagram A post shared by Helena Margre t Jo nsdo ttir (@helenamargret) Köngulær og Kristals dósir Í listsköpun sinni vinnur Helena gjarnan með hluti úr hversdagsleikanum. „Til dæmis Kristal, skó, nammi, glös, plastpoka, vín og köngulær. Ég laðast mikið af glansandi, fíngerðum og gagnsæjum hlutum sem virðast kannski frekar ómerkilegir eða algengir. Þegar ég mála til dæmis kramda Kristallsdós tek ég eftir og endurgeri hverja dæld og beyglu og eitthvað sem ég hefði vanalega ekki litið tvisvar á er ég kannski að horfa á og stúdera í tvær vikur. Þá verður hún svo falleg.“ View this post on Instagram A post shared by Helena Margre t Jo nsdo ttir (@helenamargret) Hún segist vona að þetta skili sér til þeirra sem horfi á verkin. „Að þau finni fyrir tímanum sem fór í að endurgera dósina, því það er ekki bara dósin, það er líka tíminn. Og þá horfa þau kannski á hana lengur en þau hefðu vanalega gert.“ Hún fær innblásturinn víða og blandar ólíkum hlutum saman. „Ég fæ mikinn innblástur frá gömlu meisturunum og matar kyrralífsverkunum þeirra þar sem allur glans og endurspeglanir eru ýktar til að láta fyrirmyndina líta út sem girnilegasta og raunverulegasta, en svo fæ ég líka mikinn innblástur frá stock myndum af Google.“ View this post on Instagram A post shared by Helena Margre t Jo nsdo ttir (@helenamargret) Hæg framköllun Verkferli Helenu er fjölbreytt. „Ég fæ yfirleitt hugmynd um að það væri gaman að mála eitthvað ákveðið og ég skissa það upp í notes til að muna það. Ég er farin að skrifa undir líka hvað það er af því stundum þegar ég kem aftur að því seinna er ekki nokkur leið að sjá hvað skissan átti að vera. Svo þegar ég byrja á nýju verki fer ég í gegnum skissurnar og stundum sé ég að eitthvað passar óvænt saman. Þá fer ég og tek myndir til að setja lokaskissuna upp í photoshop og klippi það til eða sný upp á það svo það passi hugmyndinni sem er yfirleitt furðu lík upprunalegu skissunni þó hún sé algjört krot. Ég byrja ekki að mála fyrr en ég er alveg sátt við loka skissuna og þá er það ferli í rauninni bara eins og hæg framköllun.“ View this post on Instagram A post shared by Helena Margre t Jo nsdo ttir (@helenamargret) Að geta ekki fest sig í eigin vef Helena er sem áður segir með sýningu í Ásmundarsal en sýningin ber heitið Þú getur ekki fest þig í þínum eigin vef og til sýnis eru tólf málverk úr akrýl og olíu á striga. „Á málverkunum eru köngulær í ýmsum aðstæðum, sumar eru að fela sig illa í glærum glösum, aðrar eru eins og þær séu alveg að losna úr ísmola eða sleikjó. Ein er í fullkomnum felulitum til að standa á plastpokum en stendur á svartri skálm svo hún kemur upp um sig. Titilinn vísar til þess að köngulær geta ekki fest sig í sínum eigin vef. Eitt verkið er sjálfsmynd af mér sem virðist líka vera speglasjálfa, spegilinn er brotinn og brotin mynda vef. Á speglinum er könguló sem virðist stefna í áttina að mér og þar af leiðandi virðist hún vera mun nær mér en hún er. Það er mikið af gagnsæjum efnum, plastpokum, glærum glösum, Kristal og loftbólum. Í textanum um sýninguna tala ég um köngulóarfælni og ímynda mér að þær geti verið hvar sem er. Með því að nota bara glæra hluti geta þær ekki falið sig, þá mun ég að minnsta kosti vita hvort þær séu þarna eða ekki.“ View this post on Instagram A post shared by Helena Margre t Jo nsdo ttir (@helenamargret) Togstreyta á milli hins girnilega og ógeðslega „Í verkunum er togstreita á milli þess sem er girnilegt og ógeðslegt, glitrandi sleikjó er eyðilagður með iðandi könguló. Ég reyni að gera köngulærnar eins girnilegar og ég get líka og ýki áferðina á þeim þannig þær verði silkimjúkar og glansandi.“ Helena með sjálfsmynd á brotnum spegli.Aðsend/Sóllilja Tinds Hún segir köngulóarfælni mögulega vera hversdagslegustu og algengustu fælnina. „Með því að mála köngulær reyni ég að upphefja og festa eitthvað á striga sem flestir reyna að forðast eða losa sig við. Verkin sýna löngunina til að vernda sig fyrir óáþreifanlegri hættu, en þú nærð samt aldrei beint til köngulónnar þó þú sjáir hana, það er alltaf eitthvað glært lag á milli.“ View this post on Instagram A post shared by Helena Margre t Jo nsdo ttir (@helenamargret) Helena byrjaði að undirbúa sýninguna í byrjun árs og málaði fyrsta málverkið fyrir hana í febrúar. „Olíumálverk taka svo langan tíma þannig þegar ég byrja á sýningu er ég alltaf að reyna að sjá fyrir mér eitthvað með margra mánaða fyrirvara. Ég var til dæmis orðin mjög tæp á tíma í sumar og hélt ég næði ekki að klára, þó ég ætti alveg fjóra mánuði eftir.“ View this post on Instagram A post shared by Helena Margre t Jo nsdo ttir (@helenamargret) Sýningar í Peking og Dubai Það er ýmislegt spennandi á döfinni hjá þessari listakonu sem mun sýna víða um heiminn. „Ég tek þátt í þremur samsýningum næstu mánuði; ein er núna í nóvember hjá Tang Contemporary í Peking, svo er önnur í Dubai í janúar í samstarfssýningu tveggja gallería, Stems og Volery. Í mars á næsta ári verð ég með á samsýningu í Kling og Bang og svo er ég með mína þriðju einkasýningu í D-salnum í Hafnarhúsinu næsta júní,“ segir Helena að lokum. Myndlist Menning Tengdar fréttir Ást og friður birtist sem dúfur sem róta í rusli „Ég var nú mjög snemma búin að ákveða að listin væri það sem ég vildi leggja fyrir mig, enda var ég alltaf að teikna og búa eitthvað til þegar ég var barn,“ segir listakonan Auður Lóa Guðnadóttir en hún var að opna sýninguna Be Mine í Gallerí Þulu. 8. nóvember 2022 17:00 Dvöldu í svartasta skammdeginu á Grænlandi Hjónin Rósa Sigrún Jónsdóttir og Páll Ásgeir Ásgeirsson opna sýninguna Rörsýn næstkomandi fimmtudag. Rósa Sigrún er myndlistarmaður og Páll Ásgeir rithöfundur og leiðsögumaður en þetta er í fyrsta sinn sem þau opna sýningu saman. 8. nóvember 2022 13:31 Skemmtilegt þegar fólk fær að gera eitthvað meira en bara að horfa Þórdís Erla Zoega hefur átt viðburðaríkt ár þar sem hún var meðal annars valin bæjarlistarmaður Seltjarnarnesbæjar, setti upp sýningu í Kaupmannahöfn og opnaði einkasýninguna Spaced Out í Berg Contemporary. Þórdís Erla er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. 1. nóvember 2022 06:31 Listaverk sem fagna nýju lífi Kristín Morthens vann verk á nýrri sýningu sinni út frá minni tilfinninga fyrir og eftir fæðingu. Sýningin opnaði síðastliðna helgi í NORR11 í samvinnu við Listval og heitir Að snerta uppsprettu. 20. október 2022 13:32 Listræn upplifun fyrir blinda, full sjáandi og öll þar á milli Á degi hvíta stafsins síðastliðinn laugardag opnaði myndlistarsýningin Skynleikar á Hafnartorgi. Sýningin er unnin í samstarfi við Blindrafélagið með það að markmiði að virkja öll skynfæri líkamans og að leyfa blindum, full sjáandi og öllum þar á milli að upplifa myndlist á jöfnum grundvelli. 18. október 2022 14:31 KÚNST: Rembrandt var fyrsta ástin Þrándur Þórarinsson skapar gjarnan ævintýralega heima með myndlist sinni og sækir meðal annars innblástur í bókmenntir, tónlist og gömlu klassísku meistarana. Hann segir listina hafa kallað á sig á barnsaldri, þá byrjaði hann að teikna og hefur ekki hætt síðan. Þrándur er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. 18. október 2022 06:30 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Þríhyrningakjóll sem vakti skilningarvitin „Það tók mig frekar langan tíma að fatta að það væri hægt að vinna við að vera listamaður en ég hafði alltaf mikinn áhuga á teikningu og sköpun,“ segir Helena og bætir við að á sínum yngri árum hafi listin verið það eina sem hún hafði keppnisskap fyrir. „Mér var alveg sama um að vinna í íþróttum eða spilum.“ View this post on Instagram A post shared by Helena Margre t Jo nsdo ttir (@helenamargret) Áhuginn kviknaði snemma. „Ég á sterka minningu af mér á leikskóla í teiknistund þegar vinkona mín teiknaði mynd af sér og hún teiknaði kjólinn sinn sem þríhyrning, mjög algeng krakkateikning. Ég hafði aldrei séð það áður og ég hugsaði bara: „Vá, hvernig datt henni þetta í hug? Þetta er ótrúlegt.“ Og mér finnst það ennþá í dag!“ Helena fór á námskeið í Myndlistaskólanum í Reykjavík þegar hún var sex ára gömul. „Ég fékk aðeins víðari nálgun á hvað myndlist er og hvað hún gæti verið. Mér þykir alltaf vænt um það og ég var meira og minna í Myndlistaskólanum yfir veturinn með skólanum, þangað til ég fór svo á Sjónlistarbraut og útskrifaðist með stúdentsprófið þaðan.“ View this post on Instagram A post shared by Helena Margre t Jo nsdo ttir (@helenamargret) Köngulær og Kristals dósir Í listsköpun sinni vinnur Helena gjarnan með hluti úr hversdagsleikanum. „Til dæmis Kristal, skó, nammi, glös, plastpoka, vín og köngulær. Ég laðast mikið af glansandi, fíngerðum og gagnsæjum hlutum sem virðast kannski frekar ómerkilegir eða algengir. Þegar ég mála til dæmis kramda Kristallsdós tek ég eftir og endurgeri hverja dæld og beyglu og eitthvað sem ég hefði vanalega ekki litið tvisvar á er ég kannski að horfa á og stúdera í tvær vikur. Þá verður hún svo falleg.“ View this post on Instagram A post shared by Helena Margre t Jo nsdo ttir (@helenamargret) Hún segist vona að þetta skili sér til þeirra sem horfi á verkin. „Að þau finni fyrir tímanum sem fór í að endurgera dósina, því það er ekki bara dósin, það er líka tíminn. Og þá horfa þau kannski á hana lengur en þau hefðu vanalega gert.“ Hún fær innblásturinn víða og blandar ólíkum hlutum saman. „Ég fæ mikinn innblástur frá gömlu meisturunum og matar kyrralífsverkunum þeirra þar sem allur glans og endurspeglanir eru ýktar til að láta fyrirmyndina líta út sem girnilegasta og raunverulegasta, en svo fæ ég líka mikinn innblástur frá stock myndum af Google.“ View this post on Instagram A post shared by Helena Margre t Jo nsdo ttir (@helenamargret) Hæg framköllun Verkferli Helenu er fjölbreytt. „Ég fæ yfirleitt hugmynd um að það væri gaman að mála eitthvað ákveðið og ég skissa það upp í notes til að muna það. Ég er farin að skrifa undir líka hvað það er af því stundum þegar ég kem aftur að því seinna er ekki nokkur leið að sjá hvað skissan átti að vera. Svo þegar ég byrja á nýju verki fer ég í gegnum skissurnar og stundum sé ég að eitthvað passar óvænt saman. Þá fer ég og tek myndir til að setja lokaskissuna upp í photoshop og klippi það til eða sný upp á það svo það passi hugmyndinni sem er yfirleitt furðu lík upprunalegu skissunni þó hún sé algjört krot. Ég byrja ekki að mála fyrr en ég er alveg sátt við loka skissuna og þá er það ferli í rauninni bara eins og hæg framköllun.“ View this post on Instagram A post shared by Helena Margre t Jo nsdo ttir (@helenamargret) Að geta ekki fest sig í eigin vef Helena er sem áður segir með sýningu í Ásmundarsal en sýningin ber heitið Þú getur ekki fest þig í þínum eigin vef og til sýnis eru tólf málverk úr akrýl og olíu á striga. „Á málverkunum eru köngulær í ýmsum aðstæðum, sumar eru að fela sig illa í glærum glösum, aðrar eru eins og þær séu alveg að losna úr ísmola eða sleikjó. Ein er í fullkomnum felulitum til að standa á plastpokum en stendur á svartri skálm svo hún kemur upp um sig. Titilinn vísar til þess að köngulær geta ekki fest sig í sínum eigin vef. Eitt verkið er sjálfsmynd af mér sem virðist líka vera speglasjálfa, spegilinn er brotinn og brotin mynda vef. Á speglinum er könguló sem virðist stefna í áttina að mér og þar af leiðandi virðist hún vera mun nær mér en hún er. Það er mikið af gagnsæjum efnum, plastpokum, glærum glösum, Kristal og loftbólum. Í textanum um sýninguna tala ég um köngulóarfælni og ímynda mér að þær geti verið hvar sem er. Með því að nota bara glæra hluti geta þær ekki falið sig, þá mun ég að minnsta kosti vita hvort þær séu þarna eða ekki.“ View this post on Instagram A post shared by Helena Margre t Jo nsdo ttir (@helenamargret) Togstreyta á milli hins girnilega og ógeðslega „Í verkunum er togstreita á milli þess sem er girnilegt og ógeðslegt, glitrandi sleikjó er eyðilagður með iðandi könguló. Ég reyni að gera köngulærnar eins girnilegar og ég get líka og ýki áferðina á þeim þannig þær verði silkimjúkar og glansandi.“ Helena með sjálfsmynd á brotnum spegli.Aðsend/Sóllilja Tinds Hún segir köngulóarfælni mögulega vera hversdagslegustu og algengustu fælnina. „Með því að mála köngulær reyni ég að upphefja og festa eitthvað á striga sem flestir reyna að forðast eða losa sig við. Verkin sýna löngunina til að vernda sig fyrir óáþreifanlegri hættu, en þú nærð samt aldrei beint til köngulónnar þó þú sjáir hana, það er alltaf eitthvað glært lag á milli.“ View this post on Instagram A post shared by Helena Margre t Jo nsdo ttir (@helenamargret) Helena byrjaði að undirbúa sýninguna í byrjun árs og málaði fyrsta málverkið fyrir hana í febrúar. „Olíumálverk taka svo langan tíma þannig þegar ég byrja á sýningu er ég alltaf að reyna að sjá fyrir mér eitthvað með margra mánaða fyrirvara. Ég var til dæmis orðin mjög tæp á tíma í sumar og hélt ég næði ekki að klára, þó ég ætti alveg fjóra mánuði eftir.“ View this post on Instagram A post shared by Helena Margre t Jo nsdo ttir (@helenamargret) Sýningar í Peking og Dubai Það er ýmislegt spennandi á döfinni hjá þessari listakonu sem mun sýna víða um heiminn. „Ég tek þátt í þremur samsýningum næstu mánuði; ein er núna í nóvember hjá Tang Contemporary í Peking, svo er önnur í Dubai í janúar í samstarfssýningu tveggja gallería, Stems og Volery. Í mars á næsta ári verð ég með á samsýningu í Kling og Bang og svo er ég með mína þriðju einkasýningu í D-salnum í Hafnarhúsinu næsta júní,“ segir Helena að lokum.
Myndlist Menning Tengdar fréttir Ást og friður birtist sem dúfur sem róta í rusli „Ég var nú mjög snemma búin að ákveða að listin væri það sem ég vildi leggja fyrir mig, enda var ég alltaf að teikna og búa eitthvað til þegar ég var barn,“ segir listakonan Auður Lóa Guðnadóttir en hún var að opna sýninguna Be Mine í Gallerí Þulu. 8. nóvember 2022 17:00 Dvöldu í svartasta skammdeginu á Grænlandi Hjónin Rósa Sigrún Jónsdóttir og Páll Ásgeir Ásgeirsson opna sýninguna Rörsýn næstkomandi fimmtudag. Rósa Sigrún er myndlistarmaður og Páll Ásgeir rithöfundur og leiðsögumaður en þetta er í fyrsta sinn sem þau opna sýningu saman. 8. nóvember 2022 13:31 Skemmtilegt þegar fólk fær að gera eitthvað meira en bara að horfa Þórdís Erla Zoega hefur átt viðburðaríkt ár þar sem hún var meðal annars valin bæjarlistarmaður Seltjarnarnesbæjar, setti upp sýningu í Kaupmannahöfn og opnaði einkasýninguna Spaced Out í Berg Contemporary. Þórdís Erla er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. 1. nóvember 2022 06:31 Listaverk sem fagna nýju lífi Kristín Morthens vann verk á nýrri sýningu sinni út frá minni tilfinninga fyrir og eftir fæðingu. Sýningin opnaði síðastliðna helgi í NORR11 í samvinnu við Listval og heitir Að snerta uppsprettu. 20. október 2022 13:32 Listræn upplifun fyrir blinda, full sjáandi og öll þar á milli Á degi hvíta stafsins síðastliðinn laugardag opnaði myndlistarsýningin Skynleikar á Hafnartorgi. Sýningin er unnin í samstarfi við Blindrafélagið með það að markmiði að virkja öll skynfæri líkamans og að leyfa blindum, full sjáandi og öllum þar á milli að upplifa myndlist á jöfnum grundvelli. 18. október 2022 14:31 KÚNST: Rembrandt var fyrsta ástin Þrándur Þórarinsson skapar gjarnan ævintýralega heima með myndlist sinni og sækir meðal annars innblástur í bókmenntir, tónlist og gömlu klassísku meistarana. Hann segir listina hafa kallað á sig á barnsaldri, þá byrjaði hann að teikna og hefur ekki hætt síðan. Þrándur er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. 18. október 2022 06:30 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Ást og friður birtist sem dúfur sem róta í rusli „Ég var nú mjög snemma búin að ákveða að listin væri það sem ég vildi leggja fyrir mig, enda var ég alltaf að teikna og búa eitthvað til þegar ég var barn,“ segir listakonan Auður Lóa Guðnadóttir en hún var að opna sýninguna Be Mine í Gallerí Þulu. 8. nóvember 2022 17:00
Dvöldu í svartasta skammdeginu á Grænlandi Hjónin Rósa Sigrún Jónsdóttir og Páll Ásgeir Ásgeirsson opna sýninguna Rörsýn næstkomandi fimmtudag. Rósa Sigrún er myndlistarmaður og Páll Ásgeir rithöfundur og leiðsögumaður en þetta er í fyrsta sinn sem þau opna sýningu saman. 8. nóvember 2022 13:31
Skemmtilegt þegar fólk fær að gera eitthvað meira en bara að horfa Þórdís Erla Zoega hefur átt viðburðaríkt ár þar sem hún var meðal annars valin bæjarlistarmaður Seltjarnarnesbæjar, setti upp sýningu í Kaupmannahöfn og opnaði einkasýninguna Spaced Out í Berg Contemporary. Þórdís Erla er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. 1. nóvember 2022 06:31
Listaverk sem fagna nýju lífi Kristín Morthens vann verk á nýrri sýningu sinni út frá minni tilfinninga fyrir og eftir fæðingu. Sýningin opnaði síðastliðna helgi í NORR11 í samvinnu við Listval og heitir Að snerta uppsprettu. 20. október 2022 13:32
Listræn upplifun fyrir blinda, full sjáandi og öll þar á milli Á degi hvíta stafsins síðastliðinn laugardag opnaði myndlistarsýningin Skynleikar á Hafnartorgi. Sýningin er unnin í samstarfi við Blindrafélagið með það að markmiði að virkja öll skynfæri líkamans og að leyfa blindum, full sjáandi og öllum þar á milli að upplifa myndlist á jöfnum grundvelli. 18. október 2022 14:31
KÚNST: Rembrandt var fyrsta ástin Þrándur Þórarinsson skapar gjarnan ævintýralega heima með myndlist sinni og sækir meðal annars innblástur í bókmenntir, tónlist og gömlu klassísku meistarana. Hann segir listina hafa kallað á sig á barnsaldri, þá byrjaði hann að teikna og hefur ekki hætt síðan. Þrándur er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. 18. október 2022 06:30