Leigjendum fórnað á altari fasteignafélaga Heimir Már Pétursson skrifar 9. nóvember 2022 19:20 Fyrirhugað er að byggja mikið af íbúðarhúsnæði nálægt væntanlegri borgarlínu á næstu árum. Reykjavíkurborg Formaður Leigjendasamtakanna segir áform Reykjavíkurborgar um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á næstu árum lítið gagnast leigjendum vegna þess að hún væri öll á forsendum fasteignafélaga. Eina vonarglætan fyrir leigjendur væri í uppbyggingu verkalýðsfélaganna sem enn væru aðeins með lítinn hluta leigumarkaðarins. Borgarstjóri kynnti stöðuna á íbúðarmarkaðnum og framtíðaráætlanir á árlegum fundi á föstudag í síðustu viku. Borgin myndi sjá til þess að hægt yrði að byggja 1.600 til 3.000 íbúðir á ári næstu fimm til tíu árin. Fjórðungur þeirra yrði á félagslegum forsendum og hugsaðar fyrir fólk með minna á milli handanna. Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Leigjendasamtakanna segir þessar áætlanir ekki fela sér neinar lausnir fyrir leigjendur. Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Leigjendasamtakanna segir áætlanir borgarinnar um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis vera á forsendum fasteignafélaga og gagnist ekki leigjendum því leiguverðið hjá félögunum væri allt of hátt.Stöð 2/Vísir „Nei, alls ekki. Mér finnst líka ábyrgðarhluti að framselja í rauninni skyldum sveitarfélaganna til fasteignafélaganna sem eru ráðandi á fasteignamarkaðnum. Sveitarfélögin hafa skyldu að útvega húsnæði fyrir íbúanna,“ segir Guðmundur Hrafn. Það væri líka rangt að vekja vonir leigjenda um að verið væri að byggja hagkvæmt húsnæði fyrir þá þar sem fermetraverðið á þessu húsnæði væri hærra en markaðsverð. Fasteignafélögin skipuleggðu hæfilegan skort á húsnæði til að halda verðinu uppi og húsaleigan hækkaði með. „Leiga hefur hækkað umfram verðlag meira að segja eftir covid. Þannig að það eru blikur á lofti. Þetta mun ekki leysa vandann að koma fram með svona verkefni sem í rauninni auka bara á vandann og draga kannski vagninn í hækkun fasteignaverðs,“ segir formaður Leigjendasamtakanna. Mikið hefur verið byggt upp af íbúðum á Hlíðarendasvæðinu þar sem hluti íbúða verður leiguíbúðir í framtíðinni.Vísir Staða leigjenda væri því að versna. Íþyngjandi húsnæðiskostnaður hefði tvöfaldast á undanförnum árum. „Samkvæmt nýjustu tölum er það þannig að leigjendur sem eru komnir yfir 35 ára aldur eiga nánast enga möguleika á að komast af leigumarkaðnum. Hreyfingarnar þar eru um það bil eitt og hálft prósent, sem komast út af leigjendamarkaðnum á þessum aldri,“ segir Guðmundur Hrafn. Borgarstjórinn segir borgina geta tryggt lóðir fyrir 1.600 til 3.000 íbúðir á ári næstu fimm til tíu árin.Reykjavíkurborg Eina ljósið í myrkrinu væru leiguíbúðir sem verkalýðshreyfingin væri að byggja. Framlag hennar væri hins vegar enn ekki nógu stórt til að hafa áhrif almenna verðlagningu. Sveitarfélögin sjálf verði að byggja og reka leiguhúsnæði eins og gert væri í nágrannalöndum. „Sveitarfélögin eru þar fyrirferðarmikil á húsnæðismarkaðnum. Reka þetta annað hvort á sínum eigin vegum eða í gegnum félög sem þau eiga sjálf. Í Danmörku til dæmis er mjög algengt að samvinnufélög byggi blokkirnar og reki þær á kostnaðarverði,“segir Guðmundur Hrafn Arngrímsson. Reykjavík Húsnæðismál Leigumarkaður Tengdar fréttir Lóðir fyrir allt að 3.000 nýjar íbúðir á ári næstu fimm árin í Reykjavík Borgarstjóri segir að Reykjavík muni ekki ráða hraða uppbyggingar íbúðahúsnæðis á næstu árum sem muni ráðast af fjármögnun fjármálastofnana. Hann óttast að verið sé að framkalla kulnun á uppbyggingarmarkaði húsnæðis. 4. nóvember 2022 19:21 Borgarstjóri hefur áhyggjur af kulnun í íbúðaframkvæmdum Borgarstjóri segir að ekki muni standa á Reykjavíkurborg að hafa nægar lóðir í boði til uppbyggingar íbúðarhúsnæðis í borginni. Hann óttast hins vegar að flöskuháls geti myndast vegna tregðu lánastofnana og getu byggingaraðila til að halda í við eftirspurnina. 4. nóvember 2022 15:19 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Borgarstjóri kynnti stöðuna á íbúðarmarkaðnum og framtíðaráætlanir á árlegum fundi á föstudag í síðustu viku. Borgin myndi sjá til þess að hægt yrði að byggja 1.600 til 3.000 íbúðir á ári næstu fimm til tíu árin. Fjórðungur þeirra yrði á félagslegum forsendum og hugsaðar fyrir fólk með minna á milli handanna. Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Leigjendasamtakanna segir þessar áætlanir ekki fela sér neinar lausnir fyrir leigjendur. Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Leigjendasamtakanna segir áætlanir borgarinnar um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis vera á forsendum fasteignafélaga og gagnist ekki leigjendum því leiguverðið hjá félögunum væri allt of hátt.Stöð 2/Vísir „Nei, alls ekki. Mér finnst líka ábyrgðarhluti að framselja í rauninni skyldum sveitarfélaganna til fasteignafélaganna sem eru ráðandi á fasteignamarkaðnum. Sveitarfélögin hafa skyldu að útvega húsnæði fyrir íbúanna,“ segir Guðmundur Hrafn. Það væri líka rangt að vekja vonir leigjenda um að verið væri að byggja hagkvæmt húsnæði fyrir þá þar sem fermetraverðið á þessu húsnæði væri hærra en markaðsverð. Fasteignafélögin skipuleggðu hæfilegan skort á húsnæði til að halda verðinu uppi og húsaleigan hækkaði með. „Leiga hefur hækkað umfram verðlag meira að segja eftir covid. Þannig að það eru blikur á lofti. Þetta mun ekki leysa vandann að koma fram með svona verkefni sem í rauninni auka bara á vandann og draga kannski vagninn í hækkun fasteignaverðs,“ segir formaður Leigjendasamtakanna. Mikið hefur verið byggt upp af íbúðum á Hlíðarendasvæðinu þar sem hluti íbúða verður leiguíbúðir í framtíðinni.Vísir Staða leigjenda væri því að versna. Íþyngjandi húsnæðiskostnaður hefði tvöfaldast á undanförnum árum. „Samkvæmt nýjustu tölum er það þannig að leigjendur sem eru komnir yfir 35 ára aldur eiga nánast enga möguleika á að komast af leigumarkaðnum. Hreyfingarnar þar eru um það bil eitt og hálft prósent, sem komast út af leigjendamarkaðnum á þessum aldri,“ segir Guðmundur Hrafn. Borgarstjórinn segir borgina geta tryggt lóðir fyrir 1.600 til 3.000 íbúðir á ári næstu fimm til tíu árin.Reykjavíkurborg Eina ljósið í myrkrinu væru leiguíbúðir sem verkalýðshreyfingin væri að byggja. Framlag hennar væri hins vegar enn ekki nógu stórt til að hafa áhrif almenna verðlagningu. Sveitarfélögin sjálf verði að byggja og reka leiguhúsnæði eins og gert væri í nágrannalöndum. „Sveitarfélögin eru þar fyrirferðarmikil á húsnæðismarkaðnum. Reka þetta annað hvort á sínum eigin vegum eða í gegnum félög sem þau eiga sjálf. Í Danmörku til dæmis er mjög algengt að samvinnufélög byggi blokkirnar og reki þær á kostnaðarverði,“segir Guðmundur Hrafn Arngrímsson.
Reykjavík Húsnæðismál Leigumarkaður Tengdar fréttir Lóðir fyrir allt að 3.000 nýjar íbúðir á ári næstu fimm árin í Reykjavík Borgarstjóri segir að Reykjavík muni ekki ráða hraða uppbyggingar íbúðahúsnæðis á næstu árum sem muni ráðast af fjármögnun fjármálastofnana. Hann óttast að verið sé að framkalla kulnun á uppbyggingarmarkaði húsnæðis. 4. nóvember 2022 19:21 Borgarstjóri hefur áhyggjur af kulnun í íbúðaframkvæmdum Borgarstjóri segir að ekki muni standa á Reykjavíkurborg að hafa nægar lóðir í boði til uppbyggingar íbúðarhúsnæðis í borginni. Hann óttast hins vegar að flöskuháls geti myndast vegna tregðu lánastofnana og getu byggingaraðila til að halda í við eftirspurnina. 4. nóvember 2022 15:19 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Lóðir fyrir allt að 3.000 nýjar íbúðir á ári næstu fimm árin í Reykjavík Borgarstjóri segir að Reykjavík muni ekki ráða hraða uppbyggingar íbúðahúsnæðis á næstu árum sem muni ráðast af fjármögnun fjármálastofnana. Hann óttast að verið sé að framkalla kulnun á uppbyggingarmarkaði húsnæðis. 4. nóvember 2022 19:21
Borgarstjóri hefur áhyggjur af kulnun í íbúðaframkvæmdum Borgarstjóri segir að ekki muni standa á Reykjavíkurborg að hafa nægar lóðir í boði til uppbyggingar íbúðarhúsnæðis í borginni. Hann óttast hins vegar að flöskuháls geti myndast vegna tregðu lánastofnana og getu byggingaraðila til að halda í við eftirspurnina. 4. nóvember 2022 15:19