Íslendingar á Tinder: Konur upplifa meiri skömm en karlar Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 12. nóvember 2022 07:00 Lena Hulda Felizitas Fleckinger Örvarsdóttir útskrifaðist úr félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild Háskóla Íslands í júní síðastliðnum. Aðsend „Kannski þegar maður var að byrja var einhver skömm, og þegar forritið var nýtt, en núna eru bara allir á þessu sem eru á lausu og þetta orðið bara normalíserað,“ segir íslenskur karlmaður á þrítugsaldri sem notar stefnumótaforritið Tinder reglulega. Bersýnilegur munur er á notkun og upplifun íslenskra karla og kvenna sem nota Tinder. Karlmenn sem nota Tinder þykir menntun og atvinnustaða kvenna ekki skipta máli en leggja aðal áherslu á útlit. Hins vegar meta konurnar eiginleikana metnað og dugnað til mikils, sem vísar í góða félagslega- og efnahagslega stöðu. Konur nota Tinder helst í afþreyingarskyni, en karlar eru frekar í leit að tengslamyndun við aðra notendur. Þá eru konur töluvert ólíklegri en karlar að hefja samskipti á Tinder, þar sem þær vilja síður birtast sem örvæntingafullar. Konum virðist þykja meiri skömm fylgja notkun stefnumótaforrita miðað við karla, á meðan karlar líta svo á að notkunin sé orðin venjuleg iðja. Þetta er meðal þess sem fram kemur í niðurstöðum BA ritgerðar Lenu Huldu Felizitas Fleckinger Örvarsdóttur en hún útskrifaðist úr félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild Háskóla Íslands í júní síðastliðnum. Í tengslum við verkefnið framkvæmdi Lena félagsfræðilega samanburðarrannsókn og ræddi við þrjár íslenskar konur og þrjá karla á aldrinum 20-25 ára. Þátttakendur áttu það allir sameiginlegt að vera virk inni á Tinder. Konan má ekki vera gervileg Konurnar sem tóku þátt í rannsókninni sögðu frá því að karlar sem væru með ákveðið markmið og stefnu í lífinu væru eftirsóknarverðastir í þeirra augum. Einstaklingur sem heldur á prófskírteini á mynd inni á Tinder er til að mynda talinn metnaðarfullur og duglegur og þá skiptir útlitið minna máli. Annað var hins vegar uppi á teningnum hjá karlkyns þátttakendunum. Þegar þeir voru voru spurðir út það hvort útlit eða menntun og atvinna skipti meira máli þá voru þeir allir algjörlega sammála um að útlit skipti meira máli. Einnig nefndu þeir að hinn notandinn, það er að segja konan á miðlinum, mætti ekki birtast sem gervileg eða nota mikla „filtera“. Konurnar sem rætt var við sögðust hika við að hafa frumkvæði að samskiptum í gegnum Tinder. Áberandi var að þátttakendur í kvenkyns rýnihópnum sögðust nota Tinder aðallega í afþreyingarskyni og þegar þeim leiddist. Hjá körlunum var aðalástæðan hins vegar tengslamyndun. Einn karlkyns viðmælandi orðaði það svo: Mér finnst þetta alveg skemmtilegt forrit, þetta þarf ekki að vera að ég er að leita mér að kærustu eða að ríða, mér finnst líka bara gaman að kynnast og hitta áhugaverðar stelpur. Ég er bara „go with the flow“, ekki að leita mér að neinu sérstöku bara ef einhver stelpa kemur sem mér líst vel á er ég alveg til í að fara á deit. Konurnar hafa ekki samband að fyrra bragði Þá sammældust konurnar um að fá „ego-boost“ í gegnum Tinder. Slíkt gildi hins vegar ekki um karlkyns þátttakendurna í rannsókninni. Ein kvennanna nefndi: Frá unglingsaldri fá stelpur þau skilaboð að ef maður fær ekki karla validation þá er maður ekki sætur, ég veit að það er ekki rétt, en stundum finnst mér að eina leiðin til þess að fá validation sé að fara á Tinder og fá læk og vera þá okei ég er enn með þetta, ég er ennþá sæt. Þá töluðu konurnar um að þær hefðu ekki frumkvæði að samskiptum í gegnum Tinder þar sem að þá myndu þær líta út fyrir að vera of örvæntingarfullar. Karlkyns þátttakendurnir voru hins vegar sammála um að það væri betra ef hinn aðilinn myndi hafa frumkvæðið. Þá væri alveg skýrt að áhugi lægi fyrir. Meðal þess sem fram kemur í niðurstöðum rannsóknarinnar er að skömmin sem áður fyrr fylgdi notkun stefnumótasíða og forrita hefur minnkað töluvert. Skömmin er þó mismunandi eftir því hvort um sé að ræða konu eða karl. Hægt að stjórna framsetningu sjálfsins á Tinder „Mig langaði fyrst að skrifa ritgerð sem myndi „bylta“ samfélaginu en ákvað síðan að skrifa lokaritgerð um viðfangsefni sem mér þætti skemmtilegt og forvitnilegt að skrifa í nokkra mánuði samfleytt,“ segir Lena í samtali við Vísi. Lena Hulda Örvarsdóttir. „Ég hugsaði um hvaða viðfangsefni mér þætti skemmtilegast og þá datt mér í hug að margar vinkonur mínar voru á Tinder og við höfðum gert okkur góðar stundir með því að skoða og meta aðra notendur saman. Í kjölfarið las ég bók um Online dating út frá félagsfræðilegu sjónarhorni fyrir námskeið í Háskóla Íslands og þá rann upp fyrir mér hversu tilvalið það væri að skoða upplifun einstaklinga af forritinu Tinder. Á Tinder er nefnilega hægt að stjórna framsetningu sjálfsins að miklu leyti og greina með félagsfræðilegum kenningum.“ Lena segir að það sem hafi komið henni einna mest á óvart við niðurstöður rannsóknarinnar hafi verið hversu mikið samfélagslegu öflin og kynjastaðlarnir hafa að segja um upplifanir og notkun af stafrænu stefnumótaforriti. „Konur geta til dæmis verið hræddar um að birtast sem „desperate“ eða örvæntingafullar ef þær hefja samskipti á Tinder en karlar geta haldið að þær sendi ekki skilaboð því þær séu í fullri vinnu við að svara skilaboðum á Tinder. Einnig fannst mér athyglisvert að komast að því að staðan er enn að karlar geta lagt áherslu á útlislega verðleika kvenna þegar ákveðið er að „svæpa til hægri“ á Tinder miðað við að konur geta frekar lagt áherslu á metnað og atvinnu- eða menntunarstöðu.“ Tinder Tækni Ástin og lífið Tengdar fréttir Lofar sér reglulega að hætta á Tinder en svíkur það jafnóðum „Ég hef alveg farið á nokkur stefnumót í gegnum tíðina og það hefur bara verið virkilega lærdómsríkt og þroskandi ferli. Ég hef lært að hægja á mér og skoða hlutina,“ segir matgæðingurinn og þúsundþjalasmiðurinn Berglind Guðmundsdóttir í viðtali við Makamál. 19. september 2022 20:01 Tinder er 10 ára: Konur ljúga til um aldur, karlar um hæð Stefnumótaappið Tinder fagnar 10 ára afmæli á morgun. Meira en 75 milljónir manna nota forritið að staðaldri. Forstjóri Kinsey-stofnunarinnar telur Tinder vera næststærstu byltingu mannkynssögunnar þegar kemur að samskiptum kynjanna. 11. september 2022 14:30 Segir stefnumótaforritin ekki hafa verið mikið að gefa „Maður verður að sækja draumana sína þar sem þeir koma ekki að sjálfu sér,“ segir athafnamaðurinn Hlynur M. Jónsson í viðtali við Makamál. 20. desember 2021 13:30 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Bersýnilegur munur er á notkun og upplifun íslenskra karla og kvenna sem nota Tinder. Karlmenn sem nota Tinder þykir menntun og atvinnustaða kvenna ekki skipta máli en leggja aðal áherslu á útlit. Hins vegar meta konurnar eiginleikana metnað og dugnað til mikils, sem vísar í góða félagslega- og efnahagslega stöðu. Konur nota Tinder helst í afþreyingarskyni, en karlar eru frekar í leit að tengslamyndun við aðra notendur. Þá eru konur töluvert ólíklegri en karlar að hefja samskipti á Tinder, þar sem þær vilja síður birtast sem örvæntingafullar. Konum virðist þykja meiri skömm fylgja notkun stefnumótaforrita miðað við karla, á meðan karlar líta svo á að notkunin sé orðin venjuleg iðja. Þetta er meðal þess sem fram kemur í niðurstöðum BA ritgerðar Lenu Huldu Felizitas Fleckinger Örvarsdóttur en hún útskrifaðist úr félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild Háskóla Íslands í júní síðastliðnum. Í tengslum við verkefnið framkvæmdi Lena félagsfræðilega samanburðarrannsókn og ræddi við þrjár íslenskar konur og þrjá karla á aldrinum 20-25 ára. Þátttakendur áttu það allir sameiginlegt að vera virk inni á Tinder. Konan má ekki vera gervileg Konurnar sem tóku þátt í rannsókninni sögðu frá því að karlar sem væru með ákveðið markmið og stefnu í lífinu væru eftirsóknarverðastir í þeirra augum. Einstaklingur sem heldur á prófskírteini á mynd inni á Tinder er til að mynda talinn metnaðarfullur og duglegur og þá skiptir útlitið minna máli. Annað var hins vegar uppi á teningnum hjá karlkyns þátttakendunum. Þegar þeir voru voru spurðir út það hvort útlit eða menntun og atvinna skipti meira máli þá voru þeir allir algjörlega sammála um að útlit skipti meira máli. Einnig nefndu þeir að hinn notandinn, það er að segja konan á miðlinum, mætti ekki birtast sem gervileg eða nota mikla „filtera“. Konurnar sem rætt var við sögðust hika við að hafa frumkvæði að samskiptum í gegnum Tinder. Áberandi var að þátttakendur í kvenkyns rýnihópnum sögðust nota Tinder aðallega í afþreyingarskyni og þegar þeim leiddist. Hjá körlunum var aðalástæðan hins vegar tengslamyndun. Einn karlkyns viðmælandi orðaði það svo: Mér finnst þetta alveg skemmtilegt forrit, þetta þarf ekki að vera að ég er að leita mér að kærustu eða að ríða, mér finnst líka bara gaman að kynnast og hitta áhugaverðar stelpur. Ég er bara „go with the flow“, ekki að leita mér að neinu sérstöku bara ef einhver stelpa kemur sem mér líst vel á er ég alveg til í að fara á deit. Konurnar hafa ekki samband að fyrra bragði Þá sammældust konurnar um að fá „ego-boost“ í gegnum Tinder. Slíkt gildi hins vegar ekki um karlkyns þátttakendurna í rannsókninni. Ein kvennanna nefndi: Frá unglingsaldri fá stelpur þau skilaboð að ef maður fær ekki karla validation þá er maður ekki sætur, ég veit að það er ekki rétt, en stundum finnst mér að eina leiðin til þess að fá validation sé að fara á Tinder og fá læk og vera þá okei ég er enn með þetta, ég er ennþá sæt. Þá töluðu konurnar um að þær hefðu ekki frumkvæði að samskiptum í gegnum Tinder þar sem að þá myndu þær líta út fyrir að vera of örvæntingarfullar. Karlkyns þátttakendurnir voru hins vegar sammála um að það væri betra ef hinn aðilinn myndi hafa frumkvæðið. Þá væri alveg skýrt að áhugi lægi fyrir. Meðal þess sem fram kemur í niðurstöðum rannsóknarinnar er að skömmin sem áður fyrr fylgdi notkun stefnumótasíða og forrita hefur minnkað töluvert. Skömmin er þó mismunandi eftir því hvort um sé að ræða konu eða karl. Hægt að stjórna framsetningu sjálfsins á Tinder „Mig langaði fyrst að skrifa ritgerð sem myndi „bylta“ samfélaginu en ákvað síðan að skrifa lokaritgerð um viðfangsefni sem mér þætti skemmtilegt og forvitnilegt að skrifa í nokkra mánuði samfleytt,“ segir Lena í samtali við Vísi. Lena Hulda Örvarsdóttir. „Ég hugsaði um hvaða viðfangsefni mér þætti skemmtilegast og þá datt mér í hug að margar vinkonur mínar voru á Tinder og við höfðum gert okkur góðar stundir með því að skoða og meta aðra notendur saman. Í kjölfarið las ég bók um Online dating út frá félagsfræðilegu sjónarhorni fyrir námskeið í Háskóla Íslands og þá rann upp fyrir mér hversu tilvalið það væri að skoða upplifun einstaklinga af forritinu Tinder. Á Tinder er nefnilega hægt að stjórna framsetningu sjálfsins að miklu leyti og greina með félagsfræðilegum kenningum.“ Lena segir að það sem hafi komið henni einna mest á óvart við niðurstöður rannsóknarinnar hafi verið hversu mikið samfélagslegu öflin og kynjastaðlarnir hafa að segja um upplifanir og notkun af stafrænu stefnumótaforriti. „Konur geta til dæmis verið hræddar um að birtast sem „desperate“ eða örvæntingafullar ef þær hefja samskipti á Tinder en karlar geta haldið að þær sendi ekki skilaboð því þær séu í fullri vinnu við að svara skilaboðum á Tinder. Einnig fannst mér athyglisvert að komast að því að staðan er enn að karlar geta lagt áherslu á útlislega verðleika kvenna þegar ákveðið er að „svæpa til hægri“ á Tinder miðað við að konur geta frekar lagt áherslu á metnað og atvinnu- eða menntunarstöðu.“
Tinder Tækni Ástin og lífið Tengdar fréttir Lofar sér reglulega að hætta á Tinder en svíkur það jafnóðum „Ég hef alveg farið á nokkur stefnumót í gegnum tíðina og það hefur bara verið virkilega lærdómsríkt og þroskandi ferli. Ég hef lært að hægja á mér og skoða hlutina,“ segir matgæðingurinn og þúsundþjalasmiðurinn Berglind Guðmundsdóttir í viðtali við Makamál. 19. september 2022 20:01 Tinder er 10 ára: Konur ljúga til um aldur, karlar um hæð Stefnumótaappið Tinder fagnar 10 ára afmæli á morgun. Meira en 75 milljónir manna nota forritið að staðaldri. Forstjóri Kinsey-stofnunarinnar telur Tinder vera næststærstu byltingu mannkynssögunnar þegar kemur að samskiptum kynjanna. 11. september 2022 14:30 Segir stefnumótaforritin ekki hafa verið mikið að gefa „Maður verður að sækja draumana sína þar sem þeir koma ekki að sjálfu sér,“ segir athafnamaðurinn Hlynur M. Jónsson í viðtali við Makamál. 20. desember 2021 13:30 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Lofar sér reglulega að hætta á Tinder en svíkur það jafnóðum „Ég hef alveg farið á nokkur stefnumót í gegnum tíðina og það hefur bara verið virkilega lærdómsríkt og þroskandi ferli. Ég hef lært að hægja á mér og skoða hlutina,“ segir matgæðingurinn og þúsundþjalasmiðurinn Berglind Guðmundsdóttir í viðtali við Makamál. 19. september 2022 20:01
Tinder er 10 ára: Konur ljúga til um aldur, karlar um hæð Stefnumótaappið Tinder fagnar 10 ára afmæli á morgun. Meira en 75 milljónir manna nota forritið að staðaldri. Forstjóri Kinsey-stofnunarinnar telur Tinder vera næststærstu byltingu mannkynssögunnar þegar kemur að samskiptum kynjanna. 11. september 2022 14:30
Segir stefnumótaforritin ekki hafa verið mikið að gefa „Maður verður að sækja draumana sína þar sem þeir koma ekki að sjálfu sér,“ segir athafnamaðurinn Hlynur M. Jónsson í viðtali við Makamál. 20. desember 2021 13:30