Yfir 700 konur leita árlega til Kvennaathvarfsins í leit að ráðgjöf og öruggu skjóli. Safnað er fyrir stærra og hentugra húsnæði. Í þættinum er rætt við starfskonur athvarfsins og konur með reynslu af ofbeldi í nánu sambandi. Einnig er rætt við stúlku sem dvaldi ásamt móður sinni í athvarfinu sem barn.
Uppfært 20:30:
Útsendingunni er lokið en söfnunarnúmerin eru enn opin. Þáttinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Árlega leita yfir 700 konur til Kvennaathvarfsins í leit að ráðgjöf og öruggu skjóli. Sett hefur verið af stað söfnun fyrir stærra og hentugra húsnæði undir yfirskriftinni Saman byggjum við nýtt Kvennaathvarf. Söfnunarþáttur er sýndur á Stöð 2 þann 10. nóvember.
Söfnunarnúmerin má sjá hér fyrir neðan:
- -907-1010- 1.000 krónur
- -907-1030 -3.000 krónur
- -907-1050-5.000 krónur
Söfnunarreikningur fyrir frjáls framlög:
Kennitala 410782 – 0229 - Reikningsnúmer 515-14-7700