Þrír Úkraínumenn áttu hugmyndina af verkefninu, sjónvarpskonan Karysa Bezuglova, kokkurinn Ivan Bondarenko og geðlæknirinn Oleksandra Bezuhlova. Ivan hefur búið hér í nokkur ár en Karysa og Oleksandra komu hingað eftir innrás Rússa í Úkraínu.
Aðgangseyrir er níu þúsund krónur og nánari upplýsingar um skráningu má finna hér. Einungis er pláss fyrir fjörutíu manns.

Um er að ræða fimm rétta máltíð sem samanstendur af forrétt, sem er leynilegur, borsch-súpa með beikon og kleinuhringjum, kartöflupönnukökur með sveppum og nautatunga í rjómasósu, soðkökur og Kyiv-kaka.
Það er Ivan sjálfur sem eldar ofan í fólk með aðstoð Oleksandra Buts sem flúði hingað til lands eftir innrás Rússa.