VR/LÍV og SGS vísa kjaraviðræðum til ríkissáttasemjara Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 14. nóvember 2022 13:49 Skrifstofa Ríkissáttasemjara í Borgartúni. Vísir / Egill VR, Landssamband ísl. verzlunarmanna og Starfsgreinasamband Íslands hafa tekið þá ákvörðun að vísa viðræðum við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. Lífskjarasamningurinn, sem undirritaður var árið 2019, rann út um síðustu mánaðamót. Í tilkynningu segir að íslenskt atvinnulíf standi styrkum fótum og staða fyrirtækja hafi sjaldan verið betri. „Hvert fyrirtækið á fætur öðru skilaði methagnaði á síðasta ári og allt bendir til þess að árið í ár verði ekki síðra. Útflutningsgreinarnar – undirstöður atvinnulífsins – standa afar vel. Sjávarútvegurinn skilaði tugmilljarða króna hagnaði í fyrra og ferðaþjónustan hefur náð flugi á nýjan leik eftir Covid. Vinnuframlag launafólks, þekking þess og kunnátta liggja að baki þessum gríðarlega góða árangri og launafólk á kröfu á umbun í samræmi við það. Um það snúast kjarasamningar – réttláta skiptingu.“ Fram kemur í tilkynningunni að VR, Landssamband ísl. verzlunarmanna og Starfsgreinasamband Íslands hafi staðið þétt saman í viðræðum við Samtök atvinnulífsins síðustu vikur og freistað þess að ná nýjum samningi. Fundað hefur verið stíft en nú blasir við að of mikið ber í milli. Samningur er ekki í sjónmáli og engar forsendur til að halda viðræðum áfram að óbreyttu. „Hrina kostnaðarhækkana skellur nú á launafólki; húsaleiga hefur hækkað, vextir, bensín, matvara og þjónustugjöld svo fátt eitt sé nefnt. Stéttarfélögin krefjast kaupmáttaraukningar launa á samningstímanum en atvinnurekendur segja ekkert svigrúm til þess. Stéttarfélögin kalla eftir markvissum aðgerðum til að ná niður verðbólgu en atvinnurekendur hafa ekkert fram að færa. Það er holur hljómur í málflutningi atvinnurekenda þegar þeir halda því fram að launahækkanir keyri upp verðbólguna – það er búið að sýna fram á að svo sé ekki. VR/LÍV og SGS eru í forsvari fyrir stóran hluta launafólks á almennum vinnumarkaði og gera kröfu um sanngirni. Á meðan atvinnurekendur hlusta ekki á raddir tugþúsunda einstaklinga sem fyrir þá starfa í samningaviðræðum eins og þeim sem staðið hafa yfir síðustu vikur verður að leita annarra leiða. Því hafa stéttarfélögin tekið þá ákvörðun að vísa viðræðum VR/LÍV og SGS við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara.“ Kjaramál Stéttarfélög Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir Í eina sæng fyrir kjaraviðræður við SA Landssamband íslenzkra verzlunarmanna og Starfsgreinasambandið munu taka höndum saman í viðræðum við Samtök atvinnulífsins í viðræðum um nýjan kjarasamning. 26. október 2022 13:34 Verkalýðsfélögin sundruð til viðræðna við stjórnvöld Verkalýðsfélögin á almenna vinnumarkaðnum koma að óbreyttu sundruð til viðræðna við stjórnvöld í tengslum við komandi kjarasamninga. Starfandi forseti Alþýðusambandsins segir það skyldu sína að reyna að ná sáttum við þau stóru stéttarfélög sem gengu af þingi sambandsins, sem í dag var frestað fram á næsta vor. 12. október 2022 19:40 VR krefst fjögurra daga vinnuviku og aðkomu stjórnvalda Fjögurra daga vinnuvika, þrjátíu daga orlof og umfangsmikil aðkoma stjórnvalda að kjaraviðræðum. 24. ágúst 2022 10:43 Hvað er að gerast innan verkalýðshreyfingarinnar? Ég skrifaði nýlega grein um skuggahliðar verkalýðshreyfingarinnar þar sem ég lýsti eitruðum kúltúr og baktjaldamakki. Forseti ASÍ virtist koma af fjöllum og krafði mig opinberlega svara um hvað málið snérist því ekki kannaðist hún við málefnalegan ágreining né óeðlileg átök. 9. mars 2022 09:00 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Í tilkynningu segir að íslenskt atvinnulíf standi styrkum fótum og staða fyrirtækja hafi sjaldan verið betri. „Hvert fyrirtækið á fætur öðru skilaði methagnaði á síðasta ári og allt bendir til þess að árið í ár verði ekki síðra. Útflutningsgreinarnar – undirstöður atvinnulífsins – standa afar vel. Sjávarútvegurinn skilaði tugmilljarða króna hagnaði í fyrra og ferðaþjónustan hefur náð flugi á nýjan leik eftir Covid. Vinnuframlag launafólks, þekking þess og kunnátta liggja að baki þessum gríðarlega góða árangri og launafólk á kröfu á umbun í samræmi við það. Um það snúast kjarasamningar – réttláta skiptingu.“ Fram kemur í tilkynningunni að VR, Landssamband ísl. verzlunarmanna og Starfsgreinasamband Íslands hafi staðið þétt saman í viðræðum við Samtök atvinnulífsins síðustu vikur og freistað þess að ná nýjum samningi. Fundað hefur verið stíft en nú blasir við að of mikið ber í milli. Samningur er ekki í sjónmáli og engar forsendur til að halda viðræðum áfram að óbreyttu. „Hrina kostnaðarhækkana skellur nú á launafólki; húsaleiga hefur hækkað, vextir, bensín, matvara og þjónustugjöld svo fátt eitt sé nefnt. Stéttarfélögin krefjast kaupmáttaraukningar launa á samningstímanum en atvinnurekendur segja ekkert svigrúm til þess. Stéttarfélögin kalla eftir markvissum aðgerðum til að ná niður verðbólgu en atvinnurekendur hafa ekkert fram að færa. Það er holur hljómur í málflutningi atvinnurekenda þegar þeir halda því fram að launahækkanir keyri upp verðbólguna – það er búið að sýna fram á að svo sé ekki. VR/LÍV og SGS eru í forsvari fyrir stóran hluta launafólks á almennum vinnumarkaði og gera kröfu um sanngirni. Á meðan atvinnurekendur hlusta ekki á raddir tugþúsunda einstaklinga sem fyrir þá starfa í samningaviðræðum eins og þeim sem staðið hafa yfir síðustu vikur verður að leita annarra leiða. Því hafa stéttarfélögin tekið þá ákvörðun að vísa viðræðum VR/LÍV og SGS við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara.“
Kjaramál Stéttarfélög Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir Í eina sæng fyrir kjaraviðræður við SA Landssamband íslenzkra verzlunarmanna og Starfsgreinasambandið munu taka höndum saman í viðræðum við Samtök atvinnulífsins í viðræðum um nýjan kjarasamning. 26. október 2022 13:34 Verkalýðsfélögin sundruð til viðræðna við stjórnvöld Verkalýðsfélögin á almenna vinnumarkaðnum koma að óbreyttu sundruð til viðræðna við stjórnvöld í tengslum við komandi kjarasamninga. Starfandi forseti Alþýðusambandsins segir það skyldu sína að reyna að ná sáttum við þau stóru stéttarfélög sem gengu af þingi sambandsins, sem í dag var frestað fram á næsta vor. 12. október 2022 19:40 VR krefst fjögurra daga vinnuviku og aðkomu stjórnvalda Fjögurra daga vinnuvika, þrjátíu daga orlof og umfangsmikil aðkoma stjórnvalda að kjaraviðræðum. 24. ágúst 2022 10:43 Hvað er að gerast innan verkalýðshreyfingarinnar? Ég skrifaði nýlega grein um skuggahliðar verkalýðshreyfingarinnar þar sem ég lýsti eitruðum kúltúr og baktjaldamakki. Forseti ASÍ virtist koma af fjöllum og krafði mig opinberlega svara um hvað málið snérist því ekki kannaðist hún við málefnalegan ágreining né óeðlileg átök. 9. mars 2022 09:00 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Í eina sæng fyrir kjaraviðræður við SA Landssamband íslenzkra verzlunarmanna og Starfsgreinasambandið munu taka höndum saman í viðræðum við Samtök atvinnulífsins í viðræðum um nýjan kjarasamning. 26. október 2022 13:34
Verkalýðsfélögin sundruð til viðræðna við stjórnvöld Verkalýðsfélögin á almenna vinnumarkaðnum koma að óbreyttu sundruð til viðræðna við stjórnvöld í tengslum við komandi kjarasamninga. Starfandi forseti Alþýðusambandsins segir það skyldu sína að reyna að ná sáttum við þau stóru stéttarfélög sem gengu af þingi sambandsins, sem í dag var frestað fram á næsta vor. 12. október 2022 19:40
VR krefst fjögurra daga vinnuviku og aðkomu stjórnvalda Fjögurra daga vinnuvika, þrjátíu daga orlof og umfangsmikil aðkoma stjórnvalda að kjaraviðræðum. 24. ágúst 2022 10:43
Hvað er að gerast innan verkalýðshreyfingarinnar? Ég skrifaði nýlega grein um skuggahliðar verkalýðshreyfingarinnar þar sem ég lýsti eitruðum kúltúr og baktjaldamakki. Forseti ASÍ virtist koma af fjöllum og krafði mig opinberlega svara um hvað málið snérist því ekki kannaðist hún við málefnalegan ágreining né óeðlileg átök. 9. mars 2022 09:00