Segir Ísteka starfa í skugganum með græðgina að leiðarljósi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. nóvember 2022 12:54 Rósa er læknir, hestakona og hrossaræktandi. „Það eru þarna jákvæð atriði, eins og að blóðtökuhryssum hefur fækkað og það eru færri bændur og dýralæknar sem vilja taka þátt í þessu. Og það er auðvitað merki um að barátta okkar hefur skilað sér til fólksins og að fólk sé almennt upplýstara um þetta.“ Þetta segir Rósa Líf Darradóttir um ársyfirlit Ísteka yfir blóðtöku blóðmera á þessu ári. Rósa, sem er læknir, hestakona og hrossaræktandi, er meðal þeirra sem skiluðu umsögn um frumvarp Ingu Sæland um bann við blóðmerahaldi á Íslandi. Hún er fylgjandi banninu og segir að í yfirliti Ísteka sé það loksins staðfest að tekið sé blóð sjö til átta sinnum úr meirihluta hryssanna. „Eftirlitið hefur náttúrulega ekki verið gott fram til þessa, það hefur verið ófullnægjandi og óskilvirkt og að mestu farið fram á vegum fyrirtækisins,“ segir Rósa. „Og til dæmis um hversu lélegt það hefur verið er að þetta er í fyrsta sinn sem verið er að skrá frávik við blóðtöku.“ Þar vísar Rósa til þess sem kemur fram í yfirlitinu að af um 24 þúsund blóðtökum hafi frávik verið skráð í 391 tilviki, langflest vegna hryssa sem sýndu einkenni ótta eða streitu. Endurtekin frávik hafi verið skráð hjá 41 hryssu og sé það ráðlegging Ísteka að bændur íhugi hvort „þær eigi heima í þessu hlutverki“. Rósa segir enn skorta á svör um hvort blóðtakan hafi verið stöðvuð í umræddum tilvikum en svo virðist ekki vera ef marka má yfirlitið, þar sem segir að meirihluti hryssanna hafi róast strax eða á meðan dvöl þeirra í blóðtökubásnum stóð. Gefur lítið fyrir „ótrúverðugar fullyrðingar“ Ísteka Ný reglugerð var sett um blóðmerahald síðastliðið sumar, þar sem meðal annars var kveðið á um hert eftirlit með starfseminni. Þeir sem vilja banna starfsemina benda hins vegar á að engar breytingar hafi verið gerðar á því blóðmagni sem heimilt er að taka né kveðið á um tamningu eða þjálfun meranna fyrir blóðtöku. Þá hefur það verið gagnrýnt að Ísteka er enn heimilt að umbuna bændum eftir því hversu mikið blóð næst úr skepnunum. Rósa gagnrýnir einnig það sem hún kallar „ótrúverðugar fullyrðingar“ í yfirliti Ísteka um ógnanir í garð bænda af hálfu dýraverndarsinna. „Við gefum lítið fyrir þetta; þetta er bara yfirklór og við vísum þessu til föðurhúsanna. Við höfum lagt mikla vinnu í að afla gagna; höfum kallað eftir staðreyndum og upplýsingum og rætt við sérfræðinga. Talað við aðra framleiðendur sem fara allt öðruvísi að.“ Hún segir starfsemi Ísteka hins vegar hafa fengið að „þrífast í skugganum“, með græðgina að leiðarljósi. Rósa vísar til umsagnar Dýralæknafélags Íslands, sem kallar eftir því að niðurstöður yfirstandandi rannsóknar á blóðhag, blóðefnastöðu og öðrum þáttum til að meta áhrif blóðtökunnar á hryssurnar verði ritrýndar og birtar. Þá vitnar hún í lokaorð umsagnar Samtaka um dýravelferð á Íslandi, þar sem hún situr í stjórn. „Stjórnvöld Íslands verða að uppfæra lög í takt við skilning samtímans á velferð dýra. Að ræna fylfullar, mjólkandi hryssur blóði sínu til þess að framleiða frjósemislyf í gróðaskyni samræmist engan veginn þessum skilningi og ætti að heyra sögunni til.“ Dýr Dýraheilbrigði Blóðmerahald Lyf Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Þetta segir Rósa Líf Darradóttir um ársyfirlit Ísteka yfir blóðtöku blóðmera á þessu ári. Rósa, sem er læknir, hestakona og hrossaræktandi, er meðal þeirra sem skiluðu umsögn um frumvarp Ingu Sæland um bann við blóðmerahaldi á Íslandi. Hún er fylgjandi banninu og segir að í yfirliti Ísteka sé það loksins staðfest að tekið sé blóð sjö til átta sinnum úr meirihluta hryssanna. „Eftirlitið hefur náttúrulega ekki verið gott fram til þessa, það hefur verið ófullnægjandi og óskilvirkt og að mestu farið fram á vegum fyrirtækisins,“ segir Rósa. „Og til dæmis um hversu lélegt það hefur verið er að þetta er í fyrsta sinn sem verið er að skrá frávik við blóðtöku.“ Þar vísar Rósa til þess sem kemur fram í yfirlitinu að af um 24 þúsund blóðtökum hafi frávik verið skráð í 391 tilviki, langflest vegna hryssa sem sýndu einkenni ótta eða streitu. Endurtekin frávik hafi verið skráð hjá 41 hryssu og sé það ráðlegging Ísteka að bændur íhugi hvort „þær eigi heima í þessu hlutverki“. Rósa segir enn skorta á svör um hvort blóðtakan hafi verið stöðvuð í umræddum tilvikum en svo virðist ekki vera ef marka má yfirlitið, þar sem segir að meirihluti hryssanna hafi róast strax eða á meðan dvöl þeirra í blóðtökubásnum stóð. Gefur lítið fyrir „ótrúverðugar fullyrðingar“ Ísteka Ný reglugerð var sett um blóðmerahald síðastliðið sumar, þar sem meðal annars var kveðið á um hert eftirlit með starfseminni. Þeir sem vilja banna starfsemina benda hins vegar á að engar breytingar hafi verið gerðar á því blóðmagni sem heimilt er að taka né kveðið á um tamningu eða þjálfun meranna fyrir blóðtöku. Þá hefur það verið gagnrýnt að Ísteka er enn heimilt að umbuna bændum eftir því hversu mikið blóð næst úr skepnunum. Rósa gagnrýnir einnig það sem hún kallar „ótrúverðugar fullyrðingar“ í yfirliti Ísteka um ógnanir í garð bænda af hálfu dýraverndarsinna. „Við gefum lítið fyrir þetta; þetta er bara yfirklór og við vísum þessu til föðurhúsanna. Við höfum lagt mikla vinnu í að afla gagna; höfum kallað eftir staðreyndum og upplýsingum og rætt við sérfræðinga. Talað við aðra framleiðendur sem fara allt öðruvísi að.“ Hún segir starfsemi Ísteka hins vegar hafa fengið að „þrífast í skugganum“, með græðgina að leiðarljósi. Rósa vísar til umsagnar Dýralæknafélags Íslands, sem kallar eftir því að niðurstöður yfirstandandi rannsóknar á blóðhag, blóðefnastöðu og öðrum þáttum til að meta áhrif blóðtökunnar á hryssurnar verði ritrýndar og birtar. Þá vitnar hún í lokaorð umsagnar Samtaka um dýravelferð á Íslandi, þar sem hún situr í stjórn. „Stjórnvöld Íslands verða að uppfæra lög í takt við skilning samtímans á velferð dýra. Að ræna fylfullar, mjólkandi hryssur blóði sínu til þess að framleiða frjósemislyf í gróðaskyni samræmist engan veginn þessum skilningi og ætti að heyra sögunni til.“
Dýr Dýraheilbrigði Blóðmerahald Lyf Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira