„Þetta kom mér alls ekki á óvart“ Snorri Másson skrifar 17. nóvember 2022 08:47 Ólöf Garðarsdóttir sagnfræðingur segir margar skýringar á því hvers vegna mannfjöldi var oftalinn um tíu þúsund hér á landi, eins og kom í ljós í nýju manntali Hagstofunnar. Ein sú helsta séu útlendingar sem flytja aftur til síns heima. „Þetta kom mér alls ekki á óvart með manntalið 2021. Því að manntal er náttúrulega aldrei bara einhver föst stærð. Fengum að vita að mannkyninu hefði fjölgað í átta milljarða núna, var það ekki í gær? Það gefur auga leið að það er bara ályktun eða mat sérfræðinga á því hvað mannfjöldinn er mikill,“ segir Ólöf í Íslandi í dag. Í Íslandi í dag er fjallað um helstu mál vikunnar og farið um víðan völl eins og yfirskriftin ber með sér. Innslagið má sjá hér að ofan. Viðtalið við Ólöfu hefst á fimmtu mínútu. Ólöf Garðarsdóttir sagnfræðingur hefur rannsakað manntöl á Íslandi.Vísir/Sigurjón Ólöf segist hafa búist við að fjöldinn væri oftalinn um nokkur þúsund, fimm eða sex þúsund kannski, en ekki svo mikið. „Við erum hérna með land þar sem við erum með mjög nákvæma Þjóðskrá, eins og reyndar önnur Norðurlönd, þar sem eru bara skráð allar fæðingar, öll dauðsföll, allir flutningar jafnóðum og svo byggja þessar þjóðskrár og þessi manntöl á þessum upplýsingum, þannig að það kann að virðast svolítið furðulegt að þarna skuli allt í einu bara fækka um tíu þúsund manns,“ segir Ólöf. Að vita nákvæman mannfjölda er mjög mikilvægt fyrir margra hluta sakir, til dæmis í alls kyns rannsóknir, en líka þegar meta á íbúðaþörf í landinu. Í innslaginu er einnig rifjað upp manntalið frá 1703, sem er geymt á Þjóðskjalasafninu og er á heimsminjaskrá UNESCO, eitt elsta manntal mannkynssögunnar. Manntalið 1703 var fyrsta heildarmanntal sem gert var á Íslandi. Manntalið var jafnframt fyrsta manntal sem náði til allra íbúa í heilu landi þar sem getið var nafns, aldurs og stöðu íbúanna í þjóðfélaginu.Vísir/Sigurjón Mikil fólksfjölgun vegna innflytjenda Ólöf er nú forseti Hugvísindasviðs við Háskóla Íslands en áður starfaði hún sem deildarstjóri mannfjöldadeildar Hagstofu Íslands, árin 2002-2008. Hún segir að Ísland hafi nánast alla 20. öldina verið land þar sem fæðingartíðni er mjög há og þar með náttúruleg fólksfjöldun, það er að segja, fleira fólk fæðist hér en deyr. Tuttugasta og fyrsta öld hefur verið öðru vísi. Hún hefur einkum einkennst af gífurlegri fólksfjölgun vegna innflytjenda og á móti: Sífellt minni fæðingartíðni á meðal innfæddra íbúa landsins. „Landsmönnum hér á landi fjölgar meira en í nokkru öðru landi í Evrópu núna. Lúxemborg var lengi vel með fleiri innflytjendur en Ísland og ég held að við séum að nálgast Lúxemborg núna sem var mjög innflytjendaþétt land. Þannig að það er mjög áhugavert og það virðist ekkert vera að draga úr þessu,“ segir Ólöf. „Varðandi fæðingartíðnina, þá hefur fæðingartíðni á allra síðustu árum lækkað mjög mikið, svona frá 2015-2016. Þetta er alltaf einhverjum sveiflum háð, þannig að maður kippir sér ekki upp við að fæðingartíðni fari niður í tvö ár og svo upp í tvö ár þar á eftir, en þegar þetta eru orðin nokkur ár í röð og við erum farin að herma eftir hinum Norðurlöndunum, þá fer maður að ímynda sér að þetta sé eitthvað sem er komið til að vera,“ segir Ólöf. Ísland í dag Húsnæðismál Mannfjöldi Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
„Þetta kom mér alls ekki á óvart með manntalið 2021. Því að manntal er náttúrulega aldrei bara einhver föst stærð. Fengum að vita að mannkyninu hefði fjölgað í átta milljarða núna, var það ekki í gær? Það gefur auga leið að það er bara ályktun eða mat sérfræðinga á því hvað mannfjöldinn er mikill,“ segir Ólöf í Íslandi í dag. Í Íslandi í dag er fjallað um helstu mál vikunnar og farið um víðan völl eins og yfirskriftin ber með sér. Innslagið má sjá hér að ofan. Viðtalið við Ólöfu hefst á fimmtu mínútu. Ólöf Garðarsdóttir sagnfræðingur hefur rannsakað manntöl á Íslandi.Vísir/Sigurjón Ólöf segist hafa búist við að fjöldinn væri oftalinn um nokkur þúsund, fimm eða sex þúsund kannski, en ekki svo mikið. „Við erum hérna með land þar sem við erum með mjög nákvæma Þjóðskrá, eins og reyndar önnur Norðurlönd, þar sem eru bara skráð allar fæðingar, öll dauðsföll, allir flutningar jafnóðum og svo byggja þessar þjóðskrár og þessi manntöl á þessum upplýsingum, þannig að það kann að virðast svolítið furðulegt að þarna skuli allt í einu bara fækka um tíu þúsund manns,“ segir Ólöf. Að vita nákvæman mannfjölda er mjög mikilvægt fyrir margra hluta sakir, til dæmis í alls kyns rannsóknir, en líka þegar meta á íbúðaþörf í landinu. Í innslaginu er einnig rifjað upp manntalið frá 1703, sem er geymt á Þjóðskjalasafninu og er á heimsminjaskrá UNESCO, eitt elsta manntal mannkynssögunnar. Manntalið 1703 var fyrsta heildarmanntal sem gert var á Íslandi. Manntalið var jafnframt fyrsta manntal sem náði til allra íbúa í heilu landi þar sem getið var nafns, aldurs og stöðu íbúanna í þjóðfélaginu.Vísir/Sigurjón Mikil fólksfjölgun vegna innflytjenda Ólöf er nú forseti Hugvísindasviðs við Háskóla Íslands en áður starfaði hún sem deildarstjóri mannfjöldadeildar Hagstofu Íslands, árin 2002-2008. Hún segir að Ísland hafi nánast alla 20. öldina verið land þar sem fæðingartíðni er mjög há og þar með náttúruleg fólksfjöldun, það er að segja, fleira fólk fæðist hér en deyr. Tuttugasta og fyrsta öld hefur verið öðru vísi. Hún hefur einkum einkennst af gífurlegri fólksfjölgun vegna innflytjenda og á móti: Sífellt minni fæðingartíðni á meðal innfæddra íbúa landsins. „Landsmönnum hér á landi fjölgar meira en í nokkru öðru landi í Evrópu núna. Lúxemborg var lengi vel með fleiri innflytjendur en Ísland og ég held að við séum að nálgast Lúxemborg núna sem var mjög innflytjendaþétt land. Þannig að það er mjög áhugavert og það virðist ekkert vera að draga úr þessu,“ segir Ólöf. „Varðandi fæðingartíðnina, þá hefur fæðingartíðni á allra síðustu árum lækkað mjög mikið, svona frá 2015-2016. Þetta er alltaf einhverjum sveiflum háð, þannig að maður kippir sér ekki upp við að fæðingartíðni fari niður í tvö ár og svo upp í tvö ár þar á eftir, en þegar þetta eru orðin nokkur ár í röð og við erum farin að herma eftir hinum Norðurlöndunum, þá fer maður að ímynda sér að þetta sé eitthvað sem er komið til að vera,“ segir Ólöf.
Ísland í dag Húsnæðismál Mannfjöldi Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent