Fatlað fólk mun líklegra til að vera á leigumarkaði Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 17. nóvember 2022 18:23 Fjórðungur þátttakenda hafði, á undangengnum 5 árum, leitað að húsnæði til leigu á almennum leigu markaði Vísir/Vilhelm Fatlað fólk er mun líklegra til að vera á leigumarkaði og borga stærri hluta tekna sinna í húsnæðiskostnað en aðrir á Íslandi. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í könnun sem Félagsvísindastofnun HÍ gerði fyrir ÖBÍ réttindasamtök. Niðurstöður könnunarinnar leiða í ljós að 58% öryrkja búa í eigin húsnæði samanborið við 74% allra fullorðinna. 29 prósent öryrkja eru á leigumarkaði en 13 prósent allra fullorðinna hér á landi. Þeir örorkulífeyristakar sem eru á leigumarkaði sögðu almennt erfitt að fá leigt húsnæði á almennum markaði og greiða stóran hluta tekna sinna í sinn hlut af rekstri húsnæðisins. Alls sögðust 12% greiða meira en 75% útborgaðra launa en 25% greiða á milli 51% og 75%. Fjórðungur þátttakenda hafði, á undangengnum 5 árum, leitað að húsnæði til leigu á almennum leigu markaði. Yngstu svarendurnir voru líklegri en hinir eldri til að hafa leitað að húsnæði til leigu. Sömuleiðis voru hlutfallslega fleiri einhleypra en þeirra sem voru í sambúð eða hjónabandi sem höfðu leitað að leiguhúsnæði á almennum leigumarkaði. Öryrkjar tvöfalt líklegri til að hafa miklar áhyggjur af húsnæðiskostnaði Helmingur þeirra sem höfðu leitað að húsnæði til leigu sagði að mjög erfitt hefði verið að fá leigt húsnæði á almennum leigumarkaði og 17% sögðu það hafa verið frekar erfitt. Alls höfðu 15% svarenda einhvern tíma búið í félagslegu húsnæði á vegum sveitarfélaga. Af þeim sem bjuggu í eða höfðu einhvern tíma búið í félagslegu húsnæði á vegum sveitarfélaga hafði 41% verið á biðlista í þrjú ár eða lengur áður en húsnæðið fékkst og af þeim 23 einstaklingum sem bjuggu í eða höfðu einhvern tíma búið í húsnæði hjá Brynju hússjóði höfðu sex einstaklingar verið á biðlista í þrjú ár eða lengur áður en húsnæðið fékkst. Jafnframt kemur fram í skýrslunni að öryrkjar á leigumarkaði eru tvöfalt líklegri en fullorðið fólk alls til að hafa mjög eða frekar miklar áhyggjur af kostnaðinum við rekstur húsnæðis, eða 38% samanborið við 19%. Könnunin leiðir í ljós að staða fólks sem býr í leiguhúsnæði er almennt verri. Það greiðir hærra hlutfall tekna í rekstur, hefur meiri áhyggjur af kostnaðinum og er líklegara til þess að lenda í vanskilum. Húsnæðismál Leigumarkaður Málefni fatlaðs fólks Tengdar fréttir Fjárhæð eingreiðslu til handa öryrkjum ákvörðuð í næstu viku Eingreiðsla til handa örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegum í desember verður um helmingi minni en hún var í fyrra samkvæmt fjáraukalögum eða rétt tæpar 28 þúsund krónur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður fjárlaganefndar, segir að þessi eingreiðsla hefði upphaflega komið til vegna COVID-19 en vegna verðbólgunnar hafi þótt skynsamlegt að leggja hana ekki alveg af. Ekki er búið að taka endanlega ákvörðun um fjárhæðina. 17. nóvember 2022 11:52 Öryrkja og aldraða að lífskjaraborðinu Ríkisstjórnin á að tryggja aðkomu heildarsamtaka öryrkja og ellilífeyrisþega þegar kemur viðræðum ríkisstjórnarinnar og fulltrúa vinnuveitenda og launþega til að ljúka komandi kjarasamningsviðræðum. 24. október 2022 13:30 Hjá einum af tíu fara meira en 75 prósent tekna í húsnæðiskostnað Fyrstu niðurstöður könnunar sem Félagsvísindastofnun vinnur að fyrir Öryrkjabandalag Íslands benda til þess að tíundi hver öryrki á Íslandi verji meira en 75 prósentum af ráðstöfunartekjum sínum í rekstur húsnæðis. 14. október 2022 07:07 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Niðurstöður könnunarinnar leiða í ljós að 58% öryrkja búa í eigin húsnæði samanborið við 74% allra fullorðinna. 29 prósent öryrkja eru á leigumarkaði en 13 prósent allra fullorðinna hér á landi. Þeir örorkulífeyristakar sem eru á leigumarkaði sögðu almennt erfitt að fá leigt húsnæði á almennum markaði og greiða stóran hluta tekna sinna í sinn hlut af rekstri húsnæðisins. Alls sögðust 12% greiða meira en 75% útborgaðra launa en 25% greiða á milli 51% og 75%. Fjórðungur þátttakenda hafði, á undangengnum 5 árum, leitað að húsnæði til leigu á almennum leigu markaði. Yngstu svarendurnir voru líklegri en hinir eldri til að hafa leitað að húsnæði til leigu. Sömuleiðis voru hlutfallslega fleiri einhleypra en þeirra sem voru í sambúð eða hjónabandi sem höfðu leitað að leiguhúsnæði á almennum leigumarkaði. Öryrkjar tvöfalt líklegri til að hafa miklar áhyggjur af húsnæðiskostnaði Helmingur þeirra sem höfðu leitað að húsnæði til leigu sagði að mjög erfitt hefði verið að fá leigt húsnæði á almennum leigumarkaði og 17% sögðu það hafa verið frekar erfitt. Alls höfðu 15% svarenda einhvern tíma búið í félagslegu húsnæði á vegum sveitarfélaga. Af þeim sem bjuggu í eða höfðu einhvern tíma búið í félagslegu húsnæði á vegum sveitarfélaga hafði 41% verið á biðlista í þrjú ár eða lengur áður en húsnæðið fékkst og af þeim 23 einstaklingum sem bjuggu í eða höfðu einhvern tíma búið í húsnæði hjá Brynju hússjóði höfðu sex einstaklingar verið á biðlista í þrjú ár eða lengur áður en húsnæðið fékkst. Jafnframt kemur fram í skýrslunni að öryrkjar á leigumarkaði eru tvöfalt líklegri en fullorðið fólk alls til að hafa mjög eða frekar miklar áhyggjur af kostnaðinum við rekstur húsnæðis, eða 38% samanborið við 19%. Könnunin leiðir í ljós að staða fólks sem býr í leiguhúsnæði er almennt verri. Það greiðir hærra hlutfall tekna í rekstur, hefur meiri áhyggjur af kostnaðinum og er líklegara til þess að lenda í vanskilum.
Húsnæðismál Leigumarkaður Málefni fatlaðs fólks Tengdar fréttir Fjárhæð eingreiðslu til handa öryrkjum ákvörðuð í næstu viku Eingreiðsla til handa örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegum í desember verður um helmingi minni en hún var í fyrra samkvæmt fjáraukalögum eða rétt tæpar 28 þúsund krónur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður fjárlaganefndar, segir að þessi eingreiðsla hefði upphaflega komið til vegna COVID-19 en vegna verðbólgunnar hafi þótt skynsamlegt að leggja hana ekki alveg af. Ekki er búið að taka endanlega ákvörðun um fjárhæðina. 17. nóvember 2022 11:52 Öryrkja og aldraða að lífskjaraborðinu Ríkisstjórnin á að tryggja aðkomu heildarsamtaka öryrkja og ellilífeyrisþega þegar kemur viðræðum ríkisstjórnarinnar og fulltrúa vinnuveitenda og launþega til að ljúka komandi kjarasamningsviðræðum. 24. október 2022 13:30 Hjá einum af tíu fara meira en 75 prósent tekna í húsnæðiskostnað Fyrstu niðurstöður könnunar sem Félagsvísindastofnun vinnur að fyrir Öryrkjabandalag Íslands benda til þess að tíundi hver öryrki á Íslandi verji meira en 75 prósentum af ráðstöfunartekjum sínum í rekstur húsnæðis. 14. október 2022 07:07 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Fjárhæð eingreiðslu til handa öryrkjum ákvörðuð í næstu viku Eingreiðsla til handa örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegum í desember verður um helmingi minni en hún var í fyrra samkvæmt fjáraukalögum eða rétt tæpar 28 þúsund krónur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður fjárlaganefndar, segir að þessi eingreiðsla hefði upphaflega komið til vegna COVID-19 en vegna verðbólgunnar hafi þótt skynsamlegt að leggja hana ekki alveg af. Ekki er búið að taka endanlega ákvörðun um fjárhæðina. 17. nóvember 2022 11:52
Öryrkja og aldraða að lífskjaraborðinu Ríkisstjórnin á að tryggja aðkomu heildarsamtaka öryrkja og ellilífeyrisþega þegar kemur viðræðum ríkisstjórnarinnar og fulltrúa vinnuveitenda og launþega til að ljúka komandi kjarasamningsviðræðum. 24. október 2022 13:30
Hjá einum af tíu fara meira en 75 prósent tekna í húsnæðiskostnað Fyrstu niðurstöður könnunar sem Félagsvísindastofnun vinnur að fyrir Öryrkjabandalag Íslands benda til þess að tíundi hver öryrki á Íslandi verji meira en 75 prósentum af ráðstöfunartekjum sínum í rekstur húsnæðis. 14. október 2022 07:07
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent