BLAST forkeppnin: Dusty í úrslitin Snorri Rafn Hallsson skrifar 22. nóvember 2022 13:01 Dusty sló Ármann út í 2 leikjum í gærkvöldi og mætir SAGA í kvöld í úrslitum BLAST forkeppninnar Í þessari næst síðustu viðureign BLAST forkeppninar léku Dusty og Ármann upp á hvort liðið kæmist í úrslitin. Dusty stillti upp sínu hefðbundna liði með Detinate, EddezeNNN, StebbaC0C0, TH0R og B0nda innanborðs. Lið Ármanns var eilítið frábrugðið þeim hópi sem leikið hefur í Ljósleiðaradeildinni í vetur en auk Vargs, Ofvirks og Hypers spila Brnr og Snowy nú með liðinu. Leikur 1: Inferno Dusty fór afar vel af stað í vörninni í fyrri hálfleik og vann hvorki meira né minna en fyrstu 9 lotur leiksins. Fremstur í flokki var TH0R á vappanum en EddezeNNN og Detinate létu sitt ekki eftir liggja. Ármann fann svo kraftinn undir lok hálfleiks og tókst að minnka muninn niður í 5 stig áður en hálfleiknum lauk. Staða í hálfleik: Dusty 10 – 5 Ármann Aftur hafði Dusty betur í upphafslotum hálfleiks en Ármann minnkaði muninn örlítið á ný þegar bæði lið voru fullvopnuð. Eftir það skiptust liðin á lotum og Dusty vann því leikinn með forskotinu úr fyrri hálfleik. Lokastaða: Dusty 16 – 11 Ármann Dusty megin stóð TH0R sig best allra með 25 fellur og 3 aðstoðarskot, en Vargur bara höfuð og herðar yfir leikmenn Ármanns með 27 fellur og 5 aðstoðarskot. Staðan í einvíginu eftir fyrsta leik var 1–0 fyrir Dusty. Leikur 2: Mirage Dusty hóf annan leik kvöldsins í sókn og krækti sér strax í fyrstu 3 lotur leiksins. Liðið hafði leikinn í höndum sér og tókst oftar en ekki að tengja saman nokkrar lotur í röð til að halda aftur af varnartilraunum og fjárhag Ármanns. Það var ekki fyrr en í blálokin sem Ármanni tókst að gera slíkt hið sama en þó liðið ynni síðustu þrjár loturnar hafði Dusty örugga forystu. Staða í hálfleik: Dusty 9 – 6 Ármann Enga veikleika var að finna á vörn Dusty í síðari hálfleik og þaut liðið fram úr Ármanni með því að vinna fyrstu 5 lotur hálfleiksins. Staðan var því 14–6 fyrir Dusty og brekkan brött fyrir Ármann. Ágætir tilburðir um miðjan hálfleikinn höfðu lítið að segja því stjörnuleikmennirnir Ofvirkur og Vargur höfði lítið látið á sér bera allan leikinn. Fjórföld fella frá TH0R gerði svo útslagið og tryggði Dusty ekki bara sigurinn í leiknum heldur líka í einvíginu. Lokastaða: Dusty 16 – 10 Ármann StebbiC0C0 var atkvæðamestur Dusty manna með 23 fellur og 2 aðstoðarskot á meðan Brnr dró vagn Ármanns með 27 fellum og 3 aðstoðarskotum. Dusty vann einvígið 2–0 og mætir SAGA í kvöld klukkan 20:00. Hægt er að fylgjast með leiknum á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands. Það lið sem ber sigur úr býtum tekur þátt í Pelajaat.com Nordic Masters keppninni næsta vor, en það er líka undankeppni fyrir BLAST Premier mótið. Dusty Ármann Rafíþróttir Tengdar fréttir BLAST forkeppnin: SAGA í úrslitin Tveir leikir fóru fram í BLAST forkeppninni í gær og unnu SAGA og Dusty sína leiki gegn xatefanclub og Ármanni. 21. nóvember 2022 13:00 BLAST forkeppnin: Dusty sló Þór úr leik Það var sannkölluð Counter Strike veisla þegar Blast forkeppnin hélt áfram í gærkvöldi og nú standa einungis 4 lið eftir, Dusty, Ármann, SAGA og xatefanclub. 20. nóvember 2022 11:13 BLAST forkeppnin: LAVA úr leik Fjórir leikir fóru fram í Blast forkepninni í gærkvöldi. 18. nóvember 2022 12:01 BLAST forkeppnin: LAVA úr leik Fjórir leikir fóru fram í Blast forkepninni í gærkvöldi. 18. nóvember 2022 12:01 BLAST forkeppnin farin af stað 12 íslensk lið taka þátt í forkeppninni, en Blast Premier mótið er eitt það allra skemmtilegasta í CS:GO. 16. nóvember 2022 13:52 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira
Í þessari næst síðustu viðureign BLAST forkeppninar léku Dusty og Ármann upp á hvort liðið kæmist í úrslitin. Dusty stillti upp sínu hefðbundna liði með Detinate, EddezeNNN, StebbaC0C0, TH0R og B0nda innanborðs. Lið Ármanns var eilítið frábrugðið þeim hópi sem leikið hefur í Ljósleiðaradeildinni í vetur en auk Vargs, Ofvirks og Hypers spila Brnr og Snowy nú með liðinu. Leikur 1: Inferno Dusty fór afar vel af stað í vörninni í fyrri hálfleik og vann hvorki meira né minna en fyrstu 9 lotur leiksins. Fremstur í flokki var TH0R á vappanum en EddezeNNN og Detinate létu sitt ekki eftir liggja. Ármann fann svo kraftinn undir lok hálfleiks og tókst að minnka muninn niður í 5 stig áður en hálfleiknum lauk. Staða í hálfleik: Dusty 10 – 5 Ármann Aftur hafði Dusty betur í upphafslotum hálfleiks en Ármann minnkaði muninn örlítið á ný þegar bæði lið voru fullvopnuð. Eftir það skiptust liðin á lotum og Dusty vann því leikinn með forskotinu úr fyrri hálfleik. Lokastaða: Dusty 16 – 11 Ármann Dusty megin stóð TH0R sig best allra með 25 fellur og 3 aðstoðarskot, en Vargur bara höfuð og herðar yfir leikmenn Ármanns með 27 fellur og 5 aðstoðarskot. Staðan í einvíginu eftir fyrsta leik var 1–0 fyrir Dusty. Leikur 2: Mirage Dusty hóf annan leik kvöldsins í sókn og krækti sér strax í fyrstu 3 lotur leiksins. Liðið hafði leikinn í höndum sér og tókst oftar en ekki að tengja saman nokkrar lotur í röð til að halda aftur af varnartilraunum og fjárhag Ármanns. Það var ekki fyrr en í blálokin sem Ármanni tókst að gera slíkt hið sama en þó liðið ynni síðustu þrjár loturnar hafði Dusty örugga forystu. Staða í hálfleik: Dusty 9 – 6 Ármann Enga veikleika var að finna á vörn Dusty í síðari hálfleik og þaut liðið fram úr Ármanni með því að vinna fyrstu 5 lotur hálfleiksins. Staðan var því 14–6 fyrir Dusty og brekkan brött fyrir Ármann. Ágætir tilburðir um miðjan hálfleikinn höfðu lítið að segja því stjörnuleikmennirnir Ofvirkur og Vargur höfði lítið látið á sér bera allan leikinn. Fjórföld fella frá TH0R gerði svo útslagið og tryggði Dusty ekki bara sigurinn í leiknum heldur líka í einvíginu. Lokastaða: Dusty 16 – 10 Ármann StebbiC0C0 var atkvæðamestur Dusty manna með 23 fellur og 2 aðstoðarskot á meðan Brnr dró vagn Ármanns með 27 fellum og 3 aðstoðarskotum. Dusty vann einvígið 2–0 og mætir SAGA í kvöld klukkan 20:00. Hægt er að fylgjast með leiknum á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands. Það lið sem ber sigur úr býtum tekur þátt í Pelajaat.com Nordic Masters keppninni næsta vor, en það er líka undankeppni fyrir BLAST Premier mótið.
Dusty Ármann Rafíþróttir Tengdar fréttir BLAST forkeppnin: SAGA í úrslitin Tveir leikir fóru fram í BLAST forkeppninni í gær og unnu SAGA og Dusty sína leiki gegn xatefanclub og Ármanni. 21. nóvember 2022 13:00 BLAST forkeppnin: Dusty sló Þór úr leik Það var sannkölluð Counter Strike veisla þegar Blast forkeppnin hélt áfram í gærkvöldi og nú standa einungis 4 lið eftir, Dusty, Ármann, SAGA og xatefanclub. 20. nóvember 2022 11:13 BLAST forkeppnin: LAVA úr leik Fjórir leikir fóru fram í Blast forkepninni í gærkvöldi. 18. nóvember 2022 12:01 BLAST forkeppnin: LAVA úr leik Fjórir leikir fóru fram í Blast forkepninni í gærkvöldi. 18. nóvember 2022 12:01 BLAST forkeppnin farin af stað 12 íslensk lið taka þátt í forkeppninni, en Blast Premier mótið er eitt það allra skemmtilegasta í CS:GO. 16. nóvember 2022 13:52 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira
BLAST forkeppnin: SAGA í úrslitin Tveir leikir fóru fram í BLAST forkeppninni í gær og unnu SAGA og Dusty sína leiki gegn xatefanclub og Ármanni. 21. nóvember 2022 13:00
BLAST forkeppnin: Dusty sló Þór úr leik Það var sannkölluð Counter Strike veisla þegar Blast forkeppnin hélt áfram í gærkvöldi og nú standa einungis 4 lið eftir, Dusty, Ármann, SAGA og xatefanclub. 20. nóvember 2022 11:13
BLAST forkeppnin: LAVA úr leik Fjórir leikir fóru fram í Blast forkepninni í gærkvöldi. 18. nóvember 2022 12:01
BLAST forkeppnin: LAVA úr leik Fjórir leikir fóru fram í Blast forkepninni í gærkvöldi. 18. nóvember 2022 12:01
BLAST forkeppnin farin af stað 12 íslensk lið taka þátt í forkeppninni, en Blast Premier mótið er eitt það allra skemmtilegasta í CS:GO. 16. nóvember 2022 13:52