Sanna Marin segir Úkraínu verða að sigra stríðið án þess að tapa landsvæðum Heimir Már Pétursson skrifar 22. nóvember 2022 19:20 Sanna Marin forsætisráðherra Finnlands og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra segja þjóðir þeirra hafa átt gott samstarf í þau 75 ár sem stjórnmálasamband ríkjanna hefur verið milli ríkjanna. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra Finnlands segir skipta öllu máli að Vesturlönd hjálpi Úkraínu að vinna stríðið gegn Rússum og gefi þar ekkert eftir. Vinni Rússar stríðið væri það ávísun á enn frekari hernað þeirra gegn öðrum Evrópuríkjum. Sanna Marin forsætisráðherra Finnlands kom í eins dags vinnuheimsókn til Reykjavíkur í morgun til að funda með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. Þær komu saman í Norræna húsinu sem var teiknað af Alvar Aalto einum frægasta arkitekt Finnlands. Forsætisráðherrarnir ræddu mörg málefni á fundi sínum eins og loftslagsmál, jafnrétti kynjanna og geðheilbrigði unga fólksins og svo auðvitað öryggismál. Forsætisráðherrarnir áttu rúmlega klukkustundar vinnufund með aðstoðarfólki sínu í Norræna húsinu í dag.Stöð 2/HMP „Eins og þið flest vitið þá var Ísland á meðal fyrstu ríkja til að samþiggja umsóknir Finnlands og Svíþjóðar að NATO hér á Alþingi. Stuðningur okkar er sterkur og við vonum einlæglega að hægt verði að ljúka þessu ferli sem fyrst," sagði Katrín. Að loknum fundi þeirra í Norræna húsinu áttu forsætisráðherrarnir opnar umræður í Þjóðminjasafninu. Þar sagði finnski forsætisráðherrann innrás Rússa í Úkraínu hafa gjörbreytt stöðu varnarmála í Finnlandi. „Ég tel að hugur fólks hafi breyst um leið og Rússar réðust á Úkraínu. Vegna þess að við deilum 1.300 kílímetra landamærum með Rússlandi. Við eigum einnig mjög erfiða sögu með Rússum og höfum átt í stríði við þá. Við viljum tryggja að við höfum NATO landamæri að Rússlandi í framtíðinni sem Rússa fara ekki yfir," sagði Marin. Án innrásarinnar væru Finnar sennilega ekki að sækja um aðild að NATO. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sanna Marin forsætisráðherra Finnlands ræddu saman á opnum fundi í Þjóðminjasafninu undir stjórn Heimis Más Péturssonar fréttamanns.Stöð 2/Sigurjón Forsætisráðherrarnir voru sammála um nauðsyn þess að veita Úkraínu allan þann stuðning sem þyrfti til að tryggja Úkraínumönnum sigur í stríðinu. Að öðrum kosti muni Rússar ógna öðrum ríkjum Evrópu næst eins og Moldóvu og Eistrasaltsríkjunum að mati Marin. „Þetta er ögurstund. Við verðum að tryggja að Úkraína hafi sigur í stríðinu með okkar aðstoð og við verðum að standa fast á því. Vegna þess að ef við verjum ekki gildi okkar núna og segjum; samþiggjum einhvers konar frið, takið bara þennan hluta Úkraínu. Þá bíður þetta okkar bara í framtíðinni og við verðum ítrekað í stríðsástandi í Evrópu,“ segir Sanna Marin. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Finnland NATO Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Sjá mörg tækifæri til frekari samvinnu ríkjanna Sanna Marin og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherrar Finnlands og Íslands, segjast sjá mörg tækifæri til nánara samstarfs ríkjanna tveggja á hinum ýmsu sviðum. Sanna Marin kom til íslands í vinnuheimsókn í dag og fundaði með Katrínu. 22. nóvember 2022 14:27 Finnlandsforseti segir innrás Rússa vandamálið en ekki aðild Finnlands að NATO Forseti Finnlands segir aðildarumsókn og síðar aðild Finna að Atlantshafsbandalaginu ekki skapa hindranir í samskiptum Finna við Rússa. Það geri innrás þeirra í Úkraínu hins vegar. Finnsku forsetahjónin komu í tveggja daga heimsókn til Íslands í dag. 19. október 2022 19:20 Finnsku forsetahjónin til Íslands í vikunni Sauli Niinistö Finnlandsforseti og Jenni Haukio forsetafrú koma í ríkisheimsókn til Íslands í vikunni ásamt fylgdarliði. Heimsóknin stendur yfir dagana 19. til 20. október en gestirnir halda af landi brott föstudag. Á fimmtudag munu finnsku forsetahjónin meðal annars heimsækja ísgöngin á Langjökli, Húsafell og Þingvelli. 18. október 2022 07:32 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Sjá meira
Sanna Marin forsætisráðherra Finnlands kom í eins dags vinnuheimsókn til Reykjavíkur í morgun til að funda með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. Þær komu saman í Norræna húsinu sem var teiknað af Alvar Aalto einum frægasta arkitekt Finnlands. Forsætisráðherrarnir ræddu mörg málefni á fundi sínum eins og loftslagsmál, jafnrétti kynjanna og geðheilbrigði unga fólksins og svo auðvitað öryggismál. Forsætisráðherrarnir áttu rúmlega klukkustundar vinnufund með aðstoðarfólki sínu í Norræna húsinu í dag.Stöð 2/HMP „Eins og þið flest vitið þá var Ísland á meðal fyrstu ríkja til að samþiggja umsóknir Finnlands og Svíþjóðar að NATO hér á Alþingi. Stuðningur okkar er sterkur og við vonum einlæglega að hægt verði að ljúka þessu ferli sem fyrst," sagði Katrín. Að loknum fundi þeirra í Norræna húsinu áttu forsætisráðherrarnir opnar umræður í Þjóðminjasafninu. Þar sagði finnski forsætisráðherrann innrás Rússa í Úkraínu hafa gjörbreytt stöðu varnarmála í Finnlandi. „Ég tel að hugur fólks hafi breyst um leið og Rússar réðust á Úkraínu. Vegna þess að við deilum 1.300 kílímetra landamærum með Rússlandi. Við eigum einnig mjög erfiða sögu með Rússum og höfum átt í stríði við þá. Við viljum tryggja að við höfum NATO landamæri að Rússlandi í framtíðinni sem Rússa fara ekki yfir," sagði Marin. Án innrásarinnar væru Finnar sennilega ekki að sækja um aðild að NATO. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sanna Marin forsætisráðherra Finnlands ræddu saman á opnum fundi í Þjóðminjasafninu undir stjórn Heimis Más Péturssonar fréttamanns.Stöð 2/Sigurjón Forsætisráðherrarnir voru sammála um nauðsyn þess að veita Úkraínu allan þann stuðning sem þyrfti til að tryggja Úkraínumönnum sigur í stríðinu. Að öðrum kosti muni Rússar ógna öðrum ríkjum Evrópu næst eins og Moldóvu og Eistrasaltsríkjunum að mati Marin. „Þetta er ögurstund. Við verðum að tryggja að Úkraína hafi sigur í stríðinu með okkar aðstoð og við verðum að standa fast á því. Vegna þess að ef við verjum ekki gildi okkar núna og segjum; samþiggjum einhvers konar frið, takið bara þennan hluta Úkraínu. Þá bíður þetta okkar bara í framtíðinni og við verðum ítrekað í stríðsástandi í Evrópu,“ segir Sanna Marin.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Finnland NATO Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Sjá mörg tækifæri til frekari samvinnu ríkjanna Sanna Marin og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherrar Finnlands og Íslands, segjast sjá mörg tækifæri til nánara samstarfs ríkjanna tveggja á hinum ýmsu sviðum. Sanna Marin kom til íslands í vinnuheimsókn í dag og fundaði með Katrínu. 22. nóvember 2022 14:27 Finnlandsforseti segir innrás Rússa vandamálið en ekki aðild Finnlands að NATO Forseti Finnlands segir aðildarumsókn og síðar aðild Finna að Atlantshafsbandalaginu ekki skapa hindranir í samskiptum Finna við Rússa. Það geri innrás þeirra í Úkraínu hins vegar. Finnsku forsetahjónin komu í tveggja daga heimsókn til Íslands í dag. 19. október 2022 19:20 Finnsku forsetahjónin til Íslands í vikunni Sauli Niinistö Finnlandsforseti og Jenni Haukio forsetafrú koma í ríkisheimsókn til Íslands í vikunni ásamt fylgdarliði. Heimsóknin stendur yfir dagana 19. til 20. október en gestirnir halda af landi brott föstudag. Á fimmtudag munu finnsku forsetahjónin meðal annars heimsækja ísgöngin á Langjökli, Húsafell og Þingvelli. 18. október 2022 07:32 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Sjá meira
Sjá mörg tækifæri til frekari samvinnu ríkjanna Sanna Marin og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherrar Finnlands og Íslands, segjast sjá mörg tækifæri til nánara samstarfs ríkjanna tveggja á hinum ýmsu sviðum. Sanna Marin kom til íslands í vinnuheimsókn í dag og fundaði með Katrínu. 22. nóvember 2022 14:27
Finnlandsforseti segir innrás Rússa vandamálið en ekki aðild Finnlands að NATO Forseti Finnlands segir aðildarumsókn og síðar aðild Finna að Atlantshafsbandalaginu ekki skapa hindranir í samskiptum Finna við Rússa. Það geri innrás þeirra í Úkraínu hins vegar. Finnsku forsetahjónin komu í tveggja daga heimsókn til Íslands í dag. 19. október 2022 19:20
Finnsku forsetahjónin til Íslands í vikunni Sauli Niinistö Finnlandsforseti og Jenni Haukio forsetafrú koma í ríkisheimsókn til Íslands í vikunni ásamt fylgdarliði. Heimsóknin stendur yfir dagana 19. til 20. október en gestirnir halda af landi brott föstudag. Á fimmtudag munu finnsku forsetahjónin meðal annars heimsækja ísgöngin á Langjökli, Húsafell og Þingvelli. 18. október 2022 07:32